Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.12.2008, Qupperneq 57
U M R Æ Ð U R O G F R É T T I R L Y F S A L A Nú eru vafalítið mismunandi skýringar á þessu í hverju tilviki en erfitt er að búa við þetta bæði sem starfsmaður og einnig og ekki síst er þetta erfitt fyrir sjúklingana. Eru þó dæmin örugglega fleiri en hér að ofan eru talin." Hjá Lyfjastofnun fengust þær upplýsingar að það væri ákvörðun framleiðenda og innflytjenda að taka lyf af markaði og setja önnur í staðinn. Ekki fengust svör við því hvort til stæði að auka eða breyta upplýsingaflæði til lækna um framboð á einstökum lyfjum og tilkynna tímanlega um breytingar svo læknar gætu lagað sig að þeim. Af samtölum Læknablaðsins við lækna heilsu- gæslunnar er ljóst að upplýsingastreymi um fram- boð á lyfjum og lyfjaverð er ábótavant í mörgum tilvikum. Lyfjaverð á hverjum tíma á að birtast á Sögu, forritinu sem heilsugæslan notar til skrán- ingar og upplýsingar. Læknabiaðið hefur heimil- dir fyrir því að lyfjaverð sem birtist á Sögu sé í sumum tilfellum úrelt og í öðrum tilfellum vill- andi, þar sem læknirinn sjái ekki hvert endanlegt verð tiltekins lyfs er til sjúklingsins, heldur sér hann einungis heildarverð lyfsins. Þannig getur lækninum birst svipað verð á á tveimur sam- heitalyfjum þegar annað lyfið er mun ódýrara til sjúklingsins. Til að upplýsingar um lyfjaverð séu rétt í Sögunni þyrfti að yfirfara það mánaðarlega en langur vegur mun vera frá því að svo sé. Arlega væri nær lagi. Þórður segir að læknarnir fái ekki tilkynningu frá Lyfjastofnun um að til standi að taka tiltekin lyf af skrá. „Yfirleitt fáum við upplýsingamar þannig að hringt er úr apótekinu og sagt að því miður sé ekki hægt að afgreiða lyfseðil frá okkur því lyfið sé ekki lengur á skrá. Á þessu fáum við engar skýringar. Stundum dettur manni í hug að apótekið treysti sér ekki til að liggja með lyfið á lager en stundum er innflutningi þess hreinlega hætt. Þetta er sérstaklega bagalegt þegar um er að ræða þrautreynd lyf og maður þarf þá að setjast yfir bækurnar og grufla hvað sé nú hægt að nota í staðinn. Á meðan bíður sjúklingurinn með gagnslausan lyfseðil. Eflaust stafar þetta af því að lítill hagnaður er af því að selja lyf sem lengi hafa verið á markaði og eru orðin ódýr. Framleiðendur hagnast meira á því að skipta þeim út fyrir önnur og dýrari." Að sögn Þórðar er framboð á lyfjum í sjálfu sér nægilegt til að alltaf megi á endanum finna við- eigandi lyf en þessar aðstæður og skortur á upp- lýsingaflæði skapi bæði óhagræði fyrir læknana og óöryggi hjá sjúklingunum. „Maður er búinn að afgreiða verkið og fær svo að vita að lyfið er ekki til og þá þarf maður að setja sig inn í málið aftur og finna út hvað eigi að gefa í staðinn. Þetta skapar hættu á ruglingi í skráningarkerfinu hjá okkur í heilsugæslunni þar sem breyta þarf lyfjaskráning- unni og sjúklingurinn verður óöruggur og spyr gjaman hvort þetta nýja lyf sé jafngott og gamla lyfið og hvort óhætt sé að treysta því. Það kemur einnig fyrir að lyfjafræðingurinn í apótekinu spyr sjúklinginn hvort hann vilji ekki annað lyf, sam- heitalyf, stundum af því að það er ódýrara og það er allt í lagi, en stundum vegna þess að hitt lyfið er ekki til og það getur skapað tortryggni hjá sjúklingnum." Þórður segir að lokum að næturopnun lyfja- búða sé sjálfsögð þjónusta við borgarana. „Mín skoðun er sú að þegar fólk getur keypt mat og alls kyns vörur allan sólarhringinn ætti einnig að vera hægt að komast í apótek að næturlagi. Það væri bara í samræmi við aðra þjónustu sem þykir sjálf- sögð í þjóðfélaginu." Undir þetta sjónarmið tóku aðrir viðmælendur Læknablaðsins og bent var á að hér væri um grundvallaratriði að ræða. „Viljum við reka heilbrigðisþjónustu út frá þörfum borg- aranna eða viljum við reka hana út frá þörfum markaðarins?" Það er hin pólitíska spuming. „Ýmis algeng lyfhafa verið ófáanleg oft á tíðum á síð- ustu mánuðum," segir Þórður Ólafsson yfirlæknir Læknavaktarinnar. LÆKNAblaðið 2008/94 853
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.