Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 55

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 55
U M R Æ Ð A O G FRÉTTIR LÆKNADEILD Ögrun læknakennslunnar Gríðarleg framþróun á sér stað í læknakennslu í heiminum og í sannleika sagt erum við stödd í miðri þekkingarsprengingu. Það er sú ögrun sem læknakennsla á við að etja alls staðar að sögn Guðmundar. „Við þurfum sífellt að veita nemendum innsýn inn í nýja þekkingarbrunna grunnvísinda og tækniþróunar án þess að grunngreinar á borð við líffærafræði, sem stendur á gömlum merg, úreldist. Hún hefur reyndar gengið í endurnýjun lífdaga með myndgreiningatækni á borð við segulómun og tölvusneiðmyndatækni. Allir læknar þurfa að þekkja hvernig mannslíkaminn er byggður, hvar sinamar tengjast vöðvum og beinum og hvar taugabrautirnar liggja. Við getum ekki kastað því gamla fyrir róða þó ný þekking komi fram á sjónarsviðið. Ekki má svo gleyma því að væntingar samfélagsins til þjónustu, upplýsinga og samskipta við heilbrigðiskerfið taka sífelldum breytingum auk þess sem væntingar lækna til sjálfra sín hafa sömuleiðis tekið breytingum. Einyrkinn er orðinn fágæt persóna, bæði innan sjúkrahúsa og utan, og samfelldar vaktir sólarhringum saman þekkjast ekki lengur. Nú eru viðfangsefni víðast leyst í teymum, sem kallar á samstarf margra heilbrigðisstétta. Ekki er óalgengt að læknirinn vinni nú í náinni teymisvinnu með hjúkrunarfræðingi, sálfræðingi, lyfjafræðingi og félagsráðgjafa svo dæmi sé tekið, enda má segja að teymisvinna sé orðin stór þáttur af þjálfun lækna. Þessi þróun leiðir til bættrar þjónustu, en hefur án efa skipulagslegan vanda sem fylgifisk sem birtist m.a. í spurningum um hver beri endanlega ábyrgð gagnvart sjúklingnum. Við lítum svo á að læknirinn sé í forystuhlutverki teymisins, en hann er vissulega lélegur forystusauður ef hann kann ekki að vinna með öðrum, deila ábyrgð og sjónarmiðum og læra af öðrum. Við þurfum sífellt að vera á tánum í endurskoðun læknanámsins því mikilvægt er að við náum að skila frá okkur fólki sem hefur náð að þróa vísindalega og gagnrýna hugsun, tekur ábyrgð á eigin þekkingu, þekkir takmörk sín og axlar ábyrgð á ævilangri símenntun. Gangan heldur áfram þrátt fyrir að læknaskírteinið sé í hendi." Guðmundur Þorgeirsson forseti læknadeildar á skrifstofu sinni á Landspítala við Hringbraut. Alþjóðleg akademía Tvö til þrjú hundruð nemendur þreyta fjölþætt samkeppnispróf inn í læknadeildina í júní á hverju ári, en aðeins 48 sæti eru til skiptanna sem LÆKNAblaðið 2010/96 287

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.