Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Sjúkdómsmynd og meðferðarheldni ungs fólks með insúlínháða sykursýki eftir flutning yfir á göngudeild fyrir fullorðna Hildur Halldórsdóttir1 BA í sálfræði Fjóla Katrín Steinsdóttir1 BA í sálfræði Arna Guðmunds- dóttir2 sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum Jakob Smári3 sálfræðingur Eiríkur Örn Arnarson3 sálfræðingur Lykilorð: sykursýki tegund eitt, meðferðarheldni, HbA1c, reykingar. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Eiríkur örn Arnarson sálfræðingur Sálfræðiþjónustu Landspítala, geðsviði og læknadeild HÍ. Sími: 543 9216. eirikurQlandspitali. is Ágrip Tilgangur: Þessi grein varpar ljósi á þá þætti sem þarf að huga betur að í meðferð fólks með sykursýki tegund eitt eftir flutning af göngudeild fyrir börn og unglinga yfir á göngudeild full- orðinna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 56 ungmenni á aldrinum 20-30 ára sem mætt hafa í eftirlit á göngudeild sykursjúkra á Landspítala. Alls uppfylltu 72 þátttökuskilyrði en svarhlutfall var 78%. Niðurstöður: Meðal HbAlc-gildi voru á öllum tímabilum yfir meðferðarmarkmiðum American Diabetes Association sem er HbAlc undir 7%. Einungis 28,6% mættu til eftirlits fjórum sinnum eða oftar á 12 mánaða tímabili. Helmingur kvenna og 30% karla voru með fylgikvilla og var sjónumein algengast. Fjórðungur þátttakenda reykti sem er sama hlutfall og í almennu úrtaki Islendinga á aldrinum 20-29 ára. Þeir sem reyktu mældust með fleiri einkenni kvíða og þunglyndis. Hátt hlutfall þátttakenda notaði geðlyf eða 19% sem er meira en tvisvar sinnum hærra en í almennu þýði. Ályktun: Huga þarf sérstaklega að því að meðal HbAlc-gildi voru yfir meðferðarmarkmiðum og því hversu hátt hlutfall þátttakenda var með fylgikvilla. Geðlyfjanotkun var mikil og þyrfti að skoða hvort tilefni sé til aukinnar samvinnu á milli D-G3 og sálfræðinga og/eða geðlækna. Jafnframt er ástæða til að kanna nýjar leiðir til að ná til ungs fólks með sjúkdóminn, einkum er varðar reykingar og meðferðarheldni líkt og mataræði og hreyfingu. Inngangur Sykursýki tegund eitt er ólíkur mörgum sjúkdómum að því leyti að sjúklingar geta sjálfir með eftirliti og ráðgjöf heilbrigðisstarfsfólks haft mikla stjóm á framgöngu hans. Mikilvægt er að hafa góða stjóm á blóðsykri. Það felur í sér að huga að ýmsu sem er nánast ómeðvitað hjá öðrum, líkt og að finna jafnvægi á milli insúlínbúskapar, hreyfingar og fæðu. Einnig er mikilvægt að forðast reykingar og halda áfengisneyslu í lágmarki því slík neysla getur meðal annars aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ásamt mataræði gegnir hreyfing mikilvægu hlutverki í meðferð. Það er misjafnt hvernig og hve mikil hreyfing hentar hverjum og einum og mikilvægt að áætlun sé unnin í samráði við fagfólk. Mæla þarf blóðsykurirtn reglulega sem er lykill að því að velja insúlínskammta, hreyfingu, magn og tegund fæðu. Auk heimamælinga er eftirlit á göngudeild nauðsynlegt en þar er mælt langtíma blóðsykursgildi, HbAlc, sem endurspeglar magn blóðsykurs í rauðu blóðkornunum og gefur vísbendingu um meðalgildi blóðsykurs undanfarna tvo til þrjá mánuði. American Diabetes Association1 setur þau viðmið í meðferð fullorðins fólks með sykursýki að halda HbAlc innan við 7%, en talið er eðlilegt að þeir sem ekki eru með sykursýki séu með HbAlc um 4-6%. Þrátt fyrir að lífslíkur sykursjúkra séu mun betri en snemma á síðustu öld geta fylgikvillar skert lífsgæði þeirra til muna. Tvær langtíma rannsóknir, DCCT- og UKPDS,3-4 hafa leitt í ljós að með góðri blóðsykursstjórnun sé að mestu hægt að koma í veg fyrir eða seinka fylgikvillum. Helstu fylgikvillar eru augn-, nýrna-, hjarta- og æðasjúkdómar og taugaskemmdir. Bráðir fylgikvillar eru blóðsykurfall (hypoglycemia), sýrueitrun (ketoacidosis) og fleira.1 Kvíði hefur verið tengdur við minni virkni og verri lífsgæði. Flestar rannsóknir sem hafa verið gerðar á fólki með sykursýki benda til þess að einkenni kvíða og kvíðaraskanir séu algengari meðal sykursjúkra en í almennu þýði.5 Kvíði og streita virðast geta haft alvarleg áhrif á blóðsykursstjórnun og aukið þannig líkur á blóðsykurfalli og sýrueitrun.5-6 Rannsóknir benda til þess að samvirkni sé á milli þunglyndis og langvarandi sjúkdóma líkt og sykursýki þannig að einkenni sjúkdóms ágerist með auknu þunglyndi.7 Þunglyndiseinkenni hafa verið tengd við verri sjálfsstjórn, of háanblóðsykur, auknar líkur á fylgikvillum, minni virkni, fleiri heimsóknir á bráðamóttöku, fleiri innlagnir á sjúkrahús og aukinn heilbrigðiskostnað.6, 8-10 Pouwer10 mælir með því að í eftirliti sé skimað eftir einkennum geðraskana og að sálfræðimeðferð standi til boða þeim sem þurfa. Einnig er lagt til að meðferðaraðili hafi bæði þekkingu á þunglyndi og LÆKNAblaðiö 2009/95 755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.