Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 20

Læknablaðið - 15.12.2008, Side 20
■ FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla I. Upplýsingar um þá skilvökva sem notaðir eru við kviðskiiun á nýrnadeild Landspítala. Skilvökvi Innihald Osmótískur þrýstingur Sýrustig Dianeal®* Glúkósa 75, 125 eða 215 mmól/L 340, 390 eða 480 mosm/kg 5,5 Physioneal® Glúkósa 75, 125 eða 215 mmól/L 340, 390 eða 480 mosm/kg 7,4 Extraneal® Íkódextrín 7,5%** 284 mosm/kg 5,5 Nutrineal® Amínósýrur 1,1% 365 mosm/kg 6,7 ♦Lítió notaöur núoróió **Fjölsykrungur sem dregur til sín vökva meðferð sjúkdómsins og rædd þýðing hans fyrir meðferð nýrnabilunar á lokastigi. Tilfellin Tilfelli 1 Sjúklingur er karlmaður fæddur 1943, með lokastigsnýrnabilun á grunni IgA-nýrnameins. Hann fékk nýragræðling úr látnum gjafa 1987. Græðlingurinn bilaði vegna endurkomu IgA- nýrnameins og var næturkviðskilun með aðstoð vélar hafin í október 1998. Notaðir voru skilvökv- arnir Dianeal® og Extraneal® (sjá töflu I). í byrjun var erfitt að eiga við yfirvökvun og háþrýsting. Þau vandamál leystust eftir að nýragræðlingurinn var fjarlægður en hins vegar varð skilunin þá ónóg. Því var meðferðinni breytt í pokaskipti. Eftir það gekk vel með bæði skilun og vökvabrottnám. Við upphaf kviðskilunar kom í ljós að lífhimn- an var mjög gegndræp en heldur hafði dregið úr þeim eiginleika við mat í september 2005. Lífhimnubólga af völdum Staphyiococcus aureus var meðhöndluð í febrúar 2005 með góðum ár- angri. Sams konar sýking greindist í febrúar 2006 en í það skipti dugði sýklalyfjameðferð ekki til. Sjúklingur var enn fárveikur eftir mánaðarlanga meðferð með ýmsum sýklalyfjum, snemmbúið brottnám kviðleggs og fjölda neikvæðra rækt- ana úr skilvökva og blóði. Hann hafði háan hita og kviðverki, gat ekki nærst og CRP var hækkað (hæst 328 mg/L). Sneiðmynd af kviðarholi sýndi þykkveggja, samanlóðað smágirni. Grunur lék á Tafla II. Taflan sýnir niðurstöður stórra faraidsfræðiiegra rannsókna á umiykjandi lífhimnuhersli (ULH) hjá sjúklingum í kviðskilun.1114 Nomoto 1996 (Japan) Kawanishi 2004 (Japan) Rigby 1998 (Ástralía) Summers 2005 (Manchester) Tegund rannsóknar Afturskyggn Framskyggn Afturskyggn Afturskyggn Tímabil 1980-1996 1999-2003 1978-1994 1998-2003 Heildarfjöldi sjúklinga í kviöskilun 6923 1958 7374 810 Samanlagt nýgengi ULH (%) 0,9 2,5 0,7 3,3 Tími í kvióskilun vió greiningu ULH (mán) 65(10-138) 114144 52130 73140 umlykjandi lífhimnuhersli og sykursterameðferð (prednisólón 1 mg/kg) var hafin í apríl. Svörunin var dramatísk; innan fárra daga varð sjúklingur hita- og verkjalaus og innan tveggja vikna lækkaði CRP niður í 30 mg/L. Sjúklingur fékk blóðskilun, nærðist og þyngdist. Smám saman var dregið úr prednisólónskammti og þeirri meðferð hætt eftir hálft ár. Sumarið 2006 bar á vægum kviðverkjum, um haustið fór sjúklingur að fá garnastífluköst og í byrjun desember var hann háður næringu í æð. Um miðjan desember var gerð opin kviðarhols- aðgerð. í ljós kom að verulega þykknuð lífhimna þakti kviðarholið og garnimar voru umluktar bandvefshjúp (mynd 1). Lífhimnusýni sýndi umtalsverða þykknun á lífhimnu með þéttum, frumufátækum bandvef (mynd 2). Garnirnar voru losaðar með því að skræla bandvefsherslið utan af þeim í fimm klukkustunda langri aðgerð. Engir fylgikvillar voru eftir aðgerðina og sjúklingur var fljótur að jafna sig. Hartn var settur á tamoxifen 20 mg á dag eftir aðgerð og er enn á þeirri meðferð. 22 mánuðum eftir aðgerð eru engin merki þess að sjúkdómurinn hafi tekið sig upp að nýju. Tilfelli 2 Sjúklingur er karlmaður, fæddur 1982. Haustið 2004 greindist hjá honum langt gengin nýrnabilun sem reyndist vera á grunni IgA-nýmameins. I nóvember sama ár var kviðskilunarmeðferð með pokaskiptum hafin og skilvökvarnir Physioneal® og Extraneal® notaðir. Við upphaf þeirrar með- ferðar var lífhimnan fremur gegndræp en þó var aldrei erfitt að ná vökva af sjúklingi. Gegndræpi lífhimnu var ekki metið aftur. í júní 2007 kom gat á ytri enda kviðskilunarleggsins. Upp úr því fékk sjúklingur lífhimnubólgu í fyrsta sinn. Síðan tók hvert lífhimnubólgutilvikið við af öðru og alls urðu þau fjögur á þremur mánuðum. Úr skilvökva ræktuðust í réttri tímaröð: kóagúlasaneikvæður Staphylococcus, Corynebacterium tegund, Bacillus tegund og Corynebacterium tegund. Sjúklingur var meðhöndlaður með sýklalyfjum samkvæmt rækt- unamiðurstöðum og skilvökvaræktanir urðu nei- kvæðar á milli. Þegar sjúklingur fékk sína fjórðu lífhimnubólgu í september 2007 var gripið til þess ráðs að skipta um kviðlegg og var blóðskilun hafin í bið eftir gróanda kviðsára. Fyrir aðgerð var sjúk- lingur slappur og hafði væga kviðverki en eftir aðgerð versnuðu þessi einkenni mjög. Tveimur vikum eftir aðgerð fékk hann garnastíflu. Þá var kviðleggurinn fjarlægður í kviðsjáraðgerð sem leiddi í ljós mikla samvexti og samanlóðaðar garn- ir. Vefjasýni sýndi verulega þykknun á lífhimnu með frumufátækum bandvef. Sykursterameðferð (prednisólon 0,5 mg/kg) var hafin með ágætum árangri; garnir fóm í gang og CRP lækkaði úr 166 816 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.