Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 70

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 70
Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu. Samtengt bóluefni gegn pneumokokkum, aðsogað. J07AL 02 RO Virk innihaldsefni og styrkleikar: Hver 0,5 ml skammtur inniheldur: Pneumokokka fjölsykrungur sermisgerð 4* 2 pg.Pneumokokka fjölsykrungur sermisgerö 6B*4 ug Pneumokokka fjölsykrungur sermisgerö 9V* 2 pg. Pneumokokka fjölsykrungur sermisgerö 14* 2 pg. Pneumokokka fásykrungur sermisgerð 18C* 2 pg.Pneumokokka fjölsykrungur sermisgerö 19F* 2 pg Pneumokokka fjölsykrungur sermisgerö 23F* 2 pg.*Tengt CRM197 flutningspróteini og aösogaö á álfosfat (0,5 mg). Lyfjaform: Stungulyf, dreifa. Bóluefmö er einsleit hvít dreifa. Ábendingar: Virk ónæmisaðgerð gegn sýkingum af völdum Streptococcus pneumoniae af sermisgerðum 4, 6B, 9V, 14, 18C, 19F og 23F (þar með talið blóösýkingu (sepsis), heilahimnubólgu, lungnabólgu, bakteríum í blóði og bráðri miðeyrnabólgu) hjá ungbörnum og börnum á aldrinum frá 2 mánaða til 5 ára. Notkun Prevenar ætti að ákveða á grundvelli opinberra leiöbeininga, að teknu tilliti til áhrifa djúpra sýkinga hjá mismunandi aldurshópum, ásamt breytileika í faraldsfræöi sermisgerða og áhrifa sjúkdómsins á mismunandi landsvæðum. Skammtar og lyfjagjöf: Bóluefnið skal gefiö sem innspýting í vööva. Æskilegir stungustaðir eru utanvert á framanverðu læri (vastus lateralis vöðvi) hjá ungbörnum, en í axlarvöðva (deltoid) upphandleggs hjá ungum börnum. Bólusetningaráætlanir fyrir Prevenar skulu gerðar eftir opinberum leiðbeiningum. Unabörn á aldrinum 2 - 6 mánafla: Frumbólusetningaráætlun samanstendur af þremur skömmtum, 0,5 ml hver, fyrsti skammturinn venjulega gefinn viö 2 mánaða aldur og skal a.m.k. 1 mánuður liöa á milli skammta. Mælt er með aö gefa fjórða skammtinn á öðru aldursári barnsins. Þegar Prevenar er gefið sem hluti af ungbarnabólusetningum, getur önnuö leið komiö til greina. Fyrsta skammtinn má gefa frá tveggja mánaða aldri og annan skammt a.m.k. 2 mánuðum seinna. Þriðji skammturinn (örvunarskammtur) er gefinn við 11-15 mánaða aldur. Óbólusett eldri unqbörn oq börn: Unqbörn á aldrjnum 7 til 11 mánafla: Tveir skammtar, 0,5 ml hvor, meö a.m.k. 1 manaöar millibili. Mælt er með að gefa þriðja skammtinn á öðru aldursári barnsins. Börn á aldrinum 12 til 23 mánaða: Tveir skammtar, 0,5 ml hvor, gefnir með a.m.k. 2 mánaða millibili. Börn á aldripqm 24 mánaða til 5 ára: Einn skammtur. Þörfin fyrir örvunarskammt eftir þessar bólusetningaráætlanir hefur ekki verið metin. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju hjálparefnanna eða barnaveikitoxóiði. Sérstök varnaöarorö og varúöarreglur við notkun: Eins og viö á um önnur bóluefni ætti að fresta bólusetningu með Prevenar hjá börnum með bráð veikindi og sótthita. Eins og við á um öll bóluefni til innspýtingar skal viðeigandi læknishjálp og eftirlit vera aðgengilegt ef sjaldgæf bráðaofnæmisviðbrögö eiga sér stað í kjölfar bólusetningar. Þegar veriö er aö frumbólusetja fyrirbura (sem fæddir eru £ 28 vikna meögöngu) og sérstaklega þá sem hafa sögu um vanþroskuð öndunarfæri skal hafa i huga hugsanlega hættu á öndunarstöðvun og þörfina fyrir eftirlit með starfsemi öndunarfæra í 48-72 klst. Þar sem