Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 59
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR F R Á SIÐANEFND tilmælum verði beint til landlæknis að fram fari athugun á meðferð og umönnun barnsins á Landspítala. Landlæknir ritaði kærendum bréf dagsett 2. nóvember 2005 segir í lok bréfsins að landlæknisembættið hafi farið yfir sjúkraskrár enda hafi [...] verið á sjúkrahúsinu nær allan þann tíma sem um ræði. Sjúkdómsgangur hafi verið mjög erfiður og leysa hafi þurft mörg vandamál sem upp hafi komið. Ekki hafi tekist að greina neinn atburð öðrum líklegri þar sem mögulegt væri að rifbrot gætu hafa orðið þó erfitt sé að útiloka neitt með fullkominni vissu í þessum efnum. Hér sé því um óútskýrða atburði eða fylgivandamál að ræða sem því miður séu ekki óalgengir í meðferð alvarlega veikra einstaklinga. Virtist tilefni til að ljúka málinu á þeim nótum að því er segir í bréfinu og taldi landlæknisembættið ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu. Tilkynning sú sem kært er út af hljóðar svo: Tilkynning samkvæmt 17. gr. Barnaverndarlaga varðandi: [...]: Foreldrar [...] eru [...]. [...] eiga dóttur sem er fædd [...], og tvíburasystur fæddar [...]. Önnur systirin [...] fæddist með [...] heilkenni en báðar systurnar dvöldu á vökudeild Barnaspítalans fyrst eftir fæðingu. Eftir útskrift af vökudeild hefur [...] ítrekað þurft að leggjast inn á barnaspítalann. [...] hefur í tvígang greinst með rifbrot sem ekki virðast eiga sér eðlilega skýringu. (sjá skýrslu barnalæknis) í ljósi þessa er málið tilkynnt til Barnaverndarnefndar. Af hálfu kærenda er því haldið fram að af tilkynningunni frá 22. mars 2005 hafi mátt ráða að rifbrot hafi greinst hjá [...] sem eigi sér ekki eðlilegar skýringar og í tilkynningunni sé vísað til álits barnalæknis þess efnis að rifbrotin séu á klassískum stað fyrir shaken baby syndome og hafi ekki staðið í sambandi við endurlífgun eða aðgerðir. Að því sé látið liggja að brotin verði ekki heldur skýrð með vísan til [...] heilkennis. Fullyrðingar af þessu tagi verði ekki skýrðar öðruvísi en svo að gengið hafi verið úr skugga um hvort efni séu til að staðhæfa slíkt. Ljóst sé að barnaverndarnefnd sem fengið hafi þessa tilkynningu treysti staðhæfingum spítalans um að engar aðgerðir hafi farið fram á spítalanum sem skýrt geti þetta. Gefi tilkynning þessi því rækilega undir fótinn að áverkarnir séu af mannavöldum og shaken baby syndrome komi til greina. Tilkynningin beinist samkvæmt orðum hennar sjálfrar að foreldrunum og geti ekki beinst í aðrar áttir þar sem henni sé beint til barnaverndarnefndar í umdæmi foreldranna. Félagsráðgjafi skrifi undir tilkynninguna og viti að það eina sem barnaverndarnefnd geti gert sé að rannsaka heimili foreldranna. Beinist ekki grunur að því heimili hafi tilkynningin engan tilgang. Þá segir að mál þetta snúist um hvort skilyrði barnaverndarlaga hafi verið fyrir hendi til að senda tilkynningu sem aðeins hafi getað lotið að heimilisaðstæðum barnsins. Ekki komi fram nein rök af hálfu Landspítala fyrir þessari tilkynningu. Engin rök um að nokkuð það hafi átt sér stað sem snúi að barnaverndaryfirvöldum í [...] eða foreldrum [...]. Því hafi 17. gr. bamaverndarlaga ekki átt við og því ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Kærði ber fyrir sig að það hafi verið skylda hans að tilkynna mál þetta á sínum tíma og vísar um það til ákvæða 17. gr. barnaverndarlaga. NIÐURSTAÐA Af sjúkragögnum verður ekki ráðið með óyggjandi hætti hvemig barnið [...] rifbeinsbrotnaði. Fram kemur í málinu það álit landlæknis að um hafi verið að ræða óútskýrða atburði eða fylgivandamál sem ekki séu óalgengir í meðferð alvarlega veikra einstaklinga. Taldi embættið ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu. Siðanefnd telur að í ljósi þessa verði á því að byggja að það eitt hafi legið fyrir að barnið hafi rifbeinsbrotnað en lítur svo á að sú staðreynd ein og sér hafi verið tilefni til þess að tilkynna um atvikið til viðkomandi barnaverndaryfirvalda í heimasveit barnsins. Hér verður að líta til ákvæðis 1. mgr. 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en það hljóðar svo: Hverjum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Þá segir í 3. mgr. 17. gr. að tilkynningarskylda samkvæmt grein- inni gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Sú staðreynd að bam er rifbeinsbrotið bendir ótvírætt til þess að ákvæði 1. mgr. kunni að eiga við um hagi barnsins. Þá verður að hafa í huga eftirfarandi sem fram kemur í athuga- semdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 80/2002 Það getur að sjálfsögðu verið matsatriði hvenær tilkynningar- skylda fyrrgreindra aðila verður virk og hvenær aðstæður eru með þeim hætti að tilkynna beri um þær. Vissulega getur tilkynning til barnaverndarnefndar verið viðkvæmt mál og óheppilegt að tilkynnt sé þegar ekki er ástæða til. Við túlkun samsvarandi ákvæðis gildandi laga, og raunar einnig eldri laga, hefur það sjónarmið verið orðað að tilkynningarskyldan eigi við þegar aðstæður barns eru með þeim hætti að líklegt er að þær geti leitt til sérstakra ráðstafana af hálfu bamavemdaryfirvalda. Þessi túlkun þrengir þó óþarflega að tilkynningarskyldunni og er til þess fallin að dregin verði sú ályktun að tilkynnandi eigi ekki að tilkynna nema hann telji líklegt að aðstæður séu þannig að leiði til sérstakra ráðstafana af hálfu nefndar. Hefur þessi túlkun leitt til þess að aðilar telja sig þurfa að kanna mál nánar áður en þeir tilkynna og í sumum tilfellum hefur þetta leitt til sérstakrar málsmeðferðar af hálfu þessara aðila áður en ákvörðun er tekin um að tilkynna. Þetta er að sjálfsögðu ekki LÆKNAblaöið 2009/95 795
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.