Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR þróun er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem stigun og greining lungnakrabbameins er algengasta ábendingin fyrir miðmætisspeglun og þar á eftir sýnatökur vegna eitlastækkana eða óþekktra fyrirferða í miðmæti.2 Nákvæm stigun miðmætiseitla er afar mikil- væg í uppvinnslu og meðferð sjúklinga með lungnakrabbamein.3 Niðurstöður úr miðmætis- speglun geta til dæmis ráðið úrslitum um hvort skurðaðgerð komi til greina (útiloka stig IIIB) eða hvort beita þurfi viðbótarmeðferð fyrir hugsanlega skurðaðgerð (stig IIIA).3 Næmi rannsóknarinnar er mjög hátt, eða allt að 90% og sértæki 100%.3-15,16 Á síðustu árum hafa nýjar rannsóknaraðferðir rutt sér til rúms erlendis, sérstaklega jáeindaskanni, en næmi hans við greiningu lungnakrabbameins er á bilinu 79-85% og sértæki 89-92%.12 Jákvæð skönn verður þó að staðfesta með vefjasýni og oftast fást þau með miðmætisspeglun. Einnig er hægt að ná sýni úr miðmætiseitlum með ástungu í gegnum berkju (transbronchial needle aspiration TBNA) eða vélinda (esophageal ultrasound EUS).13 Er þá notast við ómhaus tengdan speglunartæki til að staðsetja stækkaða eitla og síðan stinga á þeim. Þessar aðferðir eru ekki eins næmar (79-92%)13- 14 og miðmætisspeglun. Þær koma þó til greina í völdum tilfellum, sérstaklega við sýnatöku eitla neðarlega í miðmæti, en þangað er ekki hægt að komast með miðmætisspeglun.15 Jáeindaskanni er ekki í boði hér á landi og miðmætisspeglun því mikilvæg við uppvinnslu sjúklinga með lungnakrabbamein. Ef fylgt er erlendum leiðbeiningum er mælt með því að framkvæma miðmætisspeglun hjá þorra sjúklinga (hugsanlega má sleppa sjúklingum með T1 æxli, <3 cm) með lungnakrabbamein og ná sýnum úr eitlum í fremra miðmæti. Þetta á einnig við þótt eitlar virðist eðlilega stórir á tölvusneiðmynd- um.3-16 Ástæðan er sú að i allt að 15-20% tilvika geta leynst smásæ meinvörp í eðlilega stórum eitlum hjá sjúklingum með lungnakrabbamein af ekki-smáfrumugerð.16 Athygli vekur að í stigunar- aðgerðum hér á landi voru aðeins tekin sýni frá tæplega tveimur eitilstöðvum, en sýnum fjölgaði þó á síðari hluta tímabilsins. Þetta er mikilvægt, enda er mælt með því að taka sýni frá að minnsta kosti fimm mismunandi stöðvum í slíkum spegl- unum.3 Hjá hluta sjúklinganna er miðmætisspeglun gerð vegna gruns um góðkynja sjúkdóma. Þannig reyndist 31 sjúklingur (12%) hafa sarklíki. í rannsókn á sarklíki á íslandi frá 1981 til 2003 voru 60 af 235 sjúklingum (25,5%) greindir með miðmætisspeglun sem var önnur algengasta greiningaraðferðin á eftir berkjuspeglun.17 í okkar rannsókn voru ósérhæfðar breytingar algengastar af góðkynja orsökum, eða í 33,6% tilfella. Þetta er svipað og í erlendum rannsóknum.2 Styrkur þessarar rannsóknar er að hún nær yfir langt tímabil en auk þess er um tilfelli frá einni stofnun að ræða sem aðeins sjö skurðlæknar hafa framkvæmt. Hins vegar er veikleiki að rannsóknin er afturskyggn, sérstaklega hvað viðkemur skráningu fylgikvilla, en þar var stuðst við upplýsingar úr sjúkraskrám. Miðmætisspeglunum fjölgar hér á landi, aðal- lega í tengslum við stigun sjúklinga með lungna- krabbamein. Ræður þar miklu að ábendingar fyrir miðmætisspeglun eru orðnar skýrari. Einnig sýnir rannsóknin að miðmætisspeglun er fljótleg rannsókn og örugg og tíðni alvarlegra fylgikvilla lág. Þakkir Fær Gunnhildur Jóhannesdóttir fyrir aðstoð við leit að sjúklingagögnum. Þessi rannsókn var styrkt af Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar og Vísindasjóði Landspítala. Heimildir 1. Carlens E. Mediastinoscopy: a method for inspection and tissue biopsy in the superior mediastinum. Dis Ches 1959; 36: 343-52. 2. Hammoud ZT, Anderson RC, Meyers BF, et al. The current role of mediastinoscopy in the evaluation of thoracic disease. J Thorac Cardiovasc Surg 1999; 118: 894-9. 3. Detterbeck FC, Jantz MA, Wallace M, Vansteenkiste J, Silvestri GA. Invasive mediastinal staging of lung cancer: ACCP evidence-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest 2007;132(3 Suppl):202S-220S. 4. Venissac N, Alifano M, Mouroux J. Video-assisted mediastinoscopy: experience from 240 consecutive cases. Ann Thorac Surg 2003; 76: 208-12. 5. Iannuzzi MC, Rybicki BA, Teirstein AS. Sarcoidosis. N Engl J Med 2007; 357: 2153-65. 6. Sandlund JT, Downing JR, Crist WM. Non-Hodgkin's lymphoma in childhood. N Engl J Med 1996; 334:1238-48. 7. Park BJ, Flores R, Downey RJ, Bains MS, Rusch VW. Management of major hemorrhage during mediastinoscopy. J Thorac Cardiovasc Surg 2003; 126: 726-31. 8. Lemaire A, Nikolic I, Petersen T, et al. Nine-year single center experience with cervical mediastinoscopy: complications and false negative rate. Ann Thorac Surg 2006; 82: 1185-9; discussion 1189-90. 9. Naruke T, Goya T, Tsuchiya R, Suemasu K. Prognosis and survival in resected lung carcinoma based on the new international staging system. J Thorac Cardiovasc Surg 1988; 96: 440-7. 10. Widstrom A. Palsy of the recurrent nerve following mediastinoscopy. Chest 1975; 67: 365-6. 11. Kwon TK, Buckmire R. Injection laryngoplasty for management of unilateral vocal fold paralysis. Curr Opin Otolaryngol Head Neck Surg 2004; 12: 538-42. 12. Devaraj A, Cook GJ, Hansell DM. PET/CT in non-small cell lung cancer staging-promises and problems. Clin Radiol 2007; 62:97-108. 13. Annema JT, Versteegh MI, Veselic M, Voigt P, Rabe KF. Endoscopic ultrasound-guided fine-needle aspiration in the diagnosis and staging of lung cancer and its impact on surgical staging. J Clin Oncol 2005; 23: 8357-61. 14. Toloza EM, Harpole L, McCrory DC. Noninvasive staging of non-small cell lung cancer: a review of the current evidence. Chest Jan 2003; 123(1 Suppl):137S-146S. 15. Whitson BA, Groth SS, Maddaus MA. Surgical assessment and intraoperative management of mediastinal lymph nodes in non-small cell lung cancer. Ann Thorac Surg 2007; 84: 1059-65. 402 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.