ávinningur af bólusetningu er mikill hjá þessum hópi ungbarna, skal ekki hætt við bólusetningu eða henni frestað. Prevenar veitir ekki vernd gegn öðrum Streptococcus pneumoniae sermisgeröum en þeim sem eru í bóluefninu né öörum sýklum sem valda djúpum sýkingum eða miöeyrnabólgu. Bóluefnið ætti ekki að gefa ungbörnum eða börnum með blóöflagnafæð eða einhvern blæðingarsjúkdóm, sem mælir gegn innspýtingu í vööva, nema að ávinningur sé talinn meiri en möguleg áhætta við inngjöf. Þótt einhver mótefnasvörun geti oröið viö barnaveikistoxóíði, þá kemur ónæmisaögerö með þessu bóluefni ekki í staðinn fyrir hefðbundna ónæmisaðgerð gegn bamaveiki. Fyrir börn á aldrinum 2ja til 5 ára, var farið eftir bólusetningaráætlun með einu bóluefni. Hærri tíðni staðbundinna aukaverkana, sérstaklega eymsla, hefur komið fram hjá börnum eldir en 24 mánaöa borið saman við hjá ungabörnum. Börn með skerta ónæmissvörun, hvort sem það er vegna ónæmisbælandi meðferðar, arfgerðargalla, HlV-sýkingar eða annarra orsaka, geta haft minnkaða mótefnasvörun við bólusetningu. Takmörkuð gögn hafa sýnt fram á að Prevenar (þriggja skammta frumbólusetningaráætlun) kallar fram viðunandi ónæmissvar hjá ungabörnum með sigðkornablóðleysi, meö öryggi svipað þvi sem gerist hjá hópum sem ekki eru í aukinni áhættu (sjá kafla 5.1). Upplýsingar um öryggi og ónæmisvirkni eru enn ekki tiltækar fyrir börn i öðrum áhættuhópum fyrir alvarlegum pneumokokka sýkingum (t.d. börn meö aðra meöfædda eða áunna vanstarfsemi milta, HlV-sýkingu, illkynja sjúkdóma, nýrungaheilkenni).Bólusetningu hjá börnum í áhættuhópum skal meta fyrir hvern og einn. Börn undir 2 ára aldri eiga að fá viðeigandi Prevenar bólusetningu samkvæmt bólusetningaráætlun (sjá 4.2). Notkun samtengds pneumokokka bóluefnis kemur ekki í stað notkunar á 23-gildu pneumokokka fjölsykrunga bóluefni í börnum > 24 mánaða, með sjúkdóma sem setja þau í meiri hættu á að fá sýkingu af völdum Streptococcus pneumoniae (s.s. sigökornablóöleysi, miltisleysi, HlV-sýkingu, langvinna sjúkdóma eða þau sem eru ónæmisbæld). Börn > 24 mánaða í áhættuhóp, sem áður hafa fengið Prevenar, ættu að fá 23 gilt-pneumokokka fjölsykrunga boluefm þegar ráðlegt er. Mælt er með, að biliö á milli samtengds pneumokokka bóluefnis (Prevenar) og 23-gilds pneumokokka fjölsykrunga bóluefnis, sé að minnsta kosti 8 vikur. Engar upplýsingar eru fáanlegar um það hvort bólusetning barna með 23-gildu pneumokokka fjölsykrunga bóluefni, hvort sem þau hafa verið bólusett áður með Prevenar eða ekki, geti leitt til lélegri svörunar við frekari bólusetningu meö Prevenar.Læknar ættu að gera sér grein fyrir að niðurstöður klínískra rannsókna benda til að hiti í kjölfar bólusetningar sé algengari þegar Prevenar er gefið samhliða sex-gildu bóluefni (DTaP/Hib(PRP-T)/IPV/HepB) en þegar aðeins er bólusett með sexgilda bóluefninu. . Þessi viðbrögð voru oftast mild (hiti 39°C eða minni) og skammvinn.Hitalækkandi meðferö ætti að hefja í samræmi viö leiðbeiningar viðkomandi heilsugæslu. Mælt er með fyrirbyggjandi gjof hitalækkandi lyfja: 1) fyrir öll börn sem fá Prevenar samhliða öðrum bóluefnum sem innihalda heilfrumu kíghóstabóluefni, vegna hærri tíðni sótthita. 