Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Við endurmat daginn eftir vessaði enn talsvert úr útbrotunum, þau voru upphleypt og með miklum kláða. Skipt var um umbúðir og auk þess hafin meðferð með betametasón (Betapred®) 0,5mg töflum, sjö töflur gefnar sama dag og sjö töflur daginn eftir. Hann fékk að auki meðferð með betametasónsmyrsli (Betnovat®) þrisvar á dag sem er húðsteri í III flokki. Á þriðja degi ræktaðist Staphylococcus aureus frá stroki sem var penicillínónæmur en næmur fyrir oxacillíni, erythromýsíni og klindamýsíni. Síðar var gerð hefðbundin snertiofnæmis- húðprófun með True Test® (Allederm, Phoenix AZ) og lesið af samkvæmt viðurkenndum stöðlum.1 True Test prófar 24 algengustu snertiofnæmis- valda.2 Reyndist drengurinn hafa sterkt jákvæða svörun (+++) gegn Parafenýlendíamín sem staðfestir snertiofnæmi hans fyrir efninu. Umræða Snertiofnæmi eru IV. flokks ofnæmisviðbrögð og á sér stað í tveimur fösum; með næmingu og viðbrögðum. í upphafi fer ofnæmisvaki (allergen) eða hjálparvaki (hapten) í gegnum þekjuhúð þar sem unnið er með það af sýnifrumum, Langerhans-frumum, átfrumum og griplufrumum í húð. Ofnæmisvakinn er síðan kynntur T-eitilfrumum sem að hluta til verða að minnisfrumum og að hluta til T-hjálparfrumum sem fara út í blóðrásina. Við stöðugt eða endurtekið áreiti þekkja T-hjálparfrumur ofnæmisvaldinn og framleiða lymfókína sem aftur valda bólgubreytingum. Þessi viðbrögð ónæmiskerfisins taka frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Þegar einstaklingur hefur myndað ofnæmi á þennan hátt varir það að jafnaði út lífið. Hennalitarefni eru náttúrleg og unnin úr plöntunni Lawsonia inermis. Virka litarefnið er kallað lawsone (2-hydroxyl-l,4-naphthoquinone) og er unnið úr þurrkuðum laufum plöntunnar. Notkun hennalitarefna til húðskreytinga er aldagamall siður frá Austurlöndum. Henna hefur verið einnig verið notað til hárlitunar og í snyrtivörur. Hefðbundin hennalitun á húð veldur rauðbrúnum lit á meðhöndluðu svæði, tekur um tvær til sex klukkustundir í framkvæmd og verður litunin dekkri eftir því sem efnið er haft lengur á. Endist litunin venjulega í um þrjár vikur. í dýratilraunum hefur lawsone reynst hafa skaðleg áhrif á nýru, lifur, maga og beinmerg auk þess að valda stökkbreytingum. Því hefur henna ekki verið talið heppilegt til hárlitunar eða nota í snyrtivörur. Þrátt fyrir það er notkun þess lögleg innan Evrópusambandsins og útbreidd víða í Austurlöndum.3 Þekkt er að ýmis efni, svo sem sítrónusafi, edik, nikkel, kóbalt, gúmmítrésolía, kaffi og blý, hafa fundist í hennalitarefni og virðist sem því sé blandað í efnið til að ná fram ólíkum lita- brigðum.4' 5 Parafenýlendíamín (PPD) er einnig blandað í henna til að ná fram svörtum lit þannig að útlitið verður líkara raunverulegu húðflúri,6 en einnig tekur meðferðin mun styttri tíma sé PPD í blöndunni og liturinn endist lengur. Hreint hennalitarefni veldur sjaldan ofnæmi þó því hafi verið lýst.7'9 Virðist líklegra að það gerist hjá þeim sem starfa við hárgreiðslu og nota þessi efni reglulega.10,11 Aukaefnið PPD er hins vegar vel þekkt að því að valda snertiofnæmi.12- 13 Hefur því verið lýst að ofnæmi geti myndast fyrsta skiptið sem viðkomandi kemst í snertingu við efnið.14 Ofnæmið hefur hingað til verið sjaldgæfara hjá börnum en það kann að breytast með vaxandi vinsældum tímabundins húðflúðs.15 Ofnæmi gegn PPD getur haft töluverð óþægindi í för með sér þar sem PPD er að finna víða. Þar má nefna í leðurvörum, plasti, prenturum og því getur slíkt ofnæmi verið takmarkandi. Algengara virðist hjá börnum en fullorðnum að varanlegar litabreytingar verði á húð eftir notkun henna- litarefna með PPD!6 Notkun PPD til hárlitunar er ekki ólögleg hér á landi en er háð takmörkunum á styrk efnisins og er aðeins ætlað fyrir fagfólk, auk þess sem varað er við því að það geti valdið ofnæmi!7 íblöndun PPD í hennalitarefni er útbreidd, einkum í löndum í kringum Miðjarðarhafið. Hér er lýst tilfelli þar sem drengur fær alvarleg ofnæmisútbrot eftir hennahúðflúr sem líklega hefur innihaldið PPD. Fleiri íslensk böm hafa leitað til höfunda þessarar greinar með sama vandamál eftir að hafa fengið hennahúðflúr á sólarstönd. í ljósi þess hversu vel þekkt þessi hætta af notkun svarts henna er minnir ofangreind sjúkrasaga á hversu mikilvægt er að eftirlit með notkun efna sem þessara sé fullnægjandi. Einnig er mikilvægt að almenningur sé varaður við hættu af notkun óskráðra efna til að draga úr líkum á því að slík tilvik endurtaki sig. Heimildir 1. Belsito DV. Patch testing with a standard allergen ("screening") tray: rewards and risks. Dermatol Ther 2004; 17: 231-9. 2. truetest.com/PhysicianPDF/File7.pdf 3. Scientific committee on cosmetic products and non-food products intended for consumers. Opinion concerning Lawsone - SCCNFP/0583/02. 4. Mouzopoulos G, Tsouparopoulos V, Stamatakos M, Mihe Larakis I, Pasparakis D, Agapitos E. Cutaneous mercury deposits after henna dye application in the arm. Br J Derm 2007; 157:388-431. 772 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.