Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 24

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 24
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN sjúkdóma. Því kemur ekki á óvart hversu hátt ASA gildi þeirra var eða 2,6 að meðaltali. Annars reyndist ASA flokkun ekki sjálfstæður forspárþáttur og er það í takt við sumar rannsóknir26 en ekki aðrar.27 Aldur sjúklinga var svipaður en kynjadreifing jafnari (næstum 1:1) en í öðrum rannsóknum. Þess má geta að jafnt hlutfall karla og kvenna er þekkt fyrir lungnakrabbamein hér á landi.1 Lyfja- og geislameðferð fyrir aðgerð (neoad- juvant) var sjaldan beitt á rannsóknartímabilinu, eða einungis hjá fjórum sjúklingum (1,9%), oftast á síðari hluta tímabilsins. Einn þessara sjúklinga var með Pancoast-æxli en sýnt hefur verið fram á gildi samtvinnaðrar lyfja- og geislameðferðar hjá slíkum sjúklingum.28 Hinir þrír sjúklingarnir voru taldir hafa meinvörp og fengu því meðferð með krabbameinslyfjum. Frekari myndrannsóknir staðfestu síðan að ekki var um meinvörp að ræða og voru þeir því teknir í blaðnámsaðgerð. Blaðnám getur komið til greina hjá sjúklingum með fjarmeinvörp, einkum við stök meinvörp í heila eða nýmahettu hjá ungum og annars hraust- um einstaklingum.28 Þrír sjúklingar voru með þekkt fjarmeinvörp fyrir aðgerð og uppfylltu allir þeirra fyrrgreind skilyrði. Enginn sjúklingur fékk viðbótarmeðferð með geislum og/eða lyfja- meðferð vegna IIIA sjúkdóms. Slíkri meðferð hefur verið beitt hér á landi en þá í tengslum við lungnabrottnám.5 Árangur þessarar meðferðar er umdeildur enda þótt margt bendi til að ár- angur sé góður í vel völdum undirhópi sjúklinga.2 Viðbótarmeðferð eftir skurðaðgerð var mun oftar beitt, eða hjá 40 sjúklingum (18,8%). Oftast var um að ræða þrjá meðferðir (hringi) með cisplatin og vinorelbine. Sjúklingarnir voru langoftast á stigum II-IIIA en sýnt hefur verið fram á betri lífshorfur og færri endurtekin mein hjá þeim sjúklingum sem fá slíka meðferð.27 Hefur viðbótarmeðferð verið beitt í flestum tilfellum hér á landi frá árinu 2005 á stigum II-IIIA. í öðrum tilfellum var um krabbameinsvöxt að ræða í skurðbrúnum, eða hjá 7% sjúklinga sem verður að teljast hátt hlut- fall. Nokkrir þessara sjúklinga voru teknir aftur í aðgerð en hinir fengu geisla- og/eða lyfjameðferð. Slík meðferð er þó umdeild og óvíst um árangur.28 Aðrir sjúklingar sem fengu viðbótarmeðferð voru á stigum IIIB og IV og meðferð þeirra aðallega bundin við krabbameinslyf. Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún tekur til allra tilfella af lungnakrabbameini sem greindust og voru meðhöndluð með blaðnámi hjá heilli þjóð á 10 árum. Leitað var að sjúklingum í tveimur aðskildum skrám.6 Þetta minnkar líkur á að einhver tilfelli hafi gleymst en aðeins vantaði upplýsingar í einu af 214 tilfellum. Upplýsingar úr Þjóðskrá um dánardag eru nákvæmar sem gerir útreikninga á lífshorfum áreiðanlega. Veikleiki rannsóknarinnar er að hún er aftur- skyggn en þær geta verið ónákvæmar, til dæmis hvað varðar mat á einkennum og fylgikvill- um, enda eingöngu stuðst við upplýsingar úr sjúkraskrám. Æskilegra væri að skrá slíka þætti með framsýnni rannsókn og hefur slík nálgun verið innleidd í umfjöllun um lungna- krabbamein á Landspítala. Einnig verður að telja veikleika að vefjasýni voru ekki öll skoðuð að nýju, heldur aðeins vafatilfelli. Þetta á ekki síst við um kirtilfrumukrabbamein, en innan þeirra leynast undirflokkar lungnakrabbameins sem hafa betri horfur (sjá áður). Skammtímaárangur lungnablaðnámsaðgerða við lungnakrabbameini er góður hér á landi, en allir sjúklingar lifðu af aðgerðina og alvarlegir fylgikvillar voru fátíðir. Langtímalífshorfur eru svipaðar og í öðrum rannsóknum en tæplega helmingur sjúklinga er á lífi fimm árum eftir aðgerð. Þessar tölur eru áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að lífshorfur á stigi I eru aðeins 61% og margir þeirra deyja síðar úr lungnakrabbameini, oftast fjarmeinvörpum. Á íslandi eru óvenju- margir sjúklingar á stigi II við greiningu og horfur þeirra lakar. Þetta gæti skýrst af ófullnægjandi stig- un, en aðeins sjötti hver sjúklingur fór í miðmætis- speglun fyrir blaðnámsaðgerð. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir, skrif- stofustjóri, Ingibjörg Sigmundsdóttir, yfir- ritari og Margrét Jónasdóttir, deildarstjóri á svæfingardeild, fyrir öflun klínískra gagna, einnig starfsfólk í skjalageymslu Landspítala í Vesturhlíð. Sveinn Friðrik Gunnlaugsson, töl- fræðingur hjá Tölfræðimiðstöð Háskóla íslands fær þakkir fyrir hjálp við tölfræðilega úrvinnslu gagna og Ásgeir Alexandersson læknanemi fyrir yfirlestur og þarfar ábendingar. Loks fær starfsfólk Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands þakkir fyrir veitta aðstoð. Heimildir 1. www.krabbameinsskra.is 2. Hirsch FR, Franklin WA, Gazdar AF, Bunn PA Jr. Early detection of lung cancer: clinical perspectives of recent advances in biology and radiology. Clin Cancer Res 2001; 7: 5-22. 3. Nesbitt JC, Putnam JB, Walsh GL, Roth JA, Mountain CF. Survival in early-stage non-smail cell lung-cancer. Ann Thorac Surg 1995; 60: 466-72. 4. Scott WJ, Howington J, Feigenberg S, Movsas B, Pisters K. Treatment of non-small cell lung cancer stage I and stage II - ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest 2007; 132:234S-42S. LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.