Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 67

Læknablaðið - 15.04.2010, Page 67
UMRÆÐA O G FRÉTTI AFMÆLI LANDLÆKNI Til vinstri Laura Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri á gæða- og lýðheilsusviði, og Hildur Kristjánsdóttir, Ijósmóðir og verkefnisstjóri á sama sviði. Á myndinni erufleiri burðarásar landlæknis,frá vinstri: Svanhildur Þorsteins- dóttir verkefiússtjóri, júlíana Héðinsdóttir aðstoðarmaður sóttvarnalæknis, Sara Haildórsdóttir skjalastjóri, tveir fulltrúar af heilbrigðistölfræðisviði; Lilja Bjarklind Kjartansdóttir og Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og dóttir hennar, Arna ísold. Sextán landlæknar á 250 árum Jóhanna Ingvarsdóttir iohanna@evropubruin.is Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Bjarni Pálsson, fyrsti sérmenntaði læknirinn á íslandi, var skipaður fyrsti íslenski landlæknirinn með konungsúrskurði hinn 18. mars árið 1760. Með skipun hans í embætti má segja að heilbrigðis- þjónusta í nútímaskilningi hafi haldið innreið sína í landið. Embætti landlæknis er eitt elsta samfellda veraldlega embætti íslandssögunnar og hafa alls 16 læknar gegnt því fram á þennan dag, sumir þó oftar en einu sinni. 250 ára afmælis landlæknisem- bættisins var minnst með málþingi í hátíðarsal Háskóla íslands á afmælisdaginn að viðstöddu fjölmenni. Málþingið var haldið í samvinnu við Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Lækningaminjasafnið. Að loknu setningarávarpi heilbrigðisráðherra, Álfheiðar Ingadóttur, flutti Margrét Bjömsdóttir, settur forstjóri Lýðheilsustöðvar, afmæliskveðju. Fimm fræðimenn héldu erindi um ýmsa þætti í sögu embættisins frá öndverðu þar sem litið var yfir þróunina all t til þessa dags. Sá liður var í hönd- um fræðimannanna Erlu Dorisar Halldórsdóttur hjúkrunar- og sagnfræðings, Ólafar Garðarsdóttur sagnfræðings, Óttars Guðmundssonar geð- læknis, Þórólfs Guðnasonar yfirlæknis og Jóns Ólafs ísberg sagnfræðings. Að erindunum lokn- um flutti Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, afmæliskveðju og að síðustu ávarpaði Geir Gunnlaugsson, núverandi landlæknir, hátíðar- gesti. í máli ráðherra á málþinginu kom fram að hafinn sé undirbúningur að sameiningu land- læknisembættis og Lýðheilsustöðvar og að ný sameinuð stofnun taki til starfa um næstu áramót. Sameiningin er í samræmi við tillögu starfsnefndar um breytta skipan stjórnsýslu heil- brigðisráðuneytisins. Verkstjórn þessa verður í höndum Margrétar Björnsdóttur, setts forstjóra Lýðheilsustöðvar. Úr hátíðasal Háskóla íslands 18. mars síöastliðinn á málþingi í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá því landlæknisembættið var sett á laggirnar. Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson, birt með leyfi landtæknis.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.