Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 57
UMRÆÐA 0 G FRETTIR LÆKNADEILD gerir íslensku læknadeildina eina þá minnstu í veröldinni. Eftir sex ára læknanám tekur við eitt kandídatsár og síðan sérnám, sem er að lágmarki fjögur til fimm ár, en oft lengra. Hægt er að taka sérnám í geðlæknisfræði og heimilislækningum til fullnustu á íslandi og að hluta til í lyflækningum, handlækningum, skurðlækningum, kvensjúkdómum og fæð- ingahjálp, barnalækningum, meinafræði og fleiri sérgreinum. „Við viljum fá inn nemendur með fjölbreyttan bakgrunn og alls konar áhugamál, en þeir verða óhjákvæmilega að ráða við þungt raunvísindanám. Læknadeild verður hvorki rekin án háskólasjúkrahúss sem stendur undir nafni, né háskólasjúkrahús rekið án læknadeildar og akademískrar starfsemi. Þrátt fyrir smæð okkar erum við þátttakendur í alþjóðlegri akademíu. Hún byggir á alþjóðlegri þekkingu og við þurfum að leggja til þeirrar þekkingar til þess að geta talist þjóð meðal þjóða á þessu sviði. Það er ekki síst þess vegna sem rannsóknarstarfsemi, sem byggir á alþjóðlegum viðmiðum, er okkur svo gríðarlega mikilvæg. Smæðin gæti sett okkur í þann háska að einangrast, bæði faglega og fræðilega. Það sem hins vegar vinnur gegn slíkri þróun er að flestir íslenskir læknar fara til útlanda í framhaldsnám sem tryggir bæði gæði og framþróun í heilbrigðisþjónustunni. Þar að auki höfum við í nokkur ár látið okkar læknanema gangast undir skriflegt bandarískt læknapróf áður en þeir útskrifast sem styrkir bæði stöðu íslenskra læknanema og íslensku læknadeildarinnar." Kostir og gallar Allir bestu spítalar í heimi eru háskólaspítalar, að sögn Guðmundar. „Gæfa okkar er að eiga býsna sterkan háskólaspítala, sem stendur sig vel á öllum sviðum, veitir góða þjónustu, góða kennslu og stendur sig að mörgu leyti vel í rannsóknum. Sá niðurskurður sem nú blasir við bæði í heilbrigðiskerfinu og í háskóla- umhverfinu er bráðaógnun sem veikt getur alla rannsóknaviðleitni. Kannski væri hægt að kyngja slíkum niðurskurði í stuttan tíma, en til lengri tíma litið veikir hann bæði skólann og spítalann. Miðað við 10% niðurskurð á árinu 2011, þýðir það 55 milljóna niðurskurð á læknadeildina sem mest felst í launakostnaði. Við munum reyna að lágmarka skaðann með því að samtengja kennslu án þess að fórna gæðum, en gætum þurft að stytta eða sleppa einstaka námskeiðum. Og svo má ekki gleyma klisjunni sem segir: „í þrengingum felast sóknarfæri." Við munum reyna að nýta þau." Guðmundur segist vera ákaflega bjartsýnn á lækna framtíðarinnar. „Læknadeildin býr við þau forréttindi að fá til sín mjög hæft námsfólk sem leggur á deildina þær skyldur að gera tímann sem nemendur verja hjá okkur þess virði að honum sé þannig varið. Ég tel okkur vera mjög samkeppnisfær miðað við það sem er að gerast úti í heimi og smæðin hefur ekki bara galla. Hún hefur líka marga kosti sem birtast í kennsluumhverfinu. Hér er nánd milli nemenda og kennara miklu meiri en gengur og gerist erlendis. Hér eru fjölmörg rannsóknatækifæri sem byggjast á því að unnt er að ná utan um og rannsaka heila þjóð á einni eyju sem kemur sér vel í faraldsfræðilegum rannsóknum og erfðarannsóknum, sem segja má að sé okkar skrautfjöður í dag. Á mörgum sviðum höfum við náð sérlega góðum meðferðarárangri. Ég nefni sem dæmi árangur í meðferð á bráðri kransæðastíflu sem byggist ekki aðeins á færni lækna og annars starfsfólks á spítalanum heldur einnig á þekkingu alls samfélagsins. Þótt þumalputtareglan sé að það þurfi eina og hálfa milljón manna á bak við hvern læknaskóla, býður smæðin upp á fjölmörg spennandi tækifæri," segir forseti læknadeildar, Guðmundur Þorgeirsson, að lokum. LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.