Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2010, Side 53

Læknablaðið - 15.04.2010, Side 53
____UMRÆÐA O G FRÉTTIR HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ raunhæft að ætla sér að stefna að því að komast á bekk með þeim bestu. Við eigum mikið af öflugum vísindamönnum og höfum heilmikið fram að færa. Sé horft til alþjóðlegra ritrýndra tímarita eru íslendingar í 5. sæti OECD-landa varðandi fjölda birtra vísindagreina í ritrýndum tímaritum og erum í 2. sæti þegar vísindavægið er mælt og metið, það er hversu oft vitnað er í einstakar greinar frá einstökum löndum/' segir Sigurður. „Langflestar íslenskar vísindagreinar, sem birtast í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, koma frá Háskóla íslands eða stofnunum tengdum honum. Þennan styrk verðum við að varðveita." Að sögn Sigurðar ríkir gríðarleg gróska í ýmiss konar rannsóknarstarfsemi innan heil- brigðisvísindasviðs og því er ljóst að stóra verkefnið er að efla tengsl HÍ og Landspítala þannig að kennslan í HÍ og vinnan á Landspítala tengist órjúfanlega. „Sérstakt tilhlökkunarefni er bygging nýs háskólasjúkrahúss sem hefur mikla samþættingu í för með sér fyrir allar deildir heilbrigðissviðs HÍ sem nú eru dreifðar út um allt háskólasvæðið. Með nýju háskólasjúkrahúsi skapast svo jarðvegur fyrir Lífvísindastofnun HÍ sem legði línurnar um grunnrannsóknir, faraldsfræðirannsóknir og klínískar rannsóknir. Sóknarfærin liggja m.a. í sterkum rannsóknahópum, sem yrðu gjaldgengir í að sækja í öfluga alþjóðlega styrki. Þegar nýja háskólasjúkrahúsið er risið sjáum við líka fyrir okkur Heilbrigðisvísindaskóla þar sem allir nemendur, sem hefja nám á einhverri þeirra sex deilda, sem heilbrigðisvísindasvið býður upp á, fari í gegnum ákveðna sameiginlega grunnkennslu áður en þeir hríslast í mismunandi áttir, m.a. til að kynnast, efla færni í samskiptum og átta sig á teymishlutverkinu. Það er nefnilega ekki nóg að heilbrigðisstarfsfólk kunni fræðin. Það þarf að kunna samskipti þegar kemur að því að vinna með öðru fagfólki og sinna sjúklingum," segir Sigurður. Sjö háskóla þjóð „Ef hins vegar verulegur niðurskurður verður bæði í HI og á Landspítala mun framtíð menntunar heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðismálum bíða hnekki og þjást mikið," segir Sigurður og bætir við að stöðugar kröfur um niðurskurð án þess að það sjái til lands hafi auðvitað slæm áhrif á allan starfsanda. „Við teljum okkur vera með góðan skóla í höndunum eins og er sem hafi verið í mikilli sókn, en óttumst að sitja uppi með lélegan skóla, ef fram heldur sem horfir. Við getum haft okkar „prívat" skoðanir á því hvernig stjórnmálamenn hafa staðið sig. Mín skoðun er sú að stjórnmálamenn hafi brugðist sem stétt í hremmingum þjóðarinnar. Samfélagið þarf að koma að málum og m.a. svara því hvers konar háskólakerfi það vill sjá þar til sólin kemur upp á ný. Staðreyndin er sú að það er líklega ekki til á byggðu bóli 320 þúsund manna þjóð sem á sér sjö háskóla. Lögfræði er kennd í fjórum háskólum og viðskiptafræði í þremur háskólum. Er það nauðsynlegt? Það eru ljóslega sóknarfæri í samvinnu og sameiningu íslenskra háskóla, en fyrir því er ekki sterkur pólitískur vilji. Er það raunverulegur vilji þjóðarinnar að keyra Háskóla íslands sem fagnar aldarafmæli á næsta ári áratugi aftur í tímann? Ef við ekki náum hagræðingu með sameiningu háskóla blasir við að við sitjum uppi með sjö lélega háskóla. Þessu verðum við að snúa við. Mikið hefur áunnist í starfi Háskóla íslands í heila öld. Ekki förum við að kasta því á glæ nú," segir forseti heilbrigðisvísindasviðs að lokum. Heilbrígðisstofnunin Sauðárkróki Afleysingalæknar á Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki auglýsir eftir læknum til afleysinga í sumar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags íslands. Vinsamlegast hafið samband við yfirlækni heilsugæslu HS, Örn Ragnarsson, í síma 455-4000 eða á netfangið orn@hskrokur.is Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki þjónar Skagafirði þar sem búa um 4300 manns. Heilsugæslustöð er á Sauðárkróki auk heilsugæslusels á Hofsósi. 15 sjúkrarúm eru á sjúkradeild og á hjúkrunardeild eru 41 hjúkrunarrými auk 9 dvalarrýma. Við stofnunina starfa um 140 manns í um 110 stöðugildum. LÆKNAblaðið 2010/96 285

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.