Læknablaðið - 15.04.2010, Page 63
H A G
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR
RÆÐING: A F LÆKNADÖGUM
tímabili en fækkaði um 2-3% á Landspítala. Fjöldi
samskipta á heilsugæslu HSu var svipaður árin
2008 og 2009 og er því ástæða fækkunar rannsókna
ekki minnkuð starfsemi stofnunarinnar.
Nær allir læknarnir sem rannsóknin náði
til fækkuðu rannsóknum sínum verulega eftir
fræðsludaginn í febrúar 2009. Aðeins tveir læknar
fjölguðu rannsóknum og hafði annar þessara
lækna verið frá vinnu stóran hluta árs 2008.
Samantekið má segja að fækkun rannsókna
er umtalsverð eftir fræðsludaginn og þeim
rartnsóknum sem mælt er með að fækka fækkar
mun meira en öðrum. Áhrif eyðublaðsins eru
einnig umtalsverð á þann hátt að umframfækkun
rannsókna virðist verða þegar nýtt eyðublað er
innleitt.
Rekstraruppgjör HSu fyrir árið 2009 sýndi
nærri 20 milljóna lægri rekstrarkostnað árið 2009
en árið 2008 þrátt fyrir verulega hækkun allra
aðfanga.
Niðurstaða spurningakönnunar leiðir í ljós
jákvæða afstöðu læknanna til inngrips stjórnenda
til að fækka rannsóknum og lækka með því
kostnað. Meirihluti lækna er sáttur og telur
fræðsluna hafa verið gagnlega. Líklegt má telja að
árangur hefði orðið minni ef afstaða lækna hefði
verið neikvæðari.
Við rannsóknina nutum við aðstoðar starfsfólks
rannsóknarstofu HSu og Landspítala sem tók
saman fjölda rannsókna gerða á þessu tímabili.
Þakkir til allra lækna og lífeindafræðinga sem
sýndu málinu áhuga og tóku þátt af áhuga og með
góðri virkni, bæði þátttakendur og fyrirlesarar á
fræðadegi. Einnig þakkir til HSS og Landspítala
fyrir upplýsingar um fjölda rannsókna hjá þeim.
Heimildir
1. Bain KT. Barriers and strategies to influenceing physician
behaviour. Am J Med Quality 2007; 22: 5-7.
2. Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Ársskýrsla Hsu 2008.
3. Greco PJ, Eisenberg JM. Changing physicians' practices. N
Engl J Med 1993; 329:1271-4.
4. Tiemey WM, Hui SL, McDonald CJ. Delayed feedback of
physician performance versus immediate reminders to
perform preventive care: effects on physician compliance.
Med Care 1986; 24: 659-66.
5. Eisenberg JM. Doctors' decisions and the cost of medical
care. Ann Árbor, Mich. Health Administration Press 1986.
Börnin þyngjast og þyngjast
Hávar
Sigurjónsson
þýddi
Athygli heimsins beinist að vaxandi offitu
Bandaríkjamanna með átaki í nafni forseta-
frúarinnar Michelle Obama undir slagorðinu
Let's Move. Staðreyndir um offitu barna þar eru
skelfilegar en önnur vestræn ríki eru ekki langt á
eftir í þróuninni. Margt hefur verið rætt og ritað
um efnið og enginn ætti að velkjast í vafa um
það; lausnirnar eru fyrir hendi en þegar kemur að
framkvæmd virðast hindranirnar óyfirstíganlegar.
í leiðara Lancet 20. febrúar er bent á að
samkvæmt niðurstöðum National Health and
Nutrition Examination Survey er annað hvert barn
í Bandaríkjunum við eða yfir 85 hundraðshluta
markinu á BMI kvarðanum. Ennfremur kemur
fram í niðurstöðum Kaiser Family stofnunarinnar
að bandarísk börn á aldrinum 8-18 ára verja
að meðaltali 7,5 klukkustundum á dag við
hreyfingarlausa iðju eins og sjónvarp, tölvu,
tónlist og tölvuleiki. Verður að teljast bitamunur
en ekki fjár hvort evrópsk börn verja heldur styttri
tíma við sömu iðju daglega.
Átakið sem Obama leiðir beinist að fjórum
þáttum sem hafa áhrif á offitu bama: vanþekkingu
foreldra á hollri fæðuvali, lélegri næringu í skólum,
hreyfingarleysi í daglegu lífi og takmörkuðum
aðgangi að hollum mat í verslunum í hverfum
lágtekjufólks. Hið síðasttalda á einna síst við
um íslenskan veruleika, en bent hefur verið á
að aðgangur að hollum matvælum sé ekki nóg,
verðlagning þeirra verður að leyfa almenningi
að geta keypt þau. Hefur oft verið bent á að
grænmeti og ávexti séu mun dýrari en svokallaður
ruslmatur og að niðurgreiðsla eða verðstýring á
hollum mat verði að koma til ef hvatning af þessu
tagi eigi að hafa áhrif á innkaupavenjur fólks.
í nýrri rannsókn sem Lancet vísar til kemur
fram að staðsetja megi upphafspunkt offitu barna
sem við tíu ára aldur eru komin að eða yfir 85
hundraðshluta af BMI, við 22 mánaða aldur.
Fullyrt er að aldursbilið milli 6 mánaða og tveggja
ára sé hið mikilvægasta í mótun matarsmekks
bamsins og því verði að beina meginþunga
fræðslu og stuðnings að nýbökuðum foreldrum
og gera þeim grein fyrir að mataræði barnsins til
framtíðar ráðist að miklu leyti á þessum aldri.
Til að árangur náist verði að fara saman fræðsla,
stuðningur, aðgengi, verðstýring, hvatning og
samhæft átak á öllum stigum umönnunar þar sem
börnum er boðinn matur, ef ekki á að fara sem
horfir að óbreyttu; að hverfa verði aftur fyrir miðja
síðustu öld til að finna sambærilegar lífslíkur fyrir
kynslóðina sem nú er að vaxa úr grasi.
LÆKNAblaðið 2010/96 295