Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 55
Hávar Sigurjónsson UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR UMHVERFISMÁL Ovelkominn innrásarvíkingur Skógarmítill, Ixodes ricinus, er nýr landnemi í pödduflórunni á Islandi og ekki aufúsugestur að margra mati. Kvikindið er þekkt fyrir að bera í sér bakteríuna Borrelia burgdorferi sem veldur Lyme-sjúkdómi en þó skal strax tekið fram að einungis 5% af skógarmítlinum bera hana með sér. Skógarmítillinn (tick) er blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, og heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotni. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa sem á leið hjá, oftast meðalstór eða stór spendýr eins og hjartardýr eða sauðkindur. Ungviði skógarmítilsins leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna fugla. Til skamms tíma hefur skógarmítill að líkindum ekki þrifist hér vegna veðurskilyrða þó hann hafi um Iangt skeið borist hingað reglulega með fuglum. Nú bregður hins vegar svo við að með hlýnandi veðurfari bendir ýmislegt til að skógarmítillinn geti lifað af eftir ferðalag til landsins. Erling Ólafsson skordýrafræðingur á Náttúru- fræðistofnun íslands ritar eftirfarandi á vef stofn- unarinnar: Fyrsti skógarmítill sem fannst hér á landi var tekinn af þúfutittlingi er skotinn var í Surtsey 5. maí 1967, þá nýlentur eftir flug frá vetrarstöðvum í Evrópu. Þar með fékkst staðfesting á því að tegundin gæti borist til landsins með fuglum. Það var ekki fyrr en í lok aldarinnar (1998) að skógarmítill fannst hér á ný ef ógetið er óstaðfestra sögusagna og lýsinga á fyrirbærum sem átt gætu við um hann. Upp frá þessu fór tilfellum fjölgandi og nýir fundarstaðir komu fram í öllum landshlutum. Langflest tilvikin voru þó frá suðvesturhorninu. í einhverjum tilvikum mátti rekja fundina til heimkomu fólks frá útlöndum en í öðrum ekki. Skógarmítlar tóku að finnast á fólki og hundum eftir útivist í íslenskri náttúru. Skógarmítill er að öllum líkindum orðinn landlægur. Það þarf ekki að koma á óvart því útbreiðsla hans er að færast norðar með hlýnandi loftslagi. I Færeyjum fannst skógarmítill fyrst í maí 2000 en um var að ræða ungviði á steindepli. Tilfellum hefur fjölgað í Færeyjum síðan. Það er athyglisvert að í maí 2009 fundust mörg ungviði skógarmítils einnig á steindepli sem fannst nýdauður í Reykjavík. Yngsta ungviðið líkist fullorðnum dýrum í sköpulagi en hefur aðeins þrjú pör fóta í stað fjögurra. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Læknablaðið að ekki hefði enn verið staðfest að skógarmítlar á íslandi bæru í sér Borrelia burgdorferi og þar til það kæmi óyggjandi fram væri ekki hægt að fullyrða neitt. „Þar sem skógarmítillinn er landlægur er fólk vant því að leita að honum á líkama sínum eftir útivist í skógi eða graslendi og hann er í sjálfu sér hættulaus ef hann er tekinn af húðinni innan við sólarhring eftir að hann nær að festa sig. Bakterían sem veldur Lyme-sjúkdómi í mönnum kemst ekki í blóðrás hýsilsins nema mítillinn sjúgi blóð mjög lengi. Hérlendis er fólk ekki vant þessari pöddu og því er full ástæða til að vara við henni. Mér vitanlega hafa einungis tvö tilfelli Lyme-sjúkdóms verið staðfest hérlendis og bæði mátti rekja til smits erlendis. Við vitum því ekki af neinu tilfelli um Lyme-sjúkdóm sem á uppruna sinn hér á landi. Læknar ættu þó að hafa Lyme-sjúkdóminn í huga ef til þeirra leitar fólk með þannig einkenni úr því að skógarmítillinn er orðinn landlægur." LÆKNAblaðið 2009/95 791
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.