2) fyrir börn með krampasjúkdóma eða með sögu um hitakrampa. Ekki má gefa Prevenar í æö. Sama gildir um Prevenar og önnur bóluefni, að ekki er víst að allir einstaklingar sem fá bóluefnið séu varðir fyrir pneumokokka sýkingu. Auk þess er búist við af sermisgerðum bóluefnisins, aö vörn gegn miðeyrnabólgu sé talsvert minni en vörn gegn djúpum sýkingum. Þar sem miöeyrnabólga getur verið af völdum margra mismunandi lífvera, annarra en pneumokokka sermisgerða, sem eru í bóluefninu, er vörn gegn öllum miðeyrnabólgusýkingum talin vera lítil.Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Prevenar má gefa samtímis öðrum bóluefnum fyrir börn, sem gefin eru samkvæmt hefðbundinni áætlun ónæmisaðgerða. Þegar mismunandi bóluefni til innspýtingar eru gefin, skal nota mismunandi stungustaði. Ónæmissvörun við hefðbundnum barnabóluefnum, gefnum samtímis Prevenar, á mismunandi stungustöðum, var metin í 7 klínískum rannsóknum. Mótefnasvörun við samtengdu Hib-stífkrampa- prótein (PRP-T), stífkrampa og lifrarbólgu B (HepB) bóluefnum, var svipuö og í samanburöarhóp. Fyrir samtengt Hib bóluefni byggt á CRM, varö vart aukinnar mótefnasvörunar við Hib og barnaveiki hjá ungbörnum Við örvunarskammt varð vart einhverrar lækkunar á Hib mótefnagildum en öll börn höfðu nægan mótefnatíter. Vart var við breytilega minnkun í mótefnasvörun við kíghósta mótefnavaka og mænusóttarbóluefni (sem inniheldur dauða veiru) (IPV). Klinísk þýöing þessara milliverkana er ekki þekkt. Takmarkaðar niðurstöður úr opinni rannsókn sýndu fram á ásættanlega mótefnasvörun viö MMR og hlaupabólu. Gögn varðandi notkun Prevenar samhliða Infanrix hexa (DTaP/PRP-T/IPV/HepB) bóluefni hafa ekki sýnt fram á neinar klínískt mikilvægar milliverkanir varðandi mótefnamyndun viö hverjum mótefnavaka fyrir sig þegar gefið sem þriggja skammta frumbólusetning. Nægilegar upplýsingar um milliverkun þegar Prevenar er gefið samhliða öðrum sexgildum bóluefnum liggja enn ekki fyrir. Upplýsingar eru ekki fáanlegar varðandi samtimis gjöf á Prevenar og samtengdu meningókokka C bóluefni (MnCC). Samt sem áður hafa niðurstöður frá rannsókn sem gerö hefur verið með samsettu bóluefni (samtengt 9-gilt pneumókokkal-CRM197 bóluefni og samtengt meningókokka bóluefni af sermisgerð C-CRM197 (9vPnC- MnCC)), sem inniheldur m.a. sömu 7 samtengdu pneumókokka sermisgerðirnar og eru í Prevenar, sýnt að MnC sermistitri bakteríudrepandi mótefna var lægri hjá þeim einstaklingum sem fengu þessa bíöndu en hjá þeim sem fengu MnCC bóluefniö eitt sér, þó aö nánast allir einstaklingarnir hafl náð sermistítra a.m.k. 1:8. Auk þessa virtist vera tilhneiging til lægri MnC mótefnatitra við 12 mánaða aldur hjá börnum sem höfðu lokiö frumbólusetningu með samsetta bóluefninu. Þess vegna ætti sá sem ávísar bóluefninu að meta mögulega víxlverkun ónæmissvörunar milli mótefnasvara Prevenar og MnCC bóluefna, á móti þeim þægindum sem fylgja því aö gefa þessi bóluefni samtímis. Aukaverkanir: Öryggi bóluefnisins var metið í mismunandi klínískum rannsóknum, á fleiri en 18.000 heilbrigðum ungbörnum (6 vikna til 18 mánaöa). Mat á öryggi bóluefnisins er að stærstum hluta byggt á virknirannsóknum, þar sem 17.066 ungbörn fengu 55.352 skammta af Prevenar. Einnig hefur öryggi hjá áður óbólusettum eldri börnum verið metið.l öllum rannsóknunum var Prevenar gefið samhliða öörum hefðbundnum