Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 52

Læknablaðið - 15.04.2010, Síða 52
UMRÆÐA O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Yfirlitskort af skiptingu deilda á heilbrigðisvísindasviði. Visindanefnd Kennslumálanefnd Jafnréttisnefnd Bókasafnsnefnd Rekstrarstjóri Stjómir Lhw & Uh Matwxla og Silfrzði- Tannlxkna- Hjúkrun&r- Lyfiafraeði- Lcknjdeild rvirinjar deild deiid frzðideild deild •11 frerðideild *J| Motvxfo- 1 I 1 1 1 ■ frxða - 1 rorvumiði I Sjuíraþfátfun 1 I Nxhogor- 1 Uóimádar- 1 1 1 | Genlofrxði | I lrrðj I 1 frxAi Ufeindofrxði Kenralj KenniU Kcrnila Kennila Kenmia Kennjla Rjrvnioknir Ranrjóknir Rjnn&ófcnir Rjnnsófoiir Rjnnsóknir Rannsókn*r Lýðheilsuvftindi *1| UpptysincaUekni i heiibrigðiisviði *1| Fjírmil Starfsmannam. Kennvlumil Ranmóknarm. Alþjoóamil Deildor- Deðdar- skrifstofa skrifstofj Deiktar- vkrifstofa Deildar- skrifstofa Oeildar- sknfstofa Deildar- skrrfstofa • NÉnMMI HÁSKÓLI ISLANDS þriggja, sálfræðideildar, hjúkrunarfræðideildar og matvæla- og næringarfræðideildar er í þeirra höndum, en stefnt er á meira samstarf, m.a. með nýrri doktorsnefnd á vegum sviðsins, og í fyllingu tímans á þjónusta við allt doktorsnám á sviðinu að verða sameiginleg. Enn langt í land En hefur tekist vel til með stjórnsýslubrey tingarnar? „Bæði já og nei," segir Sigurður. „Við erum á miðri leið og alls ekki komin á leiðarenda. Við erum að búa til nýtt skipulag úr deildum, sem áður voru með tiltölulega litla samvinnu sín á milli, m.a. til að draga úr deildarmúrum og efla samvinnu. Gamli héraðslæknirinn, sem áður vann sem einyrki, er ekki lengur til. Nú vinnum við að málefnum sjúklinga í teymi og það skiptir máli að nemendur átti sig á því strax í upphafi náms. Vel hefur tekist til með flutning fjármála og starfsmannamála á sviðið svo og kynninga- og vefmál og umsýslu af ýmsu tagi. Verið er að vinna að umsýslu mikilla breytinga í kennslumálum sem snýr að samþáttun kennslu til að virkja samvinnu milli deilda og sviða auk þess sem við erum að þróa og efla þjónustu sviðsins, bæði gagnvart nemendum og kennurum. Við höfum heldur ekki náð að ljúka einföldun stjórnsýslunnar til að nýta það millilag, sem felst í sviðunum, til hlítar, en dæmi eru um að sum mál þurfi umfjöllun á þremur stigum innan skólans sem er fjarri því að vera nógu gott og einfalt verklag. Háskólaráð með rektor sem formann á auðvitað að mínu mati fyrst og fremst að vera stefnumótandi um meginverkefni. A hinn bóginn ættu hin nýju svið að fjalla um mál sem snúa beint að faglegri og fjármálalegri umsýslu sviðanna og gætu eftir þörfum sótt sér styrk og upplýsingar í miðlægu stjórnsýsluna. Þegar skotið er inn millilagi í stjórnsýsluna þarf að gæta þess að það fari ekki að lifa sjálfstæðu lífi án þess að nýtast sem skyldi. Við þurfum að vera mjög meðvituð um ætlunarverkið því allar góðar breytingar taka tíma. Ljóst er að skipulagsbreytingarnar hafa haft aukinn kostnað í för með sér því sviðin eru ný með þeim mannskap, sem þar starfa, en ég trúi því að breytingarnar leiði af sér skilvirkari skóla þegar á heildina er litið," segir Sigurður. Gríðarleg gróska „Okkur hér á heilbrigðisvísindasviði langar til að búa til doktorsskóla eða rannsóknarskóla sem erlendis heitir gjarnan „graduate school". Við lítum m.a. til Arósaháskóla sem fyrirmyndar. Hlutverk slíks skóla yrði að veita nemendum og kennurum nauðsynlega þjónustu í doktorsnáminu, passa upp á nauðsynleg námskeið í tölfræði og aðferðafræði og sjá um skrifstofu- og utanumhald allan doktorsferilinn, sem getur tekið allt frá þremur og upp í fimm ár. Eitt af markmiðum Háskóla Islands er að 30% doktorsnema séu frá öðrum löndum. Því fer fjarri að því markmiði sé náð þó lyfjafræðin sé að nálgast markmiðið. Rannsóknir í lífvísind- um á íslandi standa mjög vel í dag og það er því 284 LÆKNAblaöiö 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.