Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 53
Q- O o o OC Q Z < O h- o to Hávar Sigurjónsson UMRÆÐUR 0 G F R É T T I R C P M E „Óánægðir með að vægi atkvæðis hverrar aðildarpjóðar skuli vera jafiit," segir Katrín Fjeldsted um úrsögn Suður- Evrópuþjóðanna úr CPME. Fjögur lönd segja sig úr CPME Nokkrar blikur virðast á lofti um framtíð Evrópusamtaka lækna, CPME, þar sem fjögur Iönd hafa sagt sig úr samtökunum á þessu ári, Frakkland, Spánn og Ítalía tilkynntu úrsögn sína í lok júní og nú í nóvember bættist Portúgal í hópinn. Fjárhagsgrundvöllur samtakanna er með þessu í uppnámi og framundan er róttæk endurskipulagning á rekstri samtakanna að sögn Katrínar Fjeldsted, eins af fjórum varaforsetum CPME og fulltrúa Læknafélags íslands í samtök- unum. Katrín hefur verið fulltrúi LÍ frá 1999 og varaforseti samtakanna frá 2005. CPME er upphaflega stofnað af læknafélögum þjóða innan Evrópusambandsins og hefur stækkað jafnt og þétt með auknum fjölda landa innan ESB en fyrir nokkrum árum var löndum utan ESB sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu boðin þátt- taka, þar á meðal íslandi, Noregi og Lichtenstein. Aðildarlönd að CPME eru nú 30 að þeim fjórum meðtöldum sem tilkynnt hafa úrsögn. Þátttaka í CPME er bundin við landssamtök lækna í hverju landi, einstaklingsaðild er ekki í boði en önnur Evrópufélög lækna koma sínum sjónarmiðum að í gegnum fulltrúa heildarsamtaka sinna. Tilgangur og hlutverk CPME er að sögn Katrínar Fjeldsted fyrst og fremst sá að hafa áhrif á stefnumótun ESB í heilbrigðismálum og málefn- um lækna og hefur orðið vel ágengt í þeim efnum á undanfömum árum. „Fyrir nokkrum árum var tekin ákvörðun um að setja niður skrifstofu CPME í Brussel, höf- uðstöðvum ESB, og ráða framkvæmdastjóra sem væri öllum hnútum kunnugur innandyra þar á bæ. Aður fylgdi skrifstofan forseta samtakanna frá einu landi til annars á tveggja ára fresti og það skilaði ekki nægilega góðum árangri að mati stjórnarinnar," segir Katrín. Frá því að skrifstofan var opnuð í Brussel hefur CPME náð eyrum ráðamanna ESB mun betur og haft fingurinn á púlsinum þegar málefni lækna eru í umræðunni. „Þannig höfum við getað brugð- ist mun fyrr við málum og haft áhrif á stefnumót- un í ýmsum málum og á okkur er hlustað og leitað eftir áliti okkar þegar heilbrigðismál eru til umfjöllunar." A skrifstofunni í Brussel starfa fimm manns, lögfræðingar og stjórnmálafræðingar með sérhæf- ingu í Evrópumálefnum, og er framkvæmdastjór- inn, hin hollenska Lisette Tiddens-Engwirda, vel LÆKNAblaðið 2008/94 849
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.