Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINA
RANNSÓKNIR
R
Tafla III. Samanburður á krufningagreindum og tilviljanagreindum nýrnafrumu-
krabbameinum.
Krufningagreining Tilviljanagreining p-gildi
Fjöldi 110 255
Meöalaldur (ár) 74,4 65,6 <0,0001
Hlutfall karla/kvenna 1,6 1,6 0,98
Æxli hægra megina 52 (49,1) 146 (57,3) 0,49
Meöalstærö (cm)b 3,7 5,4 <0,0001
Vefjagerðc
Tærfrumuæxli 80 (74,1) 214 (89,2)
Totumyndandi æxli 23 (21,3) 23(9,6) <0,0001
Litfælugerö 3 (2,8) 1 (0,4)
Fuhrman gráðund
1 + 2 91 (85,1) 181 (75,4) <0,04
3 + 4 16 (14,9) 59 (24,6)
TNM stige
1 + II 94 (87,9) 175 (68,7) p=0,0001
III + IV 13 (12,1) 80 (31,3)
aUpplýsingar vantaði fyrir fjögur aexli í krufningagreinda hópnum. bUpplýsingar vantaði fyrir 15 og sex æxli í hópunum tveimur. cUpplýsingar vantaði fyrir tvö og 15 æxli. dUpplýsingar vantaói fyrir þrjú og 15 æxli. eUpplýsingar vantaði fyrir þrjú æxli í krufningagreinda hópnum.
Umræða
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna athyglis-
verðan mun á krufningagreindum æxlum og þeim
sem greinast í lifandi sjúklingum.
Samanborið við sjúklinga sem greindust lifandi
fundust æxlin við krufningu í eldra fólki, þau voru
smærri og af lægri gráðu og stigi. Til dæmis voru
aðeins 6,3% krufningagreindu sjúklinganna með
meinvörp samanborið við rúman þriðjimg sjúk-
linganna sem greindust lifandi. Þetta kemur ekki
á óvart þar sem krufningagreindu sjúkling-amir
voru án einkenna fyrir andlát. Sambærilegar
niðurstöður hafa sést í öðrum rannsóknum, þar
á meðal í japanskri rannsókn frá 1991.17 Þegar
krufningagreindu tilfellin eru borin saman við
tilviljanagreind æxli eingöngu (tafla III) sést að
áfram er munur til staðar enda þótt hann sé ekki
jafnmikill og fyrir allan hóp þeirra sem greindust
á lífi. Krufningagreindu æxlin eru á lægri gráðum
og stigun en tilviljanagreindu æxlin og þvermál
þeirra er 1,7 cm minna. Krufningagreindu æxlin
líkjast því að mörgu leyti nýmafrumukrabbamein-
um sem greinast fyrir tilviljun í lifandi sjúklingum.
í krufningagreinda hópnum vora totumynd-
andi æxli heldur algengari en hjá lifandi greind-
um. Þetta er viðbúið þar sem sýnt hefur verið
fram á að þau sýni af sér meira góðkynja hegðun
en æxli af tærfrumugerð, til dæmis eru meinvörp
sjaldgæfari. I nýlegri pólskri rannsókn fengust
svipaðar niðurstöður en þar voru góðkynja
æxli í nýrum allt að helmingur krufningagrein-
du æxlanna og hlutfall totumyndandi nýma-
frumukrabbameins algengara.18 í okkar rannsókn
höfðum við ekki upplýsingar um góðkynja nýma-
æxli enda skráning þeirra ekki eins nákvæm og
fyrir krabbamein. íslensk rannsókn hefur þó sýnt
að 31% af 45 rauðkimingaæxlum (oncocytoma),
nú flokkuð með góðkynja nýrnaæxlum, sem
greindust hér á landi á 30 ára tímabili vora greind
við krafningu.19
Samkvæmt okkar niðurstöðum er tíðni nýrna-
framukrabbameina sem greind era við krufn-
ingu á Islandi á rannsóknartímabilinu 7,1/1000
krafningar. Þessi tala er ívið hærri en tíðnitölur í
tveimur öðrum rannsóknum á krafningagreind-
um nýmafrumukrabbameinum, í nýlegri banda-
rískri rannsókn (4,5-5,4/1000 krufningar)20 og
í japönsku rannsókninni frá 1991 (3,1/1000
krufningar).17 Þó verður að hafa í huga að í þess-
um löndum er nýgengi nýmafrumukrabbameins
umtalsvert lægra en hér á landi og því viðbúið að
tíðni krufningagreindra tilfella sé einnig lægri.
Breyting á tíðni krufningagreindra nýrna-
framukrabbameina á þeim 35 árum sem rann-
sóknin náði til er ekki tölfræðilega marktæk. Á
síðasta 10 ára tímabilinu sést þó viss tilhneiging
til lækkandi tíðni en ekki ef litið er á síðustu 15
árin. Út frá niðurstöðunum má draga þá ályktun
að tíðni nýrnafrumukrabbameina sem greinast við
krufningu sé ekki vaxandi hér á landi og að þau
skýri ekki hækkandi nýgengi sjúkdómsins.
Tíðni krufningagreindra nýrnafrumukrabba-
meina hélst nokkuð stöðug fram til 1990, eða 4,9-
7,4 tilfelli/1000 krafningar. Frá 1991 til 1995 kom
kippur upp á við og greindust þá 18,8 tilfelli/1000
krafningar. Tíðnin lækkaði síðan í aðeins 1,8 til-
felli/1000 krafningar næstu fimm árin á eftir en
á síðasta fimm ára tímabilinu (2001-2005) var hún
aftur komin í svipað horf og fyrir 1991, eða 6,5
tilfelli/1000 krufningar. Ekki er augljós skýring á
þessum mun og á hárri tíðni 1991-1995. Fræðilega
gæti verið um „náttúrulega sveiflu" að ræða sem
oft sést í sjúklingahópum af þessari stærð enda
þótt munurinn sé tölfræðilega marktækur (p-
gildi <0,001 fyrir fimm ára tímabil). Þessi mrrnur
jafnast út að mestu ef litið er á 10 eða 15 ára tíma-
bil í stað fimm og ekki hefur sést sambærilegur
toppur í nýgengi hjá þeim sem greinast á lífi.4,61
fljótu bragði virðist ekki vera hægt að skýra þessa
sveiflu út frá þekktum áhættu- og umhverfisþátt-
um. Skýringa má einnig leita í mismunandi
aðstæðum eða breyttum vinnubrögðum við fram-
kvæmd krufninganna, til dæmis ef hlutfall krufn-
inga sem takmarkast við ákveðin líffærakerfi
hefði breyst á tímabilinu. Langflestar krufningar á
íslandi eru og hafa verið gerðar á rannsóknastofu
Landspítala í meinafræði. Þar hefur í gegnum tíð-
ina mikill minnihluti krufninga verið takmarkaður
810 LÆKNAblaðið 2008/94