Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2008, Page 70

Læknablaðið - 15.10.2008, Page 70
„Ástir, slagsmál og vín“ Einar Kárason Einar Kárason fæddist 1955. Frá árinu 1978 hefur hann helgaö sig ritstörfum, setið í stjórn Rithöfundasambands íslands, Bókmenntahátíðar í Reykjavík og skrifað í blöð og blandað sér í þjóðmálin. Einar hefur skrifað Ijóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur og kvikmyndahandrit og fengið fjölda tilnefninga og verðlauna; til dæmis fyrir bækur sínar Gulleyjuna, Fyrirheitna landið, Kvikasilfur og Storm. Árið 2001 sendi hann frá sér bókina Óvinafagnað og á næstunni kemur út Ofsi en báðar eiga sögusvið á 13. öld. - Harðsoðinn stíll Einars, skarpar persónulýsingar og kvikur húmor hefur notið mikillar hylli hér heima og í þýðingum víða um lönd. ■■■ ■■ Þegar Læknablaðið fól mér að skrifa stutta hug- leiðingu kom af einhverjum ástæðum upp í hug- ann að fyrir nokkrum misserum vék sjálfur bisk- upinn yfir íslandi í prédikun til þjóðarinnar talinu að karlmennskunni og gildi hennar og ég heyrði ekki betur en að hann hvetti menn til að hugleiða málefnið og jafnvel hefja um það skynsamlegar umræður. Eg hef reyndar ekki heyrt marga svara hans kallþ en þó pískruðu einhverjir efasemdir um að hugtakið karlmennska sé enn í gildi nú á tímum pólitískrar rétthugsunar. En ég held að við ættum ekki að vera að dæma gamalreynd og sígild orð og hugtök úr leik þótt tímarnir breytist; dreng- skapur er til að mynda fyrirbæri sem stundum vill gleymast en er eigi að síður brýnt þótt upp séu runnir jafnréttistímar. Ég man að fyrir nokkrum árum barst í tal að ljóð Jóhannesar úr Kötlum „Land míns föður" gæti þénað vel fyrir þjóðsöng en þá upphófust þær mótbárur að þetta væri líka land mæðra vorra. Sem er auðvitað satt og rétt en ég mun samt líta á eyju vora sem mitt föðurland, rétt eins og íslenskan verður áfram móðurmálið. En nóg um það. Við vorum að tala um karl- mennsku. Auðvitað er erfitt að skilgreina hvað átt er við og eflaust er það eitthvað sem breytist með tímanum. Hugmyndir Islendinga um karl- mennsku eru eins og margt annað sóttar mjög í fornsögumar og loddi vilji og hæfileiki til að drepa aðra menn og limlesta allmjög við hug- takið; einhver frægasta karlmennskuhvöt bók- menntanna er vísan sem Egill Skallagrímsson orti á unglingsaldri fyrir móður sína og nær hámarki í lokaorðum þar sem hann heitir því að „halda svo til hafnar / höggva mann og annan". Að tengja slagsmál og limlestingar við karlmennsku virðist reyndar hafa verið lífseigt til skamms tíma, ekki síst ef maður skoðar gamlar frásagnir um sveita- böll og gleðskap fram yfir miðja síðustu öld, því þar er því oft lýst að fjörið hafi fyrst náð hámarki þegar menn brettu upp skyrtuermar og létu hnef- ana tala; hnefar smullu á kjálkum og menn voru látnir snýta rauðu; tennur fuku og nef brotnuðu og menn lágu í öngviti; ég man eftir sjóara sem ég hitti fyrir þrjátíu árum og gumaði af því að vera „alltaf fyrstur úr skyrtunni eftir böll" - hans hug- mynd um fullkomna sælu var á sinn hátt eitthvað í ætt við lýsingar Ásatrúar á eilífri vist í Valhöll þar sem menn eru drepnir á hverjum degi en rísa til nýrra bardaga næsta morgun. Sígild íslensk dægurlög enduróma þennan hugmyndaheim: um gamanið á vertíð í Eyjum var sungið um 1960: „Er mæta þeir margir / þá er slegist þar / það er mest gaman / segja stelpurnar", og í lofsöng um karlmennið Gústa í Hruna söng sjálfur Haukur Morthens: „Það var karl sem að kunni að / kyssa, drekka og slást! / Enda sagð'ann það oft: Það er ánægjan mín; ástir, slagsmál og vín." Þessi ofbeldishugmynd er held ég mjög að láta undan síga í nútímahugmyndum um karl- mennsku; Gústi í Hruna væri nú á dögum af- greiddur sem hver annar handrukkari; byggi í Vogum á Vatnsleysuströnd og væri fyrirlitinn af öllum. En „ástir, slagsmál og vín" sagði Gústi; ætli kvensemin sé líka tengd karlmennskunni órjúf- anlegum böndum? Nei ég held að það hljóti að vera breytilegt eins og annað, því að hreinrækt- aðasta karlmennskulýsing íslenskra fornsagna, Þorgeir Hávarsson sem segir frá í Fóstbræðrasögu og Laxness dýpkaði í Gerplu; hann sem var svo mikið karlmenni að hann lagði fæð á fóstbróður sinn fyrir að hafa bjargað lífi sínu er hann hékk í njólanum í Hornbjargi og sífellt er vitnað til; Þorgeir Hávarsson semsé, hann var svo mikið karlmenni að hann leit ekki við kvenfólki heldur þótti það lítilmannlegt að „hokra að konum". En hvað er þá karlmennska í nútímaskilningi? Kannski má þar til dæmis nefna hæfileikann til að láta ekki koma sér úr jafnvægi, taka því sem dynur yfir án þess að tapa skýrri hugsun; um það eiga fornsögurnar auðvitað hrein og ómenguð dæmi, eins og þegar sagt er um Gunnar á Hlíðarenda að honum hafi hvorki brugðið við sár né bana. Það er líkt okkar gömlu ritsnillingum að draga hvergi undan, en um þetta atriði myndi eflaust gilda í nútímanum að menn sem kysu að vera í sviðs- ljósinu létu sér ekki bregða þótt um þá væri talað; að menn ættu að geta tekið vondri gagnrýni með glotti á vör; má vera kalt reyndar. „Teinréttur, þótt sitthvað gengi á", segir Gylfi Ægis í Minningu um mann. „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir," sögðu gömlu mennirnir. Og karl- mennska má það líka heita að kveinka sér ekki þótt einhver finni upp á að spauga með mann; hlæja bara með og láta sem ekkert sé. Eða bé. 718 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.