Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.04.2010, Qupperneq 61
Súlurit 1. Fjöldi rannsókna á HSu á tímabilinu 1. janúar-31. október 2008 og 2009. Rannsóknum fækkaði milli ára úr 92.613 í 66.008 talsins, eða um 28,7%. Súlurit 2. Fjöidi rannsókna á rannsóknarstofu HSu á tímabilunum apríl-maí og september-október borinn saman milli áranna 2008 og 2009. Hér sést að rannsóknum fækkaði frá árinu 2008 til 2009 og er fækkunin meiri á tímabilinu september-október en apríl- maí. UMRÆÐA O G FRÉTTIR HAGRÆÐING: A F LÆKNADÖGUM Ekki er hægt að yfirfæra niðurstöðurnar á aðrar heilbrigðisstofnanir þar sem ytra réttmæti rannsóknarinnar er ekki nógu gott. Við erum með einn rannsóknarhóp sem ekki er raðað tilviljanakennt í og getum því ekki borið niðurstöðuna saman við samanburðarhóp. Niður- stöður gefa vísbendingar um hvaða fjárhagslega ávinningi væri hægt að ná annars staðar með sömu aðgerðum, en endurtaka þyrfti rannsóknina á öðrum stað til að staðfesta eða hafna okkar niðurstöðu. Niðurstöður Rannsóknum á rannsóknarstofu HSu á tímabilinu 1. janúar til 31. október fækkaði milli áranna 2008 og 2009 úr 92.613 í 66.008 eða um 28,7%, súlurit 1. A sama tíma dróst starfsemi ekki saman á HSu í innlögnum á sjúkradeildir eða fjölda samskipta heilsugæslu. Fjöldi rannsókna árin 2008 og 2009 100,000 80,000 60,000 40,000 20,000 Fjöldi rannsókna á tímabilinu apríl-maí 2009 var 14.587 en hafði verið 21.232 árið 2008. Þetta er því um 31% fækkun rannsókna milli ára á þessu tímabili, það er áður en rannsóknareyðublaði var breytt. Rannsóknum á tímabilinu september- október 2008 og 2009 fækkaði úr 21.527 í 13.437 sem er um 38% fækkun milli ára, það er eftir að rannsóknareyðublaði var breytt. Samanburð á fjölda rannsókna fyrir tímabilið september- október 2009 og 2008 má sjá í súluriti 2. Hlutfallsleg fækkun rannsókna milli ára er meiri þegar tímabilið sept-okt er skoðað miðað við apríl-maí, en mismunurinn nemur um 18%. Rannsóknir sem teknar höfðu verið af rannsóknareyðublaði fækkaði um 49% frá árinu 2008 til 2009 á tímabilinu jan-okt (úr 24.330 í 12.361). Rannsóknir sem ekki voru fjarlægðar af rannsóknareyðublaði fækkaði um 23% á sama tímabili, úr 62.921 í 48.473, súlurit 3. Áhrif eyðublaðs á fjölda rannsókna 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Rannsóknum fækkað á nýju belðnlnni Rannsóknum fækkað sem ekki eru á nýju belðnlnni Súlurit 3. Fækkun rannsókna á tímabilinu jan-okt milli áranna 2008-2009Jyrir pær rannsóknir sem voru hafðar áfram á rannsóknareyðublaðinu og þær rannsóknir sem fjarlægðar voru af rannsóknareyðublaðinu. Hér má sjá meiri fækkun rannsókna sem teknar voru af rannsóknareyðublaðinu miðað við pær sem vortt áfram á eyðublaðinu. Spurningalisti lækna Svarhlutfall spurningalistans var 100%, allir læknarnir 22 sem fengu listann skiluðu inn svörum. Þegar læknarnir voru spurðir hvort þeir teldu fræðsludaginn hafa fækkað þeim rannsóknum sem þeir pöntuðu fyrir sjúklinga sína, töldu 91% þeirra að fræðsludagurinn hefði haft mikil eða mjög mikil áhrif. Læknarnir voru spurðir hversu mikið þeir teldu sig hafa fækkað rannsóknum og töldu 86% sig hafa fækkað þeim á bilinu 10-30%. Umræða Rannsóknum á HSu fækkaði milli áranna 2008 og 2009. A tímabilinu apríl-maí fækkaði rannsóknum um 31% á árinu 2009 miðað við 2008. Er þessi samdráttur talinn standa í sambandi við fræðslufundinn í febrúar þó að hugsanlegt sé að aðrir þættir geti hafa haft áhrif. Seinna tímabilið september-október 2009 hafði rannsóknum fækkað um 38% frá árinu áður og um 18% frá fyrra tímabili ársins 2009. Er minnkun þessi talin stafa að hluta af breytingu á rannsóknareyðublaði sem á þessum tíma var komin í fulla notkun. Sú staðreynd að fækkun rannsókna var hlutfallslega meiri á seinna tímabili ársins en fyrra tímabili styður þá tilgátu að breyting á eyðublaði hafi haft viðbótaráhrif til fækkunar rannsókna, en starfsemin var sambærileg bæði árin. Þeim rannsóknum sem fjarlægðar voru af staðlaða rannsóknareyðublaðinu fækkaði nær helmingi meira en rannsóknunum sem voru hafðar áfram á eyðublaðinu. Ef borinn er saman fjöldi rannsókna á HSu við rannsóknir annarra sjúkrahúsa á suðvesturhluta landsins á árinu 2009 kemur í ljós að aukning á sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) um 2%, en fækkun verður um 2% á Landspítala. Á HSS og HSu fjölgaði legudögum á umræddu LÆKNAblaðiö 2010/96 293
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.