barnabóluefnum. Á meðal algengustu aukaverkana sem greint var frá, voru viðbrögð á stungustað og hiti.Ekki varð mótsagnalaust vart aukinna aukaverkana, hvorki staðbundinna né almennra, við endurtekna skammta í frumbólusetningu eða við örvunarskammt, í undantekningar tilfellum kom fram aukin tíðni skammvinnra eymsla (36,5%) og við örvunarskammt kom fram eymsli við hreyfingu útlima (18,5%).Hjá eldri börnum sem fengið hafa einn skammt hefur verið skráð hærri tíðni á staöbundnum aukaverkunum en hjá ungbörnum. Þessar aukaverkanir voru skammvinnar. I rannsókn eftir markaðsetningu þar sem 115 börn á aldrinum 2 til 5 ára voru eymsli skráð hjá 39.1% þar af 15.7% þar sem eymsli höföu áhrif á hreyfmgu útlima. Roði kom fram í 40% tilfalla og herslismyndun var skráð hjá 32,2% af hópnum. Roði eða herslismyndun > 2 cm í þvermál var skráð hjá börnum 22,6% og 13,9%. Þegar Prevenar var gefið samtímis sexgildu bóluefni (DTaP/Hib(PRP-T)/IPV/HepB), var tilkynnt um hita £38°C í 28,3% - 48,3% ungbarna sem fengu Prevenar og sexgilt bóluefni á sama tíma, samanborið við 15,6% - 23,4% þeirra sem eingöngu fengu sexgilt bóluefni. Hiti hærri en 39,5% mældist hjá 0,6 - 2,8% ungbarna sem fengu Prevenar og sexgilt bóluefni.Hitahækkun var algengari hjá börnum sem fengu heilfrumu kíghóstabóluefni samhliða. I rannsókn sem í tóku þátt 1.662 börn, var skýrt frá hita > 38°C, hjá 41,2% barna sem fengu Prevenar samtimis DTP, á móti 27,9% hjá samanburðarhópnum. Skýrt var frá hita > 39° hjá 3,3% barna á móti 1,2% hjá samanburöarhóp. Skráðar aukaverkanir sem fram hafa komiö í klínískum rannsóknum eða eftir að markaðsleyfi var gefið út (post-marketing experience), eru flokkaðar eftir áhrifum á líkama og tíöni og eiga við um alla aldurshópa. Tíöni aukaverkana er skilgreindar á eftirfarandi hátt: mjög algengar: > 1/10, algengar: > 1/100 og < 1/10, sjaldgæfar: > 1/1.000 og < 1/100, mjög sjaldgæfar: > 1/10.000 og < 1/1.000, örsjaldan koma fyrir: £ 1/10.OOO.Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst. Blóð og eitlar: Örsjaldan koma fyrir:Eitlastækkun í grennd við stungustaö.Onæmiskerfi: Mjog sjaldgæfar: Ofnæmisviðbrögö eins og bráðaofnæmis/bráðaofnæmislík viðbrögð, þar með talið lost, ofsabjúgur, berkjukrampi, andnauö, bjúgur í andliti. Taugakerfi: Mjög sjaldgæfar:Krampar, þar meö taliö hitakrampi. Meltingafæri: Mjög algengar:Uppköst, niöurgangur, minnkuð matarlyst. Húð og undirhúð: Sjaldgæfar:Útbrot/ofsakláði. Örsjaldan koma fyrir:Regnbogaroðasótt. Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað: Mjög algengar:Aukaverkanir á stungustað (t.d. roði, herslismyndun/bólga, verkur/eymsli);hiti yfir > 38°C, pirringur, grátur, svefnhöfgi, svefntruflanir. Algengar: Bólga/herslismyndun og roði á stungustaö >2,4 cm, eymsli sem hafa áhrif á hreyfingar, hiti >39°C. Mjög sjaldgæfar:Máttleysisköst með lélegri svörun við áreiti, ofnæmisviðbrögð á stungustað (t.d. húðbólga, kláði, ofsakláöi). Öndunarstöðvun hjá fyrirburum sem fæðst hafa mikið fyrir tímann (£ 28 vikna meðganga). Dagsetning samþykktar textans: 20. 06. 2008. Pakkning og verö apríl 2009: 0,5 ml áfyllt sprauta 12.651 kr. Stytt útgáfa sérlyfjatexta, sjá allan textann á vyww,lyfÍ9gtófnún ig icepharma Wyeth 806 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.