Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Ofnæmi og húðsýking eftir notkun á hennahúðflúri - sjúkratilfelli Hjalti Már Björnsson1’2 lyflæknir Ása Elísa Einarsdóttir1 barnalæknir Michael V. Clausen34 barna- og ofnæmislæknir Lykilorð: ofnæmi, húðsýking, hennalitarefni. ’Slysa- og bráðadeild Landspítala, 2Eastern Virginia Medical School, Norfolk VA, 3göngudeild í ofnæmissjúkdómum, 4Barnaspítala Hringsins, Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Hjalti Már Björnsson, lyflæknir, hjaltimb@gmail. com Ágrip Lýst er sjúkrasögu 10 ára drengs með ofnæmis- útbrot eftir notkun á svörtu hennagervihúðflúri. Sextán dögum eftir að sjúklingur hafði borið hennaefnið á kom hann á slysa- og bráðadeild en þá var talið að sýking væri komin fram í útbrotum. Utbrotin voru meðhöndluð með sterasmyrsli og töflum, auk þess sem sýkingin, sem reyndist af völdum S. Aureus, var meðhöndluð með diklóxacillíni (Staklox®). Notkun á hreinu henna- litarefni er lögleg en hefur reynst skaðleg í dýratilraunum. Parafenýlendíamín (PPD) sem blandað hefur verið í henna til að ná fram dekkri lit á húðinni er vel þekkt að því að valda ofnæmisútbrotum. Sjúkrasaga Sjúklingur var 10 ára gamall hraustur drengur sem hafði ekkert þekkt ofnæmi fyrir frjókornum, fæðu eða lyfjum. Hann hafði þó áður fengið útbrot í sól sem talið var sólarexem. Sextán dögum fyrir komuna á spítalann hafði hann verið staddur á sólarstað á Spáni og látið setja hennagervihúðflúr á upphandlegg. Samkvæmt leiðbeiningum skyldi þvo litinn af eftir hálftíma en það gleymdist yfir nótt. Strax fyrstu nóttina kom fram kláði undan flúrinu. Tólf dögum eftir að flúrið var sett á húðina var dökkur liturinn horfinn úr flúrinu en það enn talsvert upphleypt. Bólur komu fram sem stækkuðu og mynduðu hrúður og þar að auki fór að bera á roða og kláðinn varð meira áberandi. Móðirin bar aloevera-krem á útbrotin en á 15. degi fór að vessa meira undan hrúðrinu. A 16. degi er komið með drenginn til skoðunar á slysa- og bráðadeild Landspítala. Var hann þá hitalaus en á hægri upphandlegg voru upphleypt bólguviðbrögð undan gervihúðflúrinu sem talin voru stafa af yfirborðslægri húðsýkingu (mynd 1). Strok var tekið úr hrúðrinu og sent til ræktunar. Sýkingin var meðhöndluð með diklóxacillín (Staklox®) hylkjum, 250 mg fjórum sinnum á dag um munn í 10 daga. Sama kvöld bar móðirin hydrókortisón (Mildison®) á hluta roðablettsins, en daginn eftir reyndist það svæði líta heldur verr út. Drengurinn fór því til skoðunar á Barnaspítala Hringsins. Hann reyndist hitalaus en áfram talinn hafa sýkingu í útbrotunum. Hrúðrið var hreinsað upp og borinn á Silfur súlfadíazín 1,0% (Flama- zine®) sýkladrepandi áburður, lögð paraffíngrisja (Bactigras®) og þurrar grisjur þar ofan á. Mynd 1. Ofnæmisúitbrot eftir hennahúðflúr. LÆKNAblaðið 2009/95 771
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.