Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 28

Læknablaðið - 15.06.2010, Síða 28
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFEL L I blóðleysi og blettun rauðra blóðkorna með lútsæknum ögnum (e. basophilic stippling). Greining Góð einkennasaga, fjölskyldusaga og skoðun eru mikilvæg í greiningu porfýríu. Með mælingu á milliefnum hemmyndunar, ensímmælingum og leit að stökkbreytingum í meingenum má staðfesta greininguna. Það fer eftir porfýríu hvaða milliefni hemmyndunar eru aukin og hvar þau finnast, það er hvar í myndunarferli hems er ensímgalli. Þær porfýríur sem verða vegna uppsöfnunar milliefna í forstigum rauðra blóðkorna (CEP og EPP) eru fyrst og fremst greindar með mælingu á milliefnum í rauðum blóðkornum. Þær porfýríur sem verða vegna uppsöfnunar milliefna í lifur, svo sem AIP, má aftur á móti greina með mælingu á milliefnum í þvagi og stundum einnig í saur. Sé þvag sjúklings með AIP látið standa nokkra stund dökknar það í sumum tilfellum og verður rauðleitt vegna oxunar uppsafnaðra milliefna. Þetta getur verið vísbending um greininguna. Staðfesting á AIP felst hins vegar í mælingu á ALA og PBG í þvagi eins og gert var í umræddu tilfelli. Auðvelt er að gera eigindleg útdráttarpróf fyrir PBG og úróporfýrín/cópróporfýrín. Þessi próf eru þó ekki 100% sértæk og jákvæða niðurstöðu þarf að staðfesta með magnbundnum prófum. Þéttni ALA og PBG í þvagi er alltaf aukin hjá AIP sjúklingum með einkenni en hún getur einnig verið yfir eðlilegum viðmiðunarmörkum þegar þeir eru einkennalausir.5 Styrkur porfýrína er oft aukinn í þvagi hjá sjúklingum með AIP vegna sjálfkrafa myndunar á úróporfýríni frá mikið hækkuðu PBG. Styrkur porfýrína í saur er yfirleitt eðlilegur hjá sjúklingum með AIP.6 Hjá sumum sjúklingum með AIP má staðfesta greiningu með því að sýna fram á um 50% lækkun á virkni ensímsins HMBS í rauðum blóðkornum.1 Sumir sjúklingar hafa hins vegar eðlilega virkni í rauðum blóðkornum því þeir hafa stökkbreytingu í þeim hluta HMBS gensins sem eingöngu er notaður við myndun lifrarísóforms ensímsins. Þessu til viðbótar má staðfesta greiningu AIP með því að leita að stökkbreytingum í HMBS geninu. Þetta próf má einnig nota í erfðaráðgjöf og skimun meðal fjölskyldumeðlima. Meðferð Brátt porfýríukast getur verið lífshættulegt og krefst tafarlausrar meðferðar til að fyrirbyggja alvarlega fylgikvilla. Afar mikilvægt er að stöðva tafarlaust gjöf þeirra lyfja sem þekkt er að geta valdið bráðri versnun á porfýríu með því að auka myndun milliefna. Þar sem þekking á áhrifum lyfja á sjúkdóminn er takmörkuð skyldi fara varlega í gjöf allra lyfja. Listi yfir lyf sem eru talin örugg er aðgengilegur á netinu (til dæmis á www. porphyria-europe.com). Meðferð bráðs porfýríukasts má skipta í sértæka meðferð sem stuðlar að því að draga úr virkni ALA synþasa í lifur og í ósértækari einkennameðferð. Bæling ALA synþasa Virkni ALA synþasa er stýrt gegnum neikvæða afturverkun hems. Draga má úr offramleiðslu á ALA og þar af leiðandi myndun á milliefnum með því að leiðrétta undirliggjandi skort á hemi. Hægt er að gefa hemín sem er hem með klórsameind. Bestar virðast horfur vera ef hemín meðferð er hafin sem fyrst í bráðu porfýríukasti.1,7 Algengasta aukaverkun hemínmeðferðar er bláæðabólga. Hemín er til í tvenns konar formum, hem- arginat, sem er blanda hemíns og L-arginíns, og hematín (e. lyophyilized hydroxyheme). Hem- arginat (Normosang®) er oftast notað þar sem það hefur óveruleg eða engin bælandi áhrif á storkukerfið og líkur á bláæðabólgu eru litlar. Á meðgöngu ætti eingöngu að nota hem-arginat sé kastið alvarlegt þar sem fáar rannsóknir liggja fyrir um mögulega skaðsemi þess.7-8 Ekki er hægt að gefa hemín um munn þar sem það er brotið niður af hem-oxygenasa við frásog í þörmum. Gefin eru 3-4 mg/kg/dag (þó aldrei meira en 250 mg/dag) hægt í fjóra daga í stærri útlæga eða miðlæga bláæð til að forðast bláæðabólgu. Yfirleitt kemur bati hratt fram ef gjöf hemíns hefst snemma í kasti, jafnvel á einum til tveimur dögum, og er þá sérstaklega átt við einkenni frá meltingarvegi. Meðferðin hefur ekki jafnmikil áhrif á einkenni frá taugakerfi. Gangi kastið ekki yfir á fjórum dögum má í undantekningartilfellum endurtaka meðferðina.8 Gjöf kolvetna getur bælt virkni ALA synþasa og bætt næringarástand. í mildum köstum þar sem kviðverkir eru vægir og lömunareinkenni eru ekki til staðar geta kolvetni verið fullnægjandi meðferð.9 í okkar tilfelli var ákveðið að hefja meðferð með kolvetnum þar sem kastið var metið milt. Kolvetnagjöf má einnig nota samhliða hemínmeðferð. Mælt er með gjöf 5-10% glúkósalausnar í æð og miðað við að gefa 300 grömm að lágmarki á sólarhring.1'9 Hafa ber í huga hættuna á lækkun natríumstyrks í plasma sem fylgt getur gjöf lausnarinnar í æð líkt og gerðist í okkar tilfelli. Reyna má kolvetnaríka fæðu um munn ef ógleði er ekki til staðar og ekki er grunur um garnalömun. Hafi meðferð með gjöf kolvetna ekki dugað til og standi hemínmeðferð ekki til boða má reyna 416 LÆKNAblaöið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.