Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 7
Sigurður
Böðvarsson
sigurdbo@landspitali.is
Höfundur er lyf- og
krabbameinslæknir
á Landspítala og
Læknasetrinu.
MSc. í stjórnun
heilbrigðisþjónustu og
formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
The Role of
Physicians in Health
Care Efficiency
Sigurdur Bodvarsson
MD
M.Sc. Health Care
Management
Internal Medicine &
Medical Oncology
Landspitali University
Hospital
Reykjavik lceland
RITSTJÓRNARGREINAR
Hlutverk lækna í hagræðingu
innan heilbrigðiskerfisins
Á Læknadögum í janúar 2010 stóð ég fyrir
málþingi um hlutverk lækna í hagræðingu innan
heilbrigðiskerfisins. Frummælendur á þinginu
voru sex góðir kollegar sem komu úr hinum ýmsu
sérgreinum læknisfræðinnar. Þetta voru þau Óskar
Reykdalsson heilsugæslulæknir, Michael Clausen
barnalæknir, Engilbert Sigurðsson geðlæknir,
Helgi Sigurðsson krabbameinslæknir, Elísabet
Benedikz bráðalæknir og Þorbjörn Guðjónsson
hjartalæknir. Þingið var vel sótt og nú hefur
Læknablaðiö ákveðið að gera því góð skil með
birtingu samantektar á framsögu hvers læknis í
næstu tölublöðum. Óskar Reykdalsson ríður á
vaðið að þessu sinni.
Heilbrigðisþjónusta er um margt sérstæð
þjónusta. Eftirspum eftir henni er takmarkalaus
en bjargir (resources) takmarkaðar. Því er það
deginum ljósara að ekki er hægt að gera allt fyrir
alla. Forgangsröðun á því hvernig við ætlum að
verja fjármunum til heilbrigðisþjónustu er því
óhjákvæmileg og því fyrr sem við gerum okkur
grein fyrir því, því betra. Mörgum þykir óþægilegt
að ræða forgangsröðun og á það jafnt við um
lækna og stjórnmálamenn. Hvorum hópnum um
sig þykir forgangsröðun eiginlega vera einkamál
hins. Eg er þeirrar skoðunar að í þessu sem öðru
eigi að fara saman þekking, reynsla og ábyrgð.
Því sé forgangsröðun verkefni lækna. Læknar
verða í þessu tilliti að hafa í huga aldagömul
siðalögmál sín og heit við sjúklinga um leið og
þeim ber að sýna ábyrgð gagnvart samfélagi, það
er þriðja aðila sem stendur straum af kostnaði við
þjónustuna að mestu leyti. Þessi hlutverk lækna
eiga ekki að vera andstæð, heldur eiga hagsmunir
sjúklinga og samfélags vel að geta farið saman og
það er lækna að gæta hagsmuna þeirra beggja.
Upplýsingar eru stjórnsýslunni nauðsynlegar
rétt eins og peningar fjármálakerfinu. Til að
hægt sé að taka vitrænar ákvarðanir innan
heilbrigðiskerfisins um ráðstöfun fjármuna
verða því að vera tiltækar upplýsingar um
kostnað, afköst, framleiðni og svo framvegis.
Kostnaðargreining er því lykilorð innan allrar
heilsuhagfræði og þar með hagræðingar innan
heilbrigðiskerfisins. Án hennar fálmum við í
myrkri og tökum ákvarðanir á grunni tilfinninga
sem ekki hafa alltaf vísað okkur fram á veg eins og
dæmin sanna.
Innan heilsuhagfræðinnar hafa verið þróuð
og prófuð ýmis tæki og tól til að meta kostnað og
ávinning af heilbrigðisþjónustu. Eðlilega gengur
leikurinn út á að fá sem mesta heilsu með sem
minnstum tilkostnaði. Eitt af þeim verkfærum
sem hefur nýst hvað best í þessu efni er einingin
„QALY", sem er í raun mælieining á lengd og
gæði lífs sem hlýst af tiltekinni læknismeðferð
við tilteknum sjúkdómi. Þannig er QALY 1,0 eitt
ár við „fullkomna" heilsu og 0,0 við dauða. Hinir
ýmsu sjúkdómar og læknisfræðileg inngrip raða
sér síðan þarna inn á milli.
í Bretlandi hefur National Institute for Health
and Clinical Excellence (NICE) gjarnan miðað
við þröskuldinn um 30.000 pund per QALY til
að læknisfræðileg meðferð sé veitt við tilteknar
aðstæður. I Bandaríkjunum liggur talan meðal
flestra tryggingafélaga í kringum $50.000 per
QALY.
Ég hefi þá trú að þeir tímar séu liðnir þar sem
við læknar getum gert það sem okkur dettur í
hug hvað varðar meðferð sjúklinga okkar. Okkur
ber að sýna ábyrgð bæði gagnvart sjúklingi og
samfélagi og fara eftir sannreyndri læknisfræði
hvað varðar alla meðferð. Önnur meðferð á heima
í klínískum rannsóknum. Með þessu tryggjum
við einnig að sjúklingar okkar fái sannreynda
þjónustu sem samhæfir meðferð og dregur úr
líkum á óhöppum.
Ég læt þessum pistli lokið með því að
vitna í góðan vin minn og kollega Pál Torfa
Önundarson. Páll hefur ötullega bent á að það
er penni læknisins sem er dýrasta tækið innan
heilbrigðiskerfisins. Læknar stjórna allri meðferð
sjúklinga í heilbrigðiskerfinu frá vöggu til grafar,
hvort heldur er um að ræða inn- eða útskriftir á
sjúkrahúsum, rannsóknir, meðferðir, lyfjaávísanir
eða eftirlit. Höfum það í huga. Okkar er þekkingin,
ábyrgðin og valdið.
LÆKNAblaðið 2010/96 239