Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 36
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN fer notkun á hvoru tveggja fram samtímis.2 Flestir virðast því nota óhefðbundna þjónustu sem viðbótarmeðferð, en ekki sem annars konar með- ferð (í stað hinnar hefðbundnu). Lítið er vitað um tengsl bakgrunnsþátta, svo sem búsetu og fjölskyldustöðu, við notkun óhefðbundinna meðferða. Þá eru niðurstöður misvísandi um tengsl trúarlífs og notkunar óhefðbundinna meðferða.8- 9 Loks má nefna að rannsóknir hafa sýnt að samband er milli streitu eða álags og notkunar hefðbundinnar heil- brigðisþjónustu,13 en lítið er vitað um tengsl álags og notkunar óhefðbundinna meðferða. Óhefðbundin þjónustunotkun hefur fengið litla athygli hérlendra fræðimanna. Þó má nefna að í landskönnun frá 199514 kom fram að konur nota þjónustu óhefðbundinna aðila frekar en karlar. f landskönnun frá árinu 199815 kom fram að 23,6% fullorðinna íslendinga höfðu notað þjónustu óhefðbundinna aðila á 12 mánaða tímabili. Þá kom í ljós að konur, háskólamenntaðir, þeir sem orðið höfðu fyrir áföllum, og þeir sem áttu við vanlíðan að stríða notuðu þjónustu óhefðbundinna aðila frekar en aðrir.15 Þessari rannsókn er ætlað að auka við og uppfæra niðurstöður fyrri rannsókna. Rannsóknin varðar bæði meðferðir sem einstaklingar nota sem viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu og annars konar meðferðir sem þeir nota í staðinn fyrir hefðbundnu þjónustuna. Athuguð voru tengsl milli notkunar óhefðbundinna þjónustuaðila og kynferðis, aldurs, hjúskaparstöðu, foreldrastöðu, menntunar, tekna, atvinnuþátttöku og búsetu. Eins voru möguleg tengsl við trúarlíf (viðhorf og trúfélagsaðild) skoðuð. Þá voru tengsl við langvinna sjúkdóma og kvilla, örorku og vanlíðan (líkamlega vanlíðan, þunglyndi, kvíða og reiði) einnig skoðuð. Jafnframt var athugað hvort neikvæðir lífsviðburðir, langvinnir erfiðleikar og upplifað álag kæmi við sögu. Loks var notkun óhefðbundinna þjónustuaðila athuguð út frá því í hvaða mæli fólk leitaði hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu og hvert viðhorfið væri til óhefðbundinnar og hefðbundinnar þjónustu. Aðferðir Rannsóknin byggir á gögnum úr landskönnuninni Heilbrigði og aðstæður íslendinga I sem fram fór síðla árs 2006. Spurningalisti var póstsendur til slembiúrtaks íslenskra ríkisborgara sem valdir voru úr Þjóðskrá, voru á aldrinum 18-75 ára og búsettir á íslandi þegar könnunin fór fram. Langstærstur hluti spurninga í listanum (og nær allar spurningar núverandi rannsóknar) hafði verið forprófaður og prófaður í fyrri heilbrigðiskönnunum meðal íslendinga.15' 16 Framkvæmd póstkönnunarinnar fylgdi hinni svokölluðu TDM-aðferð, en með henni hafa heimtur í póstkönnunum reynst mun betri en með eldri aðferðum.17 Aðferðin felst í því að spurningalisti er sendur út allt að þrisvar sinnum á sjö vikum. Þá er einnig sent út ítrekunar- og þakkarkort viku eftir fyrstu útsendingu spumingalista. í framhaldi af síðustu útsendingu spurningalista var að auki hringt í alla sem ekki höfðu skilað lista eða neitað þátttöku. Alls svöruðu 1532 manns könnuninni og var svarhlutfall 60,03%. Lýðfræðileg samsetning svarendahóps og þýðis var mjög áþekk nema hvað svörun var heldur hærri meðal kvenna en karla og íbúa á landsbyggðinni en íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður voru því vegnar eftir búsetu og kynferði svo þær gæfu betri mynd af þýðinu. Hjúskaparstaða greindi milli giftra/ sambúðarfólks, einhleypra, fráskilinna og ekkjufólks. Foreldrastaða var metin útfrá því hvort svarandinn ætti barn undir 18 ára aldri. Búseta greindi milli Reykjavíkursvæðis og landsbyggðar. Atvinnuþátttöku var þrískipt (utan vinnumarkaðar, hlutastarf, fullt starf). Menntun vísaði til þess hvort svarandinn hefði lokið grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskóla- stigsprófi. Tekjur miðuðust við fjórflokkaðar heildartekjur svaranda á 12 mánuðum. Trúarlíf var metið eftir þremur spurningum um aðild að trúfélagi (já eða nei), hvort viðkomandi tryði á Guð (já eða nei) og hvort hann eða hún væri trúaður/trúuð (sammála eða ósammála). Spurt var hvort svarandinn væri metinn 75% öryrki eður ei. Langvinn veikindi miðuðust við langvinna sjúkdóma eða kvilla (alls 48 atriði) sem svarandinn hafði á síðastliðnum 12 mánuðum og staðfestir voru af lækni. Breyturnar líkamleg vanlíðan, þunglyndi og kvíði komu úr undirkvörðum SCL-90 einkennalistans.18 Atriði hvers undirkvarða voru lögð saman. Líkamleg vanlíðan (psychosomatism) var metin út frá 12 atriðum (Chronbach's a=0,813), þunglyndi út frá 13 atriðum (a=0,911) og kvíði út frá 10 atriðum (a=0,832). Reiðikvarði byggði á 6 atriðum sem komu úr BSI einkennalistanum (a=0,845).19 í prósentutöflum var greint á milli þeirra sem höfðu há stig (efstu 20% stiga) og annarra, í samræmi við sumar aðrar rannsóknir á vanlíðan.16 Neikvæðir lífsviðburðir vísuðu til álagsatburða síðustu 12 mánuði (alls 31 atburður, svo sem skilnaður, uppsögn úr vinnu, dauðsfall maka og eldsvoði á heimili). Langvinnir erfiðleikar vörðuðu ýmsa erfiðleikaþætti í samskiptum við maka eða börn, á vinnustað eða í fjármálum (alls 47 erfiðleikaþættir, svo sem að hafa ekki næga 268 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.