Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 28
F R Æ Ð I G R E I RANNSÓKN N A R Tafla I. Lýðfræðilegirþættir. Bændur (vm) Ekki bændur (vm) P giidi Aldursbil 40-59 49% (46-52%) 52% (48-56%) em Aldur >50 ára 51 % (48-54%) 39% (35-43%) p< 0,001 Kyn, karlar % 87% (85-89%) 47% (44-51 %) p< 0,001 Reykja nú 12% (10-14%) 20% (17-23%) p< 0,001 Giftir eöa í sambúð 83% (81-85%) 82% (79-85%) em Fjöldi barna <18 ára 2,2 (2,1-2,3) 2,1 (2,0-2,1) p<0,05 Maki vinnur utan heimilis 44% (41-47%) 82% (79-85%) p<0,001 Grunnskólamenntun 43% (40-46%) 30% (26-34%) p<0,001 Reykt >eitt pakkaár 36% (33-39%) 50% (46-54%) p<0,001 Neytir áfengis 70% (67-73%) 79% (76%-82) p<0,001 vm: vikmörk, em: ekki marktækt Tafla II. Geðeinkenni á siðustu 12 mánuðum. Hundraðshluti með einhver einkenni. Geðeinkenni Konur bændur Konur ekki bændur p-giidi Karlar bændur Karlar ekki bændur p-giidi Kvíði eða spenna 38 28 em 46 32 p<0,01 Þunglyndi 73 65 em 71 69 em Skapsveiflur 45 42 em 48 49 em Mikil þreyta eöa örmögnun 59 51 em 58 60 em Likert-skali: aldrei, stundum, oft, stöðugt. - em = ekki marktækt þátttöku í rannsókninni samkvæmt skrám Bændasamtakanna. Þessir bændur fengu allir sendan ítarlegan spurningalista ásamt bréfi sem skýrði markmið rannsóknarinnar. Svarhlutfall reyndist vera 54% (N= 1107) eftir ítrekanir. Ástæða þess að miðað var við 100 ærgildi var það álit starfsmanna Bændasamtakanna að það væri lágmarksbústærð til þess að líta mætti á bónda- starfið sem aðalstarf. Til samanburðar voru valdin 1500 manns úr þjóðskrá sem fengu senda sam- bærilega spurningarlista og eins bréf til útskýr- ingar á tilgangi rannsóknarinnar (svarhlutfall 46% N=689). Ekki svöruðu allir spurningalistanum í heild. Það að svara spurningalistanum var túlkað sem upplýst samþykki fyrir þátttöku í rannsókn- inni. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiða- nefnd (03-082 Heilsufar og vinnuumhverfi íslenskra bænda) og vísindasiðanefnd Iowa háskóla. Hún var tilkynnt til Persónuverndar. Spurningalistinn tók til lýðfræðilegra þátta, svo sem aldurs, kyns hjúskaparstöðu, menntunar, fjölda barna vinnu maka auk notkunar á tóbaki og áfengi. Til þess að fanga sálfélagslegt vinnuumhverfi voru notaðar átta spurningar frá Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti i vinnunni (QPS-Nordic 34+).6 Spurningam- ar voru valdar til þess að meta viðhorf og hug manna til verkefna og vinnustaðarins. Spumingum sem hafa tilvísun til stærri vinnustaða var sleppt. Til að skima fyrir algengi geðeinkenna annarra en áfengissýki var notað General Health Questionnaire-12 (GHQ-12)7- 8 en þessi kvarði hefur verið notaður hérlendis í þessu augnamiði.8 Til þess að ákveða hverjir væru líklega með geðsjúkdóm var notast við þrjú stig eða fleiri. Fjögurra spurninga CAGE 9 spurningalistinn var notaður til að skima fyrir áfengissýki og viðmið um hverjir væru líklega misnotendur höfð þau sömu og í eldri íslensku rannsóknum þar sem listinn hefur verið notaður, það er þrjú stig eða meira.10 Almenn geðeinkenni á síðustu 12 mánuðum voru metin á fjögurra þrepa kvarða (aldrei, stundum oft, alltaf) með spurningum um kvíða og spennu, þunglyndi, skapsveiflur, þreytu og örmögnun. Almenn vellíðan á síðustu 12 mánuðum var metin með spumingum um líkamlega líðan og andlega líðan, ánægju með vinnu og fjölskyldu á kvarða frá 1-10 þar sem 1 er verst en 10 er best. Þá voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu leitað læknis/meðferðar á síðustu 12 mánuðum vegna svefnerfiðleika, þunglyndis, kvíða, áfengis/fíknisjúkdóms og auk þess spurt um aðra sjúkdóma. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað yl próf fyrir tvíhliða (já - nei) breytur. Við skoðun á miðgildi mismunandi spurninga milli bænda og almennings var notast við Mann-Whitney próf. Það próf var valið þar sem það krefst þess ekki að munurinn milli safnanna sem prófaður er sé normaldreifður og nota má prófið þegar um raðanir er að ræða.11 Lógistísk aðhvarfsgreining var gerð með hjálp Statistical Package for the Social Sciences (SPSS Inc. Chicago, Illinois) útgáfu 12.01. Aldur var hafður með í öllum líkönum en í líkönum þar sem karlar og konur voru skoðuð samhliða var kyn sett með sem breyta. Niðurstöður Lýðfræðilegar breytur fyrir bændur (n=1021) og samanburðarhóp almennings (n=637) eru í töflu I. Bændur voru eldri, frekar karlar og reyktu minna en ekki bændur. Þá neyttu bændur síður áfengis og menntunarstig var heldur lægra en í samanburðarhópnum. Maki bóndans var eins og vænta má síður en maki í samanburðarhóp í starfi utan heimilis. í samræmi við GHQ-12 voru 65% af bændum án nokkurra merkja um geðsjúkdóm borið saman við 53% almennings í samanburðarhóp byggt á því að fá engin stig á GHQ-12 kvarðanum. Ef horft er til þess að þeir sem fá þrjú stig eða fleiri á GHQ- 12 séu sennilega með merki um geðsjúkdóm má 764 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.