Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 11

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 11
Rut Skúladóttir1 læknanemi Guðrún Nína Óskarsdóttir1 læknanemi Helgi J. ísaksson2 meinafræðingur Steinn Jónsson13 lungnalæknir Húnbogi Þorsteinsson1 læknanemi Tómas Guðbjartsson14 brjóstholsskurðlæknir Lykilorð: lungnakrabbamein, skurðaðgerðir, blaðnám, ábendingar, fylgikvillar, skurðdauði. ’Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3lungnadeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. tomasgud@landspitali. is FRÆÐIGREINAR RANNSOKNIR Fylgikvillar blaðnámsaðgerða við lungnakrabbameini á Islandi 1999-2008 Ágrip Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algeng- asta krabbamein á íslandi og það sem dregur flesta til dauða. Skurðaðgerð er helsta meðferðin og langoftast er beitt blaðnámi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar og snemmkomna fylgikvilla blaðnáms á Islandi. Efniviður og aðferðir: 213 sjúklingar sem gengust irndir blaðnám vegna lungnakrabbameins á árunum 1999-2008. Kannaðar voru ábendingar, fylgikvillar, æxlisgerð og TNM-stigun. Aðhvarfs- greining var notuð til að meta áhættuþætti fylgikvilla. Niðurstöður: 85 sjúklingar (40%) greindust fyrir tilviljun en aðrir vegna einkenna sjúkdómsins. Kirtilmyndandi krabbamein (62%) og flögu- þekjukrabbamein (29,1%) voru algengust. Flestir greindust á stigi I (59,6%) og stigi II (17,8%), 7% á stigi IIIA og 14,8% á stigum IIIB-IV. Miðmætisspeglun var gerð hjá 13,6% sjúklinga fyrir blaðnám. Meðalaðgerðartími var 128 mínútur og blæðing í aðgerð 580 ml. Sextán sjúklingar (7,5%) fengu alvarlega fylgikvilla og 36 (17%) minniháttar fylgikvilla, oftast lungnabólgu (6,1%) og gáttatif/ flökt (6,1%). Tólf sjúklingar þurftu enduraðgerð, tveir vegna fleiðruholssýkingar og einn vegna berkjufleiðrufistils. Eldri sjúklingar með hátt ASA- skor og langa reykingasögu voru í aukinni hættu á að fá fylgikvilla eftir aðgerð. Legutími eftir aðgerð var 10 dagar (miðgildi). Enginn sjúklingur lést <30 daga frá aðgerð en tveir (0,9%) <90 daga frá aðgerð. Ályktun: Skammtímaárangur blaðnámsaðgerða vegna lungnakrabbameins er góður hér á landi samanborið við aðrar rannsóknir. Inngangur Lungnakrabbamein er annað algengasta krabba- mein á íslandi og það krabbamein sem dregur flesta til dauða.1 Árlega greinast hér á landi um 130 einstaklingar en aldursstaðlað nýgengi á árunum 2002-2006 var 31,4/100.000 hjá körlum og 30/100.000 hjá konum.2 Helsta meðferð til lækningar er skurðaðgerð og á hún fyrst og fremst við um staðbundið lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabba- mein, á stigum I og II og í völdum tilfellum á stigi IIIA.3' 4 Á þessu eru einstaka undantekningar, og þá helst þegar um er að ræða stök meinvörp í heila eða nýrnahettu.5 í Evrópu hefur hlutfall sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins verið lægra (10-20%), en víða í Bandaríkjunum þar sem það nálgast 30%.6 Stór hluti sjúklinga læknast þó ekki af sjúkdómnum þrátt fyrir skurðaðgerð, til dæmis eru aðeins tveir af hverjum þremur sjúklingum á stigi I lifandi fimm árum frá aðgerð,7- 8 og eru flest dauðsföll vegna fjarmeinvarpa.8 Hefðbundin skurðaðgerð við lungnakrabba- meini er blaðnám.1 Komist er að lunganu á milli rifja og lungnablaðið fjarlægt í heild sinni ásamt eitlum í lungnarót. Einnig eru tekin sýni úr miðmætiseitlum til stigunar. Fylgikvillar eru tiltölulega algengir eftir blaðnám,9- 10 enda margir sjúklinganna með reykingatengda sjúk- dóma, svo sem langvinna lungnateppu og kransæðasjúkdóma. Ef lungnastarfsemi sjúklings leyfir ekki blaðnám er mögulegt að framkvæma fleyg- eða geiraskurð (wedge/segmentectomy) þar sem aðeins hluti lrmgnablaðsins er fjarlægður.3-4 Ókostur við þessar aðgerðir er að tíðni endurtekins krabbameins er þrefalt hærri en við blaðnám.11 Því er leitast við að fjarlægja allt lungnablaðið sé það hægt. Brottnám alls lungans er þó aðeins gert í undantekningartilfellum við stór og mið- læg æxli, enda fylgikvillar lungnabrottnáms helmingi algengari en eftir blaðnám.12 Árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini hefur lítið verið rannsakaður á íslandi. Því voru í þessari rannsókn kannaðar ábendingar, stigun og fylgikvillar við blaðnámsaðgerðir á íslandi á 10 ára tímabili. Efniviður og aðferðir Rannsóknin er afturskyggn og nær til 213 sjúklinga sem gengust undir blaðnám frá 1. janúar 1999 til 31. desember 2008 við lungnakrabbameini LÆKNAblaðið 2010/96 243

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.