Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 12

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 1. Fjöldi krufn- ingagreindra nýrnafrumu- krabbameina (bláar súlur, fjöldi tilfella) samanboriö við krufningahlutfall (%, rauð lína) árin 1971-2005. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna nánar krufningagreindu tilfellin og bera þau saman við nýrnafrumukrabbamein sem greind- ust í sjúklingum á lífi, bæði tilviljanagreind og með einkennum. Einnig var kannað hvort krufn- ingagreind nýmafrumukrabbamein gætu varpað skýrara ljósi á breytingar í nýgengi nýrnafrumu- krabbameins. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra Islendinga sem greindust með nýrnafrumukrabba- mein við krufningu á íslandi frá 1. janúar 1971 til 201 18- 16- □> 14- c 1971-75 1976-80 1981-85 18,8 1986-90 1991-95 1996-00 2001-05 Tímabil 31. desember 2005. Skrá yfir greind tilfelli fékkst úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og upplýsingar um sjúklinga úr sjúkraskrám og gögnum rannsóknarstofu HI í meinafræði og meinafræðideildar Sjúkrahússins á Akureyri. Skráðar voru eftirtaldar breytur: kyn, aldur, greiningarár og mánuður, vöxtur í nýrnabláæð, stærð, staðsetning í hægra eða vinstra nýra, TNM stigun12'13, meinvörp, vefjagerð og gráða. Öll vefja- sýnin voru yfirfarin af meinafræðingum (SH og VP) með tilliti til vefjagerðar (flokkunarkerfi WHO14), æxlisstærðar, Fuhrman-gráðu15 og TNM- stigunar. Þessir sjúklingar höfðu ekki haft einkenni sem bentu til nýrnakrabbameins. Frá Hagstofu íslands fengust upplýsingar um heildarfjölda krufninga á hverju ári auk upplýs- inga um heildarfjölda látinna á tímabilinu 1971- 2005. Þannig var hægt að meta krufningatíðni á rannsóknartímabilinu. Rannsóknartímabilinu var skipt í 7 fimm ára tímabil og athugaðar breytingar á tíðni krufninga- greindra æxla á þessum tímabilum. Einnig voru kannaðar breytingar á stærð, gerð og gráðu æxl- anna. Krufningahlutfall (gefið upp í %) fékkst með því að deila heildarfjölda látinna í fjölda krufninga á hverju tímabili. Tíðni krufningagreindra æxla var stöðluð með því að reikna út tíðni á hverjar 1000 krufningar og með því leiðrétt fyrir auknum fólksfjölda á tímabilinu. Um nálgun er að ræða og gengið út frá því að ábendingar fyrir krufningu hafi ekki breyst á tímabilinu. Krufningagreindu tilfellin voru annars vegar borin saman við tilfelli sem greind voru í lifandi sjúklingum frá árunum 1971-2005 og hins vegar við þann hluta þess hóps sem greindist án ein- kenna á sama tímabili. Samanburðarhópar voru fundnir á sama hátt og krufningagreindu tilfellin og hefur áður verið lýst í ágripi í Læknablaðinu6 og að hluta til í tveimur öðrum rannsóknum.4-16 Vefjagerð allra æxlanna var endurskoðuð og æxlin gráðuð og stiguð líkt og krufningagreindu æxlin. Forritið Excel var notað við úrvinnslu gagna en tölfræðiúrvinnsla var unnin í samvinnu við Helga Sigvaldason, verkfræðing. Við samanburð hópa var stuðst við t-próf fyrir samfelldar breytur og Fischer Exact eða Kí-kvaðrat fyrir hlutfallsbreyt- ur. Þegar borin voru saman fimrn ára tímabil var notast við ANOVA fyrir samfelldar breytur og Kí- kvaðrat með 6 frelsisgráðum fyrir hlutfallsbreytur. Marktæki miðaðist við p-gildi <0,05. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Niðurstöður Mynd 2. Tíðni krufningagreindra nýmafrumukrabbameina miðað við 1000 krufningar á sjö 5 Alls greindust 110 nýrnafrumukrabbamein á ára tímabilum. rannsóknartímabilinu í samtals 15.594 krufning- 808 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.