Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 22

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 22
FRÆÐIGREINA RANNSÓKN R Mynd 2a-d. Lífshorfur (Kaplan-Meier) 213 sjúklinga eftir undirhópum sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins af ekki-smáfrumugerð á ístandi 1999-2008. Brotalínur sýna 95% öryggisbil og log-rank prófvar notað til að bera saman hópa. Mynd 2a sýnir lífshorfur fyrir allan hópinn, en 5 ára lífshorfur voru 45,1%. Á mynd 2b sjást lífshorfur á stigum I, II og III. Sjúklingum á stigi IV var sleppt og stig IIIA og IIIB setl saman í eitt. Fimm ára lífshorfur voru 61,8% á stigi I, 21,3% á stigi II og 20,5% á stigi III. Ekki reyndist marktækur munur á stigum II og III (p=0,078) en hins vegar var tnjög marktækur munur á stigum I og II -III (p<0,0001). Mynd 2c sýnir lífshorfur eftir stærð æxlis. Fimm ára lífshorfur sjúklinga með æxli <3 cm voru 55,2% og 37,6% fyrir æxli >3cm (p=0,002). Á mynd 2d sjást lífshorfur eftir vefjagerð, annars vegar kirtilfrumu- (n=132) og hins vegar flöguþekjukrabbameins (n=62). Fimm ára lífshorfur reyndust 48,6% fyrir fyrrnefndu æxlin og 35,3% fyrir þau síðarnefndu (p=0,02). Áðrar vefjagerðir voru ekki teknar með (samtals 19 sjúklingar). Ár og fimm ára heildarlífshorfur reyndust 82,7%, 55,1% og 45,1% (mynd 2a). Á mynd 2b-d má sjá lífshorfur mismunandi undirhópa. Á mynd 2b sjást lífshorfur á stigum I-III. Lífshorfur sjúklinga á stigi I skáru sig úr og voru marktækt betri en lífshorfur á stigi II og III (p<0,0001). Athyglisvert er að ekki reyndist marktækur munur á lífshorfum sjúklinga á stigi II og III (p=0,78). Á mynd 2d sést samanburður á lífshorfum sjúklinga með kirtilmyndandi krabbamein annars vegar og flöguþekjukrabbamein hins vegar. Marktækur munur var á horfum, kirtilmyndandi krabbameinum í hag (p=0,02). Tafla II sýnir niðurstöður úr fjölbreytugreiningu þátta sem rannsakaðir voru með tilliti til forspárgildis um lífshorfur. Stigun sjúkdómsins við aðgerð (mynd 2b) og stærð æxlis (mynd 2c) reyndust sterkustu forspárþættir lífshorfa þar sem hækkandi stig og stærri æxli þýddu verri horfur. Saga um hjartsláttaróreglu var ekki sjálfstæður áhættuþáttur í einþáttagreiningu en var það í fjölþáttagreiningu, ásamt FEV^ <75% af spáðu gildi. Sjúklingar með kirtilmyndandi vefjagerð höfðu marktækt betri horfur (HR 0,5, p<0,01) en sjúklingar með aðrar vefjagerðir, þar með talið flöguþekjukrabbamein (mynd 2d). Umræða I þessari rannsókn voru kannaðir ýmsir forspárþættir lífshorfa meðal 213 sjúklinga sem gengust undir blaðnám vegna lungnakrabbameins á íslandi á 10 ára tímabili. Fimm ára lífshorfur fyrir hópinn í heild voru 45,1%, sem eru svipaðar niðurstöður og í öðrum nýlegum rannsóknum, þar sem lífshorfur eru oftast á bilinu 30-63%.8' 9 Beinn samanburður er þó erfiður þar sem í flestum erlendu rannsóknanna eru gefnar upp lífshorfur fyrir blað- og lungnabrottnámsaðgerðir saman en ekki blaðnám eingöngu.8'9 í rannsókn Frys og félaga eru þó gefnar upp fimm ára lífshorfur eftir blaðnám eingöngu og reyndust þær 55%, 32% og 23% á stigum I-DI.10 í okkar rannsókn voru lífshorfur á þessum sömu stigum 254 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.