Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 47

Læknablaðið - 15.12.2008, Page 47
UMRÆÐUR OC FORSTJÓRI LANDS einfaldlega vegna þess að nemarnir þurfa að fá að læra handtök og aðferðir. Það er því lykilatriði að reikna út hversu mikið hver nemi kostar og síðan fái spítalinn greitt í samræmi við það. Þá getum við meðhöndlað sjúklinga annaðhvort með eða án þátttöku nemanna." Starfsfólki mun fækka Það er ljóst að á Landspítala eru erfiðir tímir fram- undan rétt eins og annars staðar í íslensku sam- félagi. Forsendur hafa gerbreyst á stuttum tíma og Hulda segir að ómögulegt sé að segja á þessari stundu hvemig nákvæmlega verði brugðist við í rekstrinum. „Mér er hins vegar mjög vel ljóst að hér hefur verið unnin gríðarlega mikil og góð vinna við að bæta rekstur spítalans og hann er í rauninni í mjög góðu horfi núna ef horft er framhjá gengisþróun undanfarnar vikur. Það skapar okkur erfiðleika eins og öllum öðrum." Ekki er óeðlilegt að gera ráð fyrir að áætlanir um byggingartíma nýs sjúkrahúss muni breytast. „Ef byggingartíminn lengist verðum við að laga okkur að því en snúa okkur samt af alefli að því að lagfæra og breyta verk- og starfsferlum innan spít- alans. Hugsanlega verðum við að gera það hraðar en ella ef ástandið verður mjög erfitt. Þá höfum við hreinlega ekki tíma til að laga okkur að breyt- ingum, við verðum einfaldlega að breytast. Það er kannski svolítið öðmvísi en ég hafði hugsað mér áður en kreppan skall á. Heilbrigðiskerfið þarf að vera sterkt við aðstæður sem þessar enda er það ein af undirstöðum velferðarþjóðfélagsins. Við sem störfum í heilbrigðiskerfinu þurfum að vera sterk og við getum ekki vænst þess að fá einhverja sérmeðferð." Hulda svarar því spurningunni um hvort starfsfólki Landspítala verði fækkað á næstu mán- uðum með einföldu jái. „Ég væri ekki heiðarleg ef ég segði annað. Þegar fjárveiting næsta árs liggur fyrir verðum við stjórnendur spítalans að reikna út hvemig hægt verður að reka hann fyrir þá fjár- muni. Starfsmannavelta hefur verið gríðarlega mikil og spítalinn hefur nánast gegnt hlutverki þjálfunarmiðstöðvar fyrir margar starfsstéttir sem síðan hafa farið annað í þeirri þenslu sem hér hefur ríkt. Þetta á eflaust eftir að breytast," segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala. Fraeðslufundur í Hlíðasmára 8 I Kópavogi fimmtudaginn 4. desember kl 20:00. Gray’s Anatomy 150 ára Hannes Petersen yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala. Árið 1858 var Gray’s Anatomy gefin fyrst út í Bretlandi og fagnar því 150 ára afmæli með sinni fertugustu útgáfu. Bókin er kennd við höfundinn Henry Gray en þó hún sé talin eitt þekktasta ritverk i læknisfræði hefur lítið verið vitað um höfundinn. I fyrirlestrinum verður saga bókarinnar rakin og reynt að varpa ijósi á hver Henry Gray var. Bókasýning Sýning á Gray's Anatomy bókum ur Nesstofusafni og úr sérsafni Jóns Steffensen sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni. Gestir ern hvattir til að koma með eigið eintak af Gray s Anatomy og leggja á sýningarborð. Eftir fyrirlesturinn gefst fundargestum kostur á að skoða bækurnar og þiggja léttar veitingar að hætti Jóns Steffensen. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Anatomy t.V'lk F R E T T I R P í T A L A N S LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.