Læknablaðið - 15.12.2008, Page 45
U M R Æ Ð U R
FORSTJÓRI LAN
O G
D S
F R É T T I R
P í T A L A N S
„Á Landspítalanum er
unnið að rannsóknum
sem þjóðin getur verið
mjög stolt af," segir Hulda
Gunnlaugsdóttir forstjóri.
á fólkið og skrifa hjá mér það sem kemur í hugann
meðan ég staldra við. Mér hefur þótt umhugs-
unarefni að sjá við hversu erfiðar aðstæður fólk
vinnur víða á spítalanum. Þar sem húsnæði hefur
verið gert upp virðist það undantekningarlaust
mjög vel gert, fallegt og vandað, en þar sem ekkert
hefur verið gert er aðstaðan mjög slæm, húsnæðið
úrelt og tækjabúnaður gamall. Starfsmenn eru allir
mjög jákvæðir og ég verð hvergi vör við annað en
fólk vilji gera enn betur og bæta sig."
Ekki kemur á óvart að Hulda skuli nefna óhag-
ræðið að því að starfsemi spítalans sé á víð og dreif
um höfuðborgarsvæðið. „Það blasir við. Þetta
stendur nýtingu tækjabúnaðar og bættu verklagi
fyrir þrifum. Þetta er eitt af stóru verkefnunum á
næstu árum og þarf að fara vandlega í gegnum. Ég
nefni dýrar deildir eins og röntgendeildir sem eru
nú á þremur stöðum. Það væri hægt að einfalda
þann rekstur og jafnframt auka afköstin og einnig
rannsóknarstofur sem eru mjög dýrar í rekstri. Til
þess að ná hámarkshagkvæmni þarf nýjan spítala
en þangað til er hægt að gera ýmislegt í hagræð-
ingarskyni."
Hulda segist mest furða sig á því hversu litlum
fjármunum hafi á liðnum árum verið veitt til
viðhalds á byggingum spítalans og endurnýjun
tækjabúnaðar. „Líftími tækjabúnaðar á sjúkrahús-
um er að jafnaði 8-10 ár en hér hefur engu verið
hægt að skipta út af tækjum nema líknarfélögin
hafi keypt þau eða spítalinn séð sig knúinn til
að kaupa tæki á kaupleigusamningum og notað
rekstrarfé til þess. Fjárveiting til viðhalds bygginga
og tækjakaupa hefur staðið í stað í 10 ár og heldur
farið lækkandi. Stjórn spítalans hefur því orðið að
taka af rekstrarfé til að standa undir nauðsynlegri
endumýjun tækja með kaupleigusamningum. I
Noregi dettur engum í huga að ganga á rekstrarfé
til viðhalds og tækjakaupa nema eitthvað mjög
sérstakt og óvænt komi upp á á árinu sem ekki er
gert ráð fyrir í fjárlögum. Það er í rauninni alveg
ótrúlegt hvað hefur tekist að halda hér uppi góðri
og nútímalegri spítalaþjónustu miðað við hversu
þröngt stakkurinn hefur verið sniðinn."
Hulda segir að sér virðist sem aldrei hafi verið
rætt opinskátt hvað það kostar að Landspítali
standi undir hlutverki sínu sem háskólasjúkra-
hús. „Kostnaðargreining hefur leitt í ljós að 11%
af fjármunum spítalans renna til háskólakennslu.
Hér eru allir heilbrigðisstarfsmenn þjóðarinnar
menntaðir. Samt hefur aldrei verið rætt hvað
þetta á að kosta. Það er vitað að á háskólasjúkra-
húsi taka ákveðnir hlutir lengri tíma en ella,
LÆKNAblaðið 2008/94 841