Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 50

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 50
UMRÆÐA O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Sóknarfærin liggja víða segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands „Mennta-, heilbrigðis- og félagskerfið, sem eru þrjár grunnstoðir íslenska velferðarkerfisins, hafa fengið skilaboð um mikinn og marktækan niðurskurð, svo mikinn að þjónusta og gæði hennar hljóta að skerðast. Þar af hefur háskólum verið boðað að líklega þurfi að skera niður um 25-30% til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. Háskóli íslands mun ekki þola slíkan niðurskurð án þess að fara áratugi aftur í tímann og verða hreint út sagt slakur háskóli, sem íslenska þjóðin á ekki skilið," segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands. Hann telur að sú stjórnsýslubreyting, sem ákveðin var á góðæristíma og tók gildi um mitt ár 2008 í þeim tilgangi að einfalda stjórnskipulag og stytta boðleiðir innan HÍ, lofi góðu þó enn sé langt í land og sóknarfæri íslenskra heilbrigðisvísinda liggi mjög víða. „Ljóst er að það markmið sem Háskóli íslands setti sér árið 2006 um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi, mun ekki nást í náinni framtíð ef fram heldur sem horfir því ástand mála er hreint út sagt dapurlegt ef þetta gengur eftir. Gríðarleg gróska á sér stað innan Háskóla íslands, sem verður 100 ára á næsta ári, en sparnaðarkröfur af hálfu hins opinbera eru þess eðlis að við missum mátt og sitjum uppi með slakan háskóla innan fárra ára. í þessu samhengi lætur nærri að HÍ sé nú að nálgast það stig að verða einn af 500 bestu háskólum í heimi. Háskóla íslands er gert að skera niður um 25-30% til ársins 2013 miðað við fjárlög ársins 2010. Háskóli íslands mun ekki þola niðurskurð af slíkri stærðargráðu án þess að bíða hnekki og fara áratugi aftur í tímann," segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands. „í raun og veru hefur bæði heilbrigðis- og félagskerfið fengið sömu skilaboð og menntakerfið sem þýðir að okkar rómaða velferðarkerfi verður ekki viðhaldið í óbreyttri mynd á sama tíma og það berast fregnir af því að 11 milljarðar séu til reiðu til bjargar Byr og 15 milljarðar séu til reiðu til bjargar Jóhanna sjóvá svo dæmi séu tekin. Ljóst er að peningar Ingvarsdóttir eru einhvers staðar til, en þeir fara ljóslega ekki johanna@evropubruin.is í það verkefni að halda velferðarkerfi okkar við. í þá málaflokka fara nú um 50% af útgjöldum ríkisins eða um 25% af vergri þjóðarframleiðslu og það virðist liggja beinast við að taka á þeim í spamaðarskyni án þess þó að þeir hafi notið góðærisins þegar það var og hét. Á öllum þessum sviðum hafa verið stöðugar spamaðarkröfur í mörg ár. Fólk hlýtur að spyrja sig hvar áherslur liggi hjá þeirri stjóm sem nú situr og hefur það að markmiði að eigin sögn að standa vörð um velferðarþjónustuna í landinu. Hún er vissulega ekki öfundsverð og fékk illvíg verkefni í fangið frá forverum sínum. Ég hef löngum verið hallur undir þá stefnu í stjórnmálum sem hlúir að velferð og jöfnuði, en ég held að stjórnmálin séu í dag á algjörum villigötum. Stjórnmálamenn okkar, leiðtogarnir, fólkið sem við höfum kosið til að leiða okkur út úr ógöngum koma okkur venjulegum kjósendum fyrir sjónir sem hópur án samstöðu, sem sinnir því helst að fara sífellt í hár saman. Mörgum sýnist að traust til þeirra fari ört þverrandi. Helsta iðja þeirra um þessar mundir sé að hugsa um það hvernig við eigum að greiða upp skuldir, sem einhverjir prívatmenn steyptu sjálfum sér í, og okkur almúganum er tjáð að ágóði sé í einkaeign, en tap í þjóðareign. Þetta gildir um stjórnmálamenn alla, hvar í flokki sem þeir standa. Samfélagsumræðan kemst ekkert frá þessu og á meðan sígur ertn á ógæfuhlið. Það er mjög miður. Að auki virðist sem pólitíkin sé blind á sóknarfæri heilbrigðisþjónustunnar, sem við íslendingar höfum alla burði til að nýta okkur sem útflutningsvöru. Heilbrigðistengd ferðaþjónusta er að verða vinsælt fyrirbrigði út um allan heim og mikil eftirspurn sem gengur út yfir öll landamæri. Við eigum mannafla, húsbúnað, skurðstofur og tækjabúnað til að taka þátt í þessari alþjóðavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, en ég er ekki sáttur við hvað pólitíkin virðist vinna sterkt gegn þessum tækifærum okkar til tekjuöflunar og faglegs ávinnings. Hvaða útgerðarmanni myndi líða vel með nýtt og öflugt skip bundið við bryggju mánuðum saman?" spyr Sigurður. 282 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.