Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.04.2010, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Laufey Steingríms- dóttir1’2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir4 læknir Rafn Sigurðsson3-5 tölfræðingur Laufey Tryggvadóttir1’3 faraldsfræðingur Lykilorð: offita, reykingar, búseta, menntun, heilsa kvenna. 'Háskóla Islands, 2Landbúnaðarháskóla Islands, 3Krabbameinsskrá Islands, 4landlæknisembættinu, ^fjármálaráðuneytinu. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Laufey Steingrímsdóttir, Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla íslands og Landspítala Eiríksgötu 29,101 Reykjavík. taufey@hi.is Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Tilgangur: Að kanna algengi offitu og tengsl hennar við reykingar og menntun meðal ungra kvenna innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 28.000 íslenskra kvenna, 18-45 ára, frá nóvember 2004 til júní 2005. Lagskipt slembiúrtak var fengið úr Þjóðskrá, heildarsvörun var 54,6%. Könnunin er hluti af stórri, norrænni lýðgrundaðri þversniðsrannsókn. Beitt var lógistískri aðhvarfs- greiningu og reiknað gagnlíkindahlutfall (OR) fyrir offitu (BMI&30) og 95% öryggisbil (CI) þar sem tekið var tillit til búsetu, menntunar, aldurs, reykinga og áfengisneyslu. Notað var kí- kvaðratspróf til að bera saman hlutföll. Niðurstöður: 13% kvenna af höfuðborgarsvæðinu flokkuðust með offitu borið saman við 21% utan svæðisins. Fjölbreytugreining sýndi að líkur á offitu voru marktækt hærri meðal kvenna utan en innan höfuðborgarsvæðis (OR=l,66; 95% CI 1,50-1,83), meðal reykingakvenna (OR=l,13; 95% CI 1,01-1,28) og þeirra sem ekki voru með háskólamenntun (OR=l,53; 95% CI 1,36-1,71). Á höfuðborgarsvæðinu voru auknar líkur á offitu meðal kvenna sem reyktu daglega (OR=l,27; 95% CI 1,07-1,49), en ekki utan höfuðborgarsvæðis (OR=1,0). Ályktanir: Búseta utan höfuðborgarsvæðis, dag- legar reykingar og minni menntun tengjast auknum líkum á offitu meðal kvenna á Islandi. Samspil þessara þátta er flókið og ólíkt eftir búsetu. Inngangur Verulegar breytingar hafa orðið á lífsháttum fólks undanfarna áratugi, sem birtast meðal annars í breyttu algengi margra helstu áhættuþátta sjúkdóma. Offita og reykingar eru þar skýr dæmi; reykingar hafa verið á undanhaldi en offitan verður æ algengari.1'4 Tengsl reykinga og offitu eru flókin, þar sem bæði félagslegir og líffræðilegir þættir koma við sögu. Ýmsar eldri rannsóknir hafa sýnt að reykingafólk er að jafnaði heldur grennra en þeir sem ekki reykja, og jafnframt að þeir sem hætta að reykja þyngjast gjarnan, að minnsta kosti tímabundið.1,5 Á hinn bóginn hefur komið í ljós að lífshættir og félagslegir þættir sem stuðla að offitu, svo sem hreyfingarleysi og lélegt mataræði, einkenna fremur þá sem reykja.6,7 Líkur á offitu geta af þeim sökum verið meiri meðal reykingafólks borið saman við hina sem aldrei hafa reykt. Þar við bætist að ofuráhersla á stjórnun líkamsþyngdar hefur jafnvel leitt ungar konur til þess að byrja að reykja8 og eins hafa rannsóknir sýnt að ótti eldri reykingakvenna við að fitna geti komið í veg fyrir að þær hætti.9 í ljósi þróunar á þessum tveimur mikilvægu áhættuþáttum vakna spumingar um tengsl offitu og reykinga meðal íslenskra kvenna, svo og hvað einkenni þá hópa sem helst em í aukinni áhættu að fitna og/eða reykja. Aðstæður fólks og umhverfi móta lífshætti og geta þar með haft afdrifarík áhrif á heilsu og lífsgæði. Margt skilur á milli aðstæðna höfuðborgarbúa og annarra landsmanna, meðal annars nálægð og aðgengi að ýmiss konar þjónustu og félagsstarfi. í þessari rannsókn er kannað algengi tveggja áhættuþátta sjúkdóma, offitu og reykinga, svo og tengsl þeirra innbyrðis og við menntun, meðal ungra kvenna innan og utan höfuðborgarsvæðisins. Efniviður og aðferðir Notaðar voru upplýsingar úr íslenskum hluta norrænnar faraldsfræðirannsóknar, „Lífshættir og heilsufar kvenna", sem hefur að meginmarkmiði að kanna algengi kynfæravartna og meta helstu áhættuþætti smits vegna vörtuveira (human papilloma virus, HPV) meðal norrænna kvenna. Var spumingum um hæð og þyngd bætt aukalega inn í hinn íslenska hluta rannsóknarinnar. Rannsóknin var gerð af krabbameinsskrám í Danmörku, íslandi, Svíþjóð og Noregi að tilstuðlan fyrirtækisins Merck Sharp & Dohme.10 Vísindasiðanefnd og Persónuvernd veittu sam- þykki fyrir rannsókninni. Á tímabilinu nóvember 2004 til júní 2005 voru send bréf með spurningalistum og beiðni um þátttöku til 28.000 íslenskra kvenna á aldrinum LÆKNAblaðið 2010/96 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.