Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Kostnaðarvirknigreining á meðferð við nýrnabilun á lokastigi Tinna Laufey Ásgeirsdóttir1 hagfræðingur Gyða Ásmundsdóttir3 viðskiptafræðingur María Heimisdóttir3 læknir Eiríkur Jónsson4 þvagfæraskurðlæknir Runólfur Pálsson25 nýrnalæknir Lykilorð: lokastigsnýrnabilun, skilunarmeðferð, ígræðsla nýra, kostnaðarvirkni. 1Hagfræðideild, 2læknadeild HÍ, 3hag- og upplýsingasviði, 4þvagfæra- skurðlækningaeiningu, 5nýrnalækningaeiningu Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: María Heimisdóttir, hag- og upplýsingasviði, Landspítala Eiríksgötu 5,105 Reykjavík. mariahei@landspitali.is Ágrip Tilgangur: Nýmabilun á lokastígi krefst lífs- nauðsynlegrar og kostnaðarsamrar meðferðar, annaðhvort skilunar eða ígræðslu nýra. Tilgang- ur þessarar rannsóknar var að bera saman kostnaðarvirkni ígræðslu nýra og skilunar- meðferðar á íslandi. Efniviður og aðferðir: Við mat á kostnaði og virkni meðferðar var notast við skrá nýrna- lækningaeiningar, sjúklingabókhaldskerfi og kostnaðarkerfi Landspítala, upplýsingar frá Sjúkratryggingum Islands um greiðslur vegna nýrnaígræðslna á Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn og erlendar rannsóknir á lifun og lífsgæðum sjúklinga. Allur kostnaður var reiknaður á verðlagi ársins 2006 og við núvirðingu var miðað við lægstu vexti íbúðalánasjóðs það ár. Niðurstöður: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa í Danmörku var meiri en þegar ígræðslan fór fram hérlendis eða 6.758.101 krónur samanborið við 5.442.763 krónur. Kostnaður við hvert lífsgæðavegið lífár sem ávinnst við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa var 2,5 milljónir króna en 10,7 milljónir í tilviki skilunar. Ályktanir: Kostnaður við ígræðslu nýra frá lifandi gjafa er innan þeirra marka sem nágrannaþjóðir hafa miðað við sem ásættanlegan kostnað við lífsnauðsynlega meðferð. Það er ódýrara að ígræðsluaðgerðimar fari fram hérlendis en í Danmörku. Kostnaður við hvert lífár sem vinnst með ígræðslu nýra er mun lægri en með skilun og er fjölgun nýrnaígræðslna því augljóslega hagkvæm. Inngangur Nýrnabilun er vaxandi heilbrigðisvandi á Vesturlöndum og hefur í för með sér mikla byrði og kostnað fyrir sjúklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Lokastigsnýmabilun krefst umfangsmikillar meðferðar, annaðhvort skilunar eða ígræðslu nýra. Skilunarmeðferð beinist að því að fjarlægja úrgangsefni, sölt og vökva er safnast fyrir í líkamanum vegna nýrnabilunarinnar og eru tvær aðferðir, blóðskilun og kviðskilun. Igræðsla nýra er kjörmeðferð við lokastigsnýrna- bilun því hún þrefaldar lífslíkur sjúklinga samanborið við skilunarmeðferð1 og hefur aukin heilsutengd lífsgæði í för með sér.2'4 Margir sjúklingar eiga þó ekki kost á ígræðslu nýra, meðal annars vegna takmarkaðs framboðs gjafanýrna. Lengi vel fengust nýru einkum frá látnum gjöfum en undanfarin ár hefur lifandi gjöfum fjölgað mjög. Frá því skilunarmeðferð hófst á íslandi árið 1968 hefur sjúklingum sem hefja meðferð vegna lokastigsnýmabilunar fjölgað jafnt og þétt.5 Nýgengi og algengi meðferðar við lokastigsnýrnabilun er þó mun lægra hér en víðast á Vesturlöndum.6 í árslok 2006 var algengið 530,2 á milljón íbúa samanborið við 700-800 á milljón íbúa á Norðurlöndum" og 1626 á milljón íbúa í Bandaríkjunum.7 Undanfarin ár hafa rúmlega 60% þeirra sem njóta meðferðar vegna lokastigsnýmabilunar hérlendis verið með ígrætt nýra og er þetta hlutfall eitt hið hæsta í Evrópu." Um 70% ígræddra nýrna hafa komið frá lifandi gjöfum og er það með því hæsta sem þekkist. Tveir þriðju skilunarsjúklinga hafa verið í blóðskilun og þriðjungur í kviðskilun síðustu ár. Igræðslur nýrna í íslenska sjúklinga voru einungis gerðar erlendis þar til í desember 2003 er byrjað var að framkvæma þessar aðgerðir á Landspítala. Hérlendis eru þó eingöngu gerðar ígræðslur nýrna frá lifandi gjöfum og kemur skurðlæknir frá Bandaríkjunum til að framkvæma aðgerðirnar. Igræðslur nýrna frá látnum gjöfum hafa frá árinu 1997 farið fram á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Nýrnaígræðslum fjölgaði eftir að farið var að framkvæma þær hér á landi, úr fimm á ári að meðaltali á árunum 1999-2003 í 14 árið 2005 og 15 árið 2006. Þessi tvö ár fengust 19 nýru frá lifandi gjöfum og 10 frá látnum gjöfum. Það kann þó að hafa haft áhrif að sjúklingum í meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar fjölgaði um tæp 44% á árunum 2000-2006 (skrá nýrnalækninga, Landspítala). LÆKNAblaðið 2009/95 747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.