Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.11.2009, Blaðsíða 40
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR KRABBAMEINSRANNSÓKNIR Lífshættir hafa afgerandi áhrif á krabbameinstíðni Niðurstöður viðamikillar rannsóknar á nýgengi krabbameina hjá starfshópum á Norðurlöndum sýna að þrátt fyrir meint jafnræði þegnanna hafa lífshættir, menntun og aðrar aðstæður starfshópa afgerandi áhrif á krabbameinstíðni. Engu að síður eru vinnutengdir þættir einnig mikilvægir varðandi tilurð krabbameina. Dæmi um slíkt sem staðfest er í þessari rannsókn er til dæmis asbestmengun (fleiðrukrabbamein), viðarryk (krabbamein í nefi) og útfjólubláir geislar sólar (krabbamein í vörum). Bændur og garðyrkjumenn reyndust í minnstri hættu að fá krabbamein. í mestri hættu voru þjónar og annað starfsfólk veitingahúsa auk annarra starfsstétta sem hafa auðvelt aðgengi að tóbaki og áfengi. Meiri munur sást hjá körlum en konum. Hávar Könnunin var mjög umfangsmikil og fylgst var SÍQlirjÓnSSOn með hópunum í allt að 45 ár. Um var að ræða 15 milljón manns á aldrinum 30-64 ára sem gáfu upplýsingar í manntölum 1960, 1970, 1980/1981 og 1990 í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland tekur þátt í rannsókn af þessu tagi og byggt var á gögnum manntalsins frá 1981. Krabbameinsskrá íslands og rannsóknastofa í vinnuvernd stóðu að rannsókninni af íslands hálfu en upplýsingar úr manntalinu fengust frá Hagstofu íslands. Það voru þær Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, gestaprófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ og fyrrverandi sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, og Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við læknadeild HÍ og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár íslands, sem unnu að rannsókninni fyrir íslands hönd. Varðandi möguleika á upplýsingum frá íslandi til þátttöku í rannsókn af þessu tagi segir Hólmfríður að rannsóknin sé endurtekning fyrri rannsóknar sem gerð var áður á hinum Norðurlöndunum, niðurstöður þeirrar rannsóknar birtust 1999. „Okkur íslendingum bauðst að taka þátt þá en við höfðum ekki tiltæk, nýtanleg gögn. Vissulega hafa verið tekin manntöl á Islandi af og til allt frá 1703 til 1981 en þessi manntöl voru ekki tilbúin til samkeyrslu við aðrar skrár. Þegar okkur bauðst að taka þátt í rannsókninni núna fengum við Hagstofuna í lið með okkur við að útbúa manntalið frá 1981 þannig að það væri nothæft í rannsókninni. Síðan hefur ekki verið tekið manntal á íslandi, en þegar manntölin voru tekin var bókstaflega gengið í hús og hver einasti íslendingur yfir 16 ára aldri spurður um menntun, bústað og atvinnu svo helstu atriði séu nefnd." Þær segja að þjóðskráin komi að nokkru leyti í stað manntals en þó vanti þar ýmsar upplýsingar svo hægt sé að nýta hana til rannsóknar af þessu tagi. „Manntalið var svo keyrt saman við Krabba- meinskrána og einkennisnúmer notuð í stað kenni- talna og þannig fengust þær upplýsingar um tengsl krabbameina og lífshátta sem rannsóknin beinist að," segir Laufey. Skýrari tengsl krabbameina og starfa hjá körlum en konum Laufey skýrir aðferð rannsóknarinnar þannig að nýgengi krabbameina í manntalshópunum var skoðað fram til ársins 2005 en 2,8 milljónir krabbameinstilfella greindust hjá öllum hópnum á þessu tímabili. Rannsóknin var ferilrannsókn þar sem kennitölur (eða einkennisnúmer) í mann- tölum voru tengdar krabbameinsskrám í hverju hinna fimm Norðurlanda. „Upplýsingar um starf voru gefnar í mann- tölunum með þeim hætti að fólk skrifaði hvaða starfi það gegndi en störfin voru kóðuð hjá hagstofu hvers lands. í þessari rannsókn voru upprunalegu starfskóðarnir endurflokkaðir í 53 starfaflokka og einn flokk fólks sem ekki var á atvinnumarkaði. Krabbameinin voru flokkuð í 49 flokka. Reiknað var út hvort nýgengi krabbameina væri hærra eða lægra en vænta mátti hjá tilteknum starfshópum borið saman við þjóðina almennt. í ljós kom að nýgengi krabbameina var ólíkt hjá ólíkum starfshópum einkum meðal karla. Hjá konum var munur milli hópa ekki eins afgerandi." „í Evrópu þar sem rannsóknir af þessu tagi 776 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.