Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Geðheilsa og líðan íslenskra bænda Kristinn Tómasson1 sérfræöingur í geð og embættislækningum Gunnar Guðmundsson2 sérfræðingur í lyf-, lungna- og gjörgæslulækningum Lykilorð: geðheilsa, vellíðan, landbúnaður, þunglyndi, kvíði. ’Vinnueftirliti ríkisins, 2lungnadeild Landspítala, læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlitsins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík. S: 550 4600. kristinn@ver.is Ágrip Tilgangur: Rannsóknir sem lúta að heilsufari bænda hafa verið misvísandi hvað varðar andlega vanheilsu og algengi geðsjúkdóma. Markmið með þessari rannsókn var að meta geðheilsu og líðan íslenskra bænda borið saman við úrtak þjóðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðs- rannsókn á öllum fjár- og kúabændum á Islandi (svarhlutfall 54%, N =1021) borið saman úrtak úr almennu þýði (svarhlutfall 46%, 637). Geðheilsa var metin með General Health Questionnaire- 12 og CAGE-spumingalistunum. Vinnuumhverfi var metið með spurningum úr „General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work". Niðurstöður: Bændur notuðu síður áfengi en almenningur. Algengi geðsjúkdóma meðal bænda samkvæmt GHQ-12 var 17% en meðal almennings 22%. Samkvæmt CAGE áttu 16% karla borið saman við 11% karlbænda (p< 0,032) við áfengis- vanda að etja. Karlkyns bændur sóttu síður hjálp vegna en kynbræður þeirra vegna kvíða, og áfengis- og vímuefnanotkunar. Bændur töldu verkefni sín oftar skemmtilega krefjandi en almenningur en samtímis töldu þeir verkefni sín oftar of erfið fyrir sig. Alyktun: Bændur hafa minni merki um andlega vanheilsu en úrtak fólks úr samfélaginu. Þeir leita síður hjálpar vegna geðheilsu sinnar. Vinnu- umhverfi bænda er erfitt og krefjandi og virðist því brýnt að auka þekkingu á því hvernig bæta megi vinnuumhverfi þeirra. Inngangur Búskapur er starfsgrein sem víkur um margt í eðli sínu frá öðrum starfsgreinum og má þar sérstaklega nefna hve samtvinnuð vinnan er heimilislífi bóndans og fjölskyldu hans. Lífsstíll bænda er samtvinnaður vinnu þeirra með löngum og óreglulegum vinnustundum, iðulega í námum tengslum við heimili þeirra og fjölskyldu. Landbúnaður í hinum vestræna heimi hefur breyst mikið á liðnum áratugum, þá breytingu hafa sumir viljað kalla byltingu í starfsgreininni.1 Byggt á þessu hafa sprottið upp þær hugmyndir að bændum væri hættara en öðrum í samfélaginu að finna fyrir geðsjúkdómum eins og til dæmis þunglyndi.1-2 Rannsóknir um þetta efni hafa ekki gefið skýr svör. Rannsóknir frá Noregi og Bandaríkjunum hafa leitt í ljós meira algengi geðsjúkdóma meðal bænda en annarra í samfélaginu.14 Það er hins vegar erfitt að bera saman bændur á milli landa. Sumir bændur eru einvörðungu með bústofn en aðrir eru einvörð- ungu í akuryrkju. Hérlendis hefur landbúnaður fyrst og fremst snúist um búpening og öflun fóðurs fyrir hann og afurðirnar verið kjöt, mjólkurafurðir og ullar- og skinnavörur. Flest bóndabýli eru lítil og rekin af einni eða tveimur fjölskyldum. í lok tíunda áratugar síðustu aldar vöknuðu áhyggjur bænda um að þessi þróun, mikil tæknivæðing samfara fækkun fólks í sveitum, væri til þess fallin að geðheilsa þeirra yrði frekar í hættu en áður, engar rannsóknir voru þó til staðar til að styðja eða hrekja þessar áhyggjur.5 Bændasamtökin fóru því þess á leit við yfirvöld hér á landi árið 2002 að þau gengjust fyrir því að þetta yrði kannað og bændum veittur stuðningur í samræmi við þær niðurstöður sem fengjust. Rannsókn þessi hefur að markmiði að rannsaka almenna (vel)líðan og algengi geðsjúkdóma samkvæmt skimunarprófun meðal bænda borið saman við sömu þætti meðal almennings. Með þessu yrði hægt að svara spurningunni hvort geðsjúkdómar og eða geðræn vanheilsa væru algengari meðal bænda en annarra í samfélaginu. Aðferðir Um er að ræða þversniðsrannsókn meðal allra bænda á Islandi sem árið 2002 stóðu fyrir búi með meira en 100 ærgildum eða ígildi þess í mjólkurkvóta. Þessi hópur var síðan borinn saman við slembiúrtak valið úr þjóðskrá. Alls uppfylltu 2042 bændur skilyrði um LÆKNAblaðið 2009/95 763
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.