Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla V. Notkun þátttakenda á tilteknum lyfjum. Lyf Fjöldi Konur Karlar Alls Engin 8 (40%) 20 (58,8%) 28(51,9%) Blóðþrýstingslyf 3(15%) 7 (20,6%) 10(18,5%) Hormónar 1 (5%) 2 (5,9%) 3 (5,6%) Geðlyf 4 (20%) 4 (11,8%) 8(14,8%) Blóðþrýstings- og geðlyf 1 (5%) 0 1 (1,9%) Blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyf 1 (5%) 1 (2,9%) 2 (3,7%) Blóðþrýstingslyf og hormónar 1 (5%) 0 1 (1,9%) Hormónar, blóðþrýstings-.blóðfitulækkandi- og geðlyf 1 (5%) 0 1 (1,9%) notuðu blóðþrýstingslyf. Tæp 19% notuðu geðlyf, þar af 20% kvenna og 11,8% karla. Þegar þátttakendur voru spurðir út í hreyfingu sögðust 22 (39,3%) hafa fengið ráðleggingar um hverskonar hreyfing hentaði þeim best. Af þeim sögðust tíu (45,5%) aldrei eða sjaldan fara eftir þeim ráðleggingum. Þrjátíu og sex (62,5%) þátttakendur sögðust hreyfa sig almennt reglulega, konur í 70% tilfella en karlar í 58,3% tilfella. Flestir sögðust hreyfa sig að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum á viku og að meðaltali sögðust þátttakendur hreyfa sig í rúmlega 60 mínútur í senn. Þegar kom að mataræði sagðist tæplega helmingur þátttakenda „oft" borða þá fæðu á dag sem þeim væri ráðlagt. Einungis einn sagðist aldrei fara eftir ráðleggingum en fimm alltaf. Það hafði marktæka fylgni við þunglyndi hversu vel þátttakendur fóru eftir ráðlögðu mataræði miðað við a=0,05 (r=-0,30, p=0,024) og kvíða miðað við a=0,01 (r=-0,35, p=0,01). Þeir sem fara ekki eftir ráðlögðu mataræði virðast því finna meira fyrir þunglyndi og kvíða en þeir sem fara eftir ráðleggingum. Þegar þátttakendur voru spurðir út í reykinga- og vímuefnaneyslu kom í ljós að einn fjórði þátttakenda reykir. Marktækur munur er á heildarskorum þeirra þátttakenda sem reykja og þeirra sem gera það ekki á kvörðum sem mæla þunglyndi og kvíða eða t (16,97) = 2,53, p=0,022 fyrir þunglyndi og t (20,96) = 3,21, p=0,004 fyrir kvíða. Munurinn var í þá átt að þeir sem reykja mældust með fleiri einkenni kvíða og þunglyndis. Um þrír fjórðu þátttakenda sögðust neyta áfengis. Af þeim sögðust nítján (46,3%) neyta þess Tafla VI. Tengsl stjómar sem þátttakendur töldu sig hafa á sykursýki við HbA1c-gildi og heildarskor á kvörðum sem mæla kvíða, þunglyndi og vandamál tengd sykursýki (PAID). Kvíði Þunglyndi PAID Síðasta HbA1c á barnadeild Fyrsta HbA1c á D-G3 Nýjasta HbA1c á D-G3 Upplifuð stjórn -0,28* -0,36" -0,60" -0,45" -0,43" -0,50" * p<0,05 ** p<0,01 - D-G3 = göngudeild sykursjúkra einu sinni í mánuði eða sjaldnar, nítján (46,3%) tvisvar til fjórum sinnum í mánuði, tveir (4,9%) tvisvar til þrisvar sinnum í viku og einn (2,4%) fjórum sinnum eða oftar í viku. Sex sögðust fá sér einn til tvo drykki á dæmigerðum degi þegar þeir drekka áfengi, fimmtán þrjá til fjóra drykki, fimmtán fimm til sex drykki og sex sjö eða fleiri drykki. Einn þátttakandi sagðist neyta annarra vímuefna en áfengis einu sinni í mánuði eða sjaldnar, einn tvisvar til fjórum sinnum í mánuði og tveir tvisvar til þrisvar sinnum í viku en tveir þátttakendur svöruðu ekki. Fylgni (Spearman rho) á milli áfengisneyslu og fjölda fylgikvilla var ekki marktæk, þótt hún væri nálægt marktektarmörkum (a=0,05) (Spearman rho=- 0,26, p=0,06). Fylgni áfengisneyslu og fjölda lyfja var marktæk miðað við a=0,01 (Spearman rho=- 0,48, p=0,001). Þeir sem nota fleiri lyfjategundir virðast neyta áfengis og annarra vímuefna sjaldnar og í minna magni. Rúmlega helmingur þátttakenda eða 31 sögðust fylgjast með umræðu og fræðslu um sykursýki og 29 þátttakendur töldu sig vita frekar mikið um sjúkdóminn. Flestir þátttakendur eða 38 töldu sig stjórna sykursýkinni „nokkuð" til „talsvert" vel. Fimm karlar töldu sig stjórna sykursýkinni vel en það gerði engin kona. Fimm karlar og fimm konur töldu sig stjóma sykursýkinni „frekar illa", engin kona taldi sig stjóma sykursýkinni illa en það gerðu tveir karlar. Eins og sjá má í töflu VI hafði sú stjórn sem þátttakendur töldu sig hafa á sykursýki marktæka neikvæða fylgni við allar þrjár HbAlc-mælingar, þannig að því meiri stjóm sem þeir töldu sig hafa þeim mun lægra var HbAlc-gildi þeirra. Marktæk fylgni reyndist vera á milli þess hve mikla stjórn þátttakendur töldu sig hafa á sykursýkinni og kvíða, þunglyndis og upplifunar á vandamálum tengdum því að vera með sykursýki (PAID). Eftir því sem þátttakendur töldu sig hafa betri stjóm þeim mun minna virtust þeir finna fyrir þunglyndi, kvíða og vandamálum tengdum því að vera með sykursýki. Umræða Flestir sem eru með insúlínháða sykursýki grein- ast á unga aldri og eru í reglubundnu eftirliti á göngudeild fyrir börn og unglinga til um 18 ára aldurs. Hingað til hefur reynslan bent til þess að oft dragi úr mætingu í eftirlit þegar þeir flytjast af göngudeild fyrir börn og unglinga yfir á göngu- deild fullorðinna. Greinin varpar ljósi á þá þætti sem þarf að huga betur að í meðferð eftir flutning af göngudeild fyrir börn og unglinga yfir á göngu- deild fullorðinna. 758 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.