Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 20

Læknablaðið - 15.12.2008, Síða 20
■ FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla I. Upplýsingar um þá skilvökva sem notaðir eru við kviðskiiun á nýrnadeild Landspítala. Skilvökvi Innihald Osmótískur þrýstingur Sýrustig Dianeal®* Glúkósa 75, 125 eða 215 mmól/L 340, 390 eða 480 mosm/kg 5,5 Physioneal® Glúkósa 75, 125 eða 215 mmól/L 340, 390 eða 480 mosm/kg 7,4 Extraneal® Íkódextrín 7,5%** 284 mosm/kg 5,5 Nutrineal® Amínósýrur 1,1% 365 mosm/kg 6,7 ♦Lítió notaöur núoróió **Fjölsykrungur sem dregur til sín vökva meðferð sjúkdómsins og rædd þýðing hans fyrir meðferð nýrnabilunar á lokastigi. Tilfellin Tilfelli 1 Sjúklingur er karlmaður fæddur 1943, með lokastigsnýrnabilun á grunni IgA-nýrnameins. Hann fékk nýragræðling úr látnum gjafa 1987. Græðlingurinn bilaði vegna endurkomu IgA- nýrnameins og var næturkviðskilun með aðstoð vélar hafin í október 1998. Notaðir voru skilvökv- arnir Dianeal® og Extraneal® (sjá töflu I). í byrjun var erfitt að eiga við yfirvökvun og háþrýsting. Þau vandamál leystust eftir að nýragræðlingurinn var fjarlægður en hins vegar varð skilunin þá ónóg. Því var meðferðinni breytt í pokaskipti. Eftir það gekk vel með bæði skilun og vökvabrottnám. Við upphaf kviðskilunar kom í ljós að lífhimn- an var mjög gegndræp en heldur hafði dregið úr þeim eiginleika við mat í september 2005. Lífhimnubólga af völdum Staphyiococcus aureus var meðhöndluð í febrúar 2005 með góðum ár- angri. Sams konar sýking greindist í febrúar 2006 en í það skipti dugði sýklalyfjameðferð ekki til. Sjúklingur var enn fárveikur eftir mánaðarlanga meðferð með ýmsum sýklalyfjum, snemmbúið brottnám kviðleggs og fjölda neikvæðra rækt- ana úr skilvökva og blóði. Hann hafði háan hita og kviðverki, gat ekki nærst og CRP var hækkað (hæst 328 mg/L). Sneiðmynd af kviðarholi sýndi þykkveggja, samanlóðað smágirni. Grunur lék á Tafla II. Taflan sýnir niðurstöður stórra faraidsfræðiiegra rannsókna á umiykjandi lífhimnuhersli (ULH) hjá sjúklingum í kviðskilun.1114 Nomoto 1996 (Japan) Kawanishi 2004 (Japan) Rigby 1998 (Ástralía) Summers 2005 (Manchester) Tegund rannsóknar Afturskyggn Framskyggn Afturskyggn Afturskyggn Tímabil 1980-1996 1999-2003 1978-1994 1998-2003 Heildarfjöldi sjúklinga í kviöskilun 6923 1958 7374 810 Samanlagt nýgengi ULH (%) 0,9 2,5 0,7 3,3 Tími í kvióskilun vió greiningu ULH (mán) 65(10-138) 114144 52130 73140 umlykjandi lífhimnuhersli og sykursterameðferð (prednisólón 1 mg/kg) var hafin í apríl. Svörunin var dramatísk; innan fárra daga varð sjúklingur hita- og verkjalaus og innan tveggja vikna lækkaði CRP niður í 30 mg/L. Sjúklingur fékk blóðskilun, nærðist og þyngdist. Smám saman var dregið úr prednisólónskammti og þeirri meðferð hætt eftir hálft ár. Sumarið 2006 bar á vægum kviðverkjum, um haustið fór sjúklingur að fá garnastífluköst og í byrjun desember var hann háður næringu í æð. Um miðjan desember var gerð opin kviðarhols- aðgerð. í ljós kom að verulega þykknuð lífhimna þakti kviðarholið og garnimar voru umluktar bandvefshjúp (mynd 1). Lífhimnusýni sýndi umtalsverða þykknun á lífhimnu með þéttum, frumufátækum bandvef (mynd 2). Garnirnar voru losaðar með því að skræla bandvefsherslið utan af þeim í fimm klukkustunda langri aðgerð. Engir fylgikvillar voru eftir aðgerðina og sjúklingur var fljótur að jafna sig. Hartn var settur á tamoxifen 20 mg á dag eftir aðgerð og er enn á þeirri meðferð. 22 mánuðum eftir aðgerð eru engin merki þess að sjúkdómurinn hafi tekið sig upp að nýju. Tilfelli 2 Sjúklingur er karlmaður, fæddur 1982. Haustið 2004 greindist hjá honum langt gengin nýrnabilun sem reyndist vera á grunni IgA-nýmameins. I nóvember sama ár var kviðskilunarmeðferð með pokaskiptum hafin og skilvökvarnir Physioneal® og Extraneal® notaðir. Við upphaf þeirrar með- ferðar var lífhimnan fremur gegndræp en þó var aldrei erfitt að ná vökva af sjúklingi. Gegndræpi lífhimnu var ekki metið aftur. í júní 2007 kom gat á ytri enda kviðskilunarleggsins. Upp úr því fékk sjúklingur lífhimnubólgu í fyrsta sinn. Síðan tók hvert lífhimnubólgutilvikið við af öðru og alls urðu þau fjögur á þremur mánuðum. Úr skilvökva ræktuðust í réttri tímaröð: kóagúlasaneikvæður Staphylococcus, Corynebacterium tegund, Bacillus tegund og Corynebacterium tegund. Sjúklingur var meðhöndlaður með sýklalyfjum samkvæmt rækt- unamiðurstöðum og skilvökvaræktanir urðu nei- kvæðar á milli. Þegar sjúklingur fékk sína fjórðu lífhimnubólgu í september 2007 var gripið til þess ráðs að skipta um kviðlegg og var blóðskilun hafin í bið eftir gróanda kviðsára. Fyrir aðgerð var sjúk- lingur slappur og hafði væga kviðverki en eftir aðgerð versnuðu þessi einkenni mjög. Tveimur vikum eftir aðgerð fékk hann garnastíflu. Þá var kviðleggurinn fjarlægður í kviðsjáraðgerð sem leiddi í ljós mikla samvexti og samanlóðaðar garn- ir. Vefjasýni sýndi verulega þykknun á lífhimnu með frumufátækum bandvef. Sykursterameðferð (prednisólon 0,5 mg/kg) var hafin með ágætum árangri; garnir fóm í gang og CRP lækkaði úr 166 816 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.