Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 44
 UMRÆÐUR O G F R É T T 1 R LÆKNAFÉLAG í S L A N D S Læknafélag íslands verður að rifa seglin Framundan eru heilmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri Læknafélags íslands að sögn formannsins, Birnu Jónsdóttur. Fram kom á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Selfossi í september síðastliðnum, að æskilegt væri að minnka launakostnað félagsins 12% á næsta ári og draga saman annan kostnað eftir föngum. Læknablaðið innti Birnu eftir því hvernig gengið yrði í þessi verk. Hávar Sigurjónsson „Þetta er ekkert flókið. Við gerum þetta eins og fyrir okkur er lagt og spörum þar sem hægt er að koma því við," segir Birna. „Við höfum sagt okkur úr samstarfi við erlend læknasamtök eftir því sem við teljum okkur komast af án. Félagsgjöld okkar í þessi félög hafa tvöfaldast á árinu vegna gengisbreytinga og þegar við bætist ferðakostnaður er þetta spamaður upp á nær 2 milljónir á ári. Við erum enn aðilar að CPME, sem er fastanefnd Evrópusamtaka lækna í Brussel, enda teljum við ekki hægt að vera utan þeirra. Við vorum reyndar byrjuð að íhuga fyrir bankahrunið hvort peningum félagsins væri nægilega vel varið með svo dreifðri þátttöku í erlendum samtökum og niðurstaðan er sú að við höfum sagt okkur úr Evrópusamtökum sérfræðinga, Evrópusamtökum heimilislækna og Evrópusamtökum unglækna. En við tökum þátt í starfi heimssamtaka lækna, WMA." Birna segir stjórn Læknafélagsins stefna að því að minnka heilar stöður á skrifstofu félagsins. „Við ættum samt að geta haldið óbreyttri þjónustu með því að verkefni færist milli starfsmanna. Það vill svo til að Gunnar Ármannsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri og lögfræðingur félagsins um átta ára skeið, hættir nú 1. nóvember, og það má segja að eini ljósi punkturinn við það mál, því okkur er mikil eftirsjá að Gunnari, er að með því gefst tækifæri til að endurskipuleggja störf hagfræðings, lögfræðings og formanns félagsins. Þetta voru þrjár heilar stöður en Sólveig Jóhannsdóttir hagfræðingur félagsins tók að sér framkvæmdastjórn félagsins tímabundið í sex mánuði og með því gefst stjórninni svigrúm til að átta sig á því hvemig best er að koma þessu fyrir." Birna segir vissulega koma til greina að ráða lögfræðing í hlutastöðu en Gunnar Ármannsson gegnir enn starfi lögfræðings fram til 1. desember og Sólveig er ráðin í starf framkvæmdastjóra til 1. mars. Þá verður að sögn Birnu einnig endurskipulögð önnur starfsemi skrifstofunnar, verkefni færð milli starfsmanna þannig að launa- kostnaður í heild náist niður. Gengið á eigið fé Birna segir að félagið hafi verið rekið með tapi árið 2008 og fyrirsjáanlegt sé tap á rekstrinum á þessu ári. „Það hefur gengið á eigið fé félagsins frá aldamótum. Þá átti félagið talsverða sjóði og fjármagnstekjur greiddu niður rekstur félagsins að umtalsverðu leyti. í bankahruninu töpuðust um 30% af eigin fé félagsins sem ávaxtað var í peningamarkaðssjóðum og einnig gekk talsvert á eigið fé þegar aðalfundur félagsins 2007 ákvað að gefa 25 milljónir til Lækningaminjasafns á Seltjarnarnesi. Það var nærri helmingur af eigin fé félagsins á þeim tíma. Núna höfum við engar fjármagnstekjur og það hefur auðvitað sín áhrif." Birna nefnir beinharðar tölur máli sínu til stuðnings. „Árið 2000 kostaði rekstur félagsins 33 milljónir og fjármagnstekjur voru 7-8 milljónir. Á þessu ári er kostnaðurinn áætlaður 68 milljónir en fjármagnstekjurnar eru neikvæðar. Okkar vandi er reyndar ekkert einsdæmi, flestöll félög glíma við sama vanda og eru að ganga á eigið fé." Aðalfundurinn á Selfossi samþykkti hækkun 780 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.