Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN verk sóttu sér frekar hjálp vegna svefnvandræða. Það að vera sáttur við getu til að leysa vinnutengd verkefni var tengt minni ásókn í meðferð vegna svefnsvanda. Það var ekki munur á bændum og samanburðarhópi þegar kom að því að leita sér meðferðar vegna þunglyndis. Þeir sem sóttu sér meðferð vegna þunglyndis voru frekar yngri einstaklingar, konur og þeir sem töldu vinnu sína óreglulega þannig að verk hlæðust upp eða að verkefni væru of flókin fyrir sig. Það að vera sáttur við getu sína við leysa vandamál í vinnu tengdist sem fyrr minni meðferðarsæknþ einnig hvað varðar þunglyndi. Umræða Þessi rannsókn á íslenskum bændum og samanburðarhópi úr úrtaki þjóðarinnar leiddi ekki í ljós mun milli þessara hópa á algengi geðraskana þegar skimað var eftir þeim með GHQ-12 spurningalistanum. Þetta var öðruvísi en það sem hvatamenn rannsóknarinnar hjá Bændasamtökvmum höfðu gert ráð fyrir og haft áhyggjur af og þar sem nokkrar aðrar erlendar rannsóknir á bændum1'4 höfðu sýnt. Hins vegar eru aðrar rannsóknir á breskum bændum frá 2003 sem hafa fundið að algengi geðsjúkdóma mælt með stöðluðum mælitækjum sé lægra meðal þeirra en á meðal almennings.12 Þannig sýna fyrri rannsóknir að geðheilsa bænda er ýmist betri eða verri en annarra íbúa. Á þessum misvísandi niðurstöðum geta verið nokkrar skýringar. Ein af skýringunum er mögulega að mismunandi mælitæki voru notuð til að meta geðsjúkdóma. Nortvedt og félagar13 skoðuðu réttmæti Hospital Anxiety and Depression-mælikvarðans sem notaður var í rannsókn á bændum í Noregi en þeir fundu vísbendingar um að kvarðinn mæti þxmglyndi karla meira en efni voru til. Helsti kostur þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt er að notaður var vel þekktur mælikvarði.7 Okkar rannsókn sýnir eins og margar aðrar rannsóknir frá öðrum löndum hlutfallslega lágt algengi áfengisvandræða meðal bænda.14'16 Það verður þó að túlka þessar niðurstöður með varúð þar sem bændur sem brugðið hafa búi eru ekki með, hvort sem það er vegna aldurs, heilsubrests eða af öðrum ástæðum. Þá er lágt svarhlutfall til þess að auka á óvissu um túlkun á þessum niðurstöðum. I þessari rannsókn kemur í ljós að bændur eru hins vegar til muna líklegri en aðrir til að hafa einhvern tímann verið ölvaðir við vinnu. Þessi staðreynd verður einna helst skýrð með því að þeir eru sjaldan færir um að taka sér alveg frí frá störfum, og jafnvel þó árshátíð, þorrablót eða annar mannfagnaður sem tengdur er neyslu víns sé uppi, þarf að sinna bústörfum. Það verður að teljast afar sennilegt að þetta tengist ásamt fleiri þáttum hárri slysatíðni í hópnum.17 Reykingar voru heldur fátíðari meðal bænda en annarra líkt og fundist hefur í öðrum rannsóknum.18'19 I þessari rannsókn leituðu karlkyns bændur síður en aðrir karlar læknismeðferðar vegna kvíða, og áfengis- og fíknisjúkdóma. Þetta gæti átt sér nokkrar skýringar. Það eru vísbendingar um að áfengissýki sé sjaldgæfari meðal bænda.14' 16-20 Þá er það mögulegt að þröskuldur bænda til að leita sér hjálpar vegna geðraskana sé meiri en í rannsókn á sjálfsvígum bænda kom fram að þó bændur leituðu heilsugæslu álíka oft og aðrir var mun lægra hlutfall þeirra heimsókna vegna geðraskana.21 Þessi skýring samrýmist allavega að hluta til þeim niðurstöðum sem hér eru kynntar. Þriðja skýringin gæti verið að það er einfaldlega lengra fyrir bændur á heilsugæslustöðina og vegalengdin væri þannig farartálmi. Þessi tilgáta var þó ekki staðfest í þessari rannsókn. Þegar spurt var um almenn geðeinkenni á síðustu 12 mánuðum sögðust mun fleiri bændur finna fyrir kvíða og spennu en í samanburðarhópnum. Margar getgátur eru upp um orsakir kvíða og spennu meðal bænda. í þessu sambandi er rétt að nefna að nokkrar rannsóknir hafa undirstrikað fjárhagsáhyggjur sem sérstakan spennuvald á meðal bænda en hjá þeim tvinnast saman fjárhagur fyrirtækis og heimilis.22-23 Þegar skoðaðir eru streituþættir tengdir nei- kvæðum vinnuþáttum og andlegri vellíðan finnst bændum síður en öðrum að vinnuálag sé of mikið, vinna hlaðist upp eða að þeir hafi of mikið að gera. Hins vegar finnst þeim verkefni sín oftar of flókin eða að þá skorti kunnáttu til að glíma við þau. Þetta styður þá hugmynd að bæta mætti geðheilsu og vinnuumhverfi bænda með átaki í menntun þeirra. Bændur hafa verið sér meðvitaðir um þetta lengi og nægir að benda til umsvifa bændaháskóla og annarra menntastofnana á vegum bænda. Þetta gæti leitt til þess að bændur sinntu síður verkum undir áhrifum áfengis sem er ekki viðunandi og jafnframt styrkja þá þekkingarlegu undirstöðu sem þeir hafa til að leysa flókin verk. Það eru nokkrir styrkleikar við þessa rannsókn. I fyrsta lagi má nefna að hún tekur til allra bænda á Islandi með bústofn af ákveðinni lágmarksstærð. Má því gera ráð fyrir að rannsóknin gefi heildarmynd af bændum á íslandi. Þá voru notaðar aðferðir í rannsókninni sem eru vel þekktar þannig að túlkun gagna er hefðbundin. Aðalannmarki rannsóknarinnar er lágt svar- hlutfall. Þá má færa rök fyrir því sem annmarka að spurningum var beint til þess sem skráður er fyrir búi en ekki allra heimilismanna. Gerir þetta LÆKNAblaðiö 2009/95 767
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.