Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 37

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 37
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN peninga til að láta enda ná saman, vinna meiri heimilisstörf en hægt er að ráða við með góðu móti, eiga maka/sambýlismanneskju sem ætlast til of mikils af viðkomandi og vinna andlega mjög krefjandi vinnu). Eirtnig voru svarendur spurðir hvort þeim fyndist þeir vera undir álagi eða streitu vegna atburða eða aðstæðna sem þeir byggju við í lífinu (engu, litlu/nokkru eða miklu/gífurlegu álagi). Svarendur voru beðnir að gefa upp hversu oft þeir hefðu farið til læknis (annars en geðlæknis) og geðlæknis síðastliðna 12 mánuði. Spurt var einnig um ánægju með síðustu læknisheimsókn (frekar/mjög ánægður, hvorki ánægður né óánægður, frekar/mjög óánægður). Einnig var spurt um afstöðu til notkunar fólks á læknisþjónustu, geðlæknisþjónustu og óhefðbundinni heilbrigðisþjónustu (frekar/mjög mótfallinn, hvorki með né á móti, frekar/mjög fylgjandi). Loks var fylgibreytan notkun óhefðbundinna þjónustuaðila samsett úr níu atriðum þar sem spurt var hvort viðkomandi hefði farið til ýmissa aðila sem beita óhefðbundnum meðferðum/ aðferðum undanfarna 12 mánuði, það er nuddara/ sjúkranuddara, svæðanuddara, kírópraktors, aðila sem veitir höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, lið- og beinskekkjulækningar, nálastungur, smá- skammta- eða grasalækningar, huglækningar, eða jóga/innhverfa íhugun. Úr atriðunum var síðan smíðuð tvígild breyta (hef farið, hef ekki farið). Tengsl hverrar frumbreytu við fylgibreytuna voru skoðuð í krosstöflum, marktækni var ákvörðuð með kí-kvaðrat prófi og fylgni metin með stuðlunum fí og Cramér's V (sá fyrri miðast við 2x2 krosstöflur en sá síðari við stærri töflur). Auk þess var beitt marghliða lógaritmalínu- legri aðhvarfsgreiningu (multivariate logistic regression) þar sem skýringabreytur voru valdar í aðhvarfsjöfnuna, ein á eftir annarri, eftir því hve vel þær skýrðu heimsókn til óhefðbundins aðila (stepwise selection). í aðhvarfsgreiningunni var notast við óflokkaðar frumbreytur ef um jafnbilakvarða var að ræða. Aðrar frumbreytur voru kóðaðar sem tvígildar (dummy) breytur. Niðurstöður Alls höfðu 31,8% svarenda nýtt sér þjónustu óhefðbundins aðila á 12 mánuðum. Samanburður við niðurstöður úr fyrri rannsókn15 frá árinu 1998 er ekki mögulegur nema tveimur flokkum óhefðbundinna aðila sé sleppt (í fyrri rannsókninni var ekki spurt um höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð eða lið- og bein- skekkjulækningar). Sé þeim flokkum sleppt höfðu Tafla I. Hlutfall (%) þeirra sem leituðu til einstakra óhefðbundinna þjónustuaðila. Aðili/meðferð % n/nk 1 Nuddari/sjúkranuddari 19,3 269/1395 Svæðanuddari 4,3 59/1389 Kírópraktor (hnykklæknir) 4,8 67/1392 Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð 5,7 79/1386 Lið- og beinskekkjulækningar (osteopathy) 1,9 26/1381 Náttúrulækningar (smáskammta- eða grasalækningar) 3,8 53/1369 Jóga/lnnhverf íhugun 6,8 94/1379 Huglækningar (lækningamiðill, heilun og fleira) 3,2 43/1386 Nálastungur 4,7 65/1391 n er fjöldi einstaklinga sem fór til tiltekins óhefðbundins aðila og nk er fjöldi einstaklinga sem svöruðu viðkomandi spurningu. 29,4% nýtt sér þjónustu óhefðbundinna aðila á 12 mánaða tímabili, sem er aukning um tæp 6% frá árinu 1998 (p<0,01). Eins og sjá má í töflu 1 var langalgengast að fólk leitaði til nuddara eða sjúkranuddara (19,3%). Næstalgengast var að fólk færi í jóga eða innhverfa íhugun (6,8%). Nokkru lægra hlutfall fór í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð (5,7%). Tæplega 5% höfðu leitað til hnykklækna, svipað hlutfall farið í nálastungur, og rétt rúm 4% höfðu nýtt sér þjónustu svæðanuddara. Notkun á þjónustu annarra aðila var minni. Sjaldgæfast var að fólk nýtti sér lið- og beinskekkjulækningar. Flokkunum í töflu I var slegið saman til að mynda breytuna notkun á óhefðbundinni þjónustu við frekari gagnavinnslu. Tafla II sýnir tengsl hinna ýmsu breyta við notkun á óhefðbundinni þjónustu. Konur voru mun líklegri til að nýta sér þjónustuna en karlar, eða 41,3% á móti 22,6% (fí = 0,20; p<0,001). Þeir sem höfðu meiri menntun nýttu sér einnig frekar þjónustuna (Cramér's V = 0,073; p<0,05). Sambönd annarra bakgrunnsbreyta við óhefðbundna þjónustu voru ekki marktæk. Öryrkjar fóru frekar en aðrir (56% á móti 31%) til óhefðbundinna aðila (fí =-0,104, p<0,01). Sömuleiðis var samband milli langvinnra veikinda og notkunar óhefðbundinna aðila (V = 0,119; p<0,001). Þeir sem glímdu við líkamlega vanlíðan, þunglyndi, kvíða og reiði voru einnig líklegri en aðrir til að sækja sér þessa þjónustu. Þegar samband neikvæðra lífsviðburða og notkunar óhefðbundinna aðila var skoðað kom í ljós lægst hlutfall notkunar hjá þeim sem ekki höfðu lent í neinum neikvæðum lífsviðburði (tæp 28%) (V = 0,068; p<0,05). Töluverður munur var á þjónustunotkun svarenda eftir því hvernig þeir LÆKNAblaðið 2010/96 269

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.