Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.06.2010, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI H2-viðtakahindrann címetidín. Címetidín hindrar virkni hem-oxídasa og minnkar þannig notkun á hemi. Þannig fæst fram minnkuð virkni ALA synþasa gegnum neikvæða afturverkim.10 Ekki eru þó til slembirannsóknir á virkni címetidíns í bráðu porfýríukasti og auk þess hefur lyfið verið tekið af markaði hérlendis. Tilbúnar hliðstæður hems, svo sem tin prótóporfýrín, sem hindra virkni hem-oxygenasa á samkeppnisgrunni geta leitt til minnkaðs niðurbrots á hemi og aukins magns hems í lifur. Þessi meðferð er enn á tilraunastigi.11 Einnig hefur verið lýst bata hjá sjúklingi með alvarlega bráða porfýríu sem gekkst undir lifrarígræðslu en frekari rannsókna er þörf.12 Að auki er verið að rannsaka hvort leiðrétta megi ensímgallann hjá sjúklingum með porfýríu með genaflutningi.13 Einkennameðferð Einkenni á borð við ógleði, uppköst, svefnleysi, kvíða og ofskynjanir má meðhöndla með fenóthíazínum,1 svo sem prómetazíni líkt og gert var í tilfellinu sem um ræðir. Við hægðatregðu má reyna neostigmín eða laktulósu og við kviðverk eða útlægum verkjum asetýlsalisílsýru, petidín eða ópíóíða. Flog geta reynst erfið í meðhöndlun þar sem flest flogaveikilyf geta gert porfýríukast verra. Benzódíazepín eru þó talin örugg1 sem og gabapentín.14 Ihuga ætti fyrirbyggjandi flogameðferð ef sjúklingur hefur lágan natríumstyrk í plasma. Vökvagjöf er mikilvæg vegna vökvaskorts og fylgja þarf eftir elektrólýtum og kreatíníni í plasma. Gefa má saltvatn í æð en sem áður segir er gjöf sykurlausnar mikilvæg í sértækri meðferð og er því fyrsta val ef gefa á vökva. Meðferð natríumlækkunar í plasma fylgir sömu ferlum og almennt er. Hraðtakt og háþrýsting má meðhöndla með (3-viðtakahindrum svo sem própranólóli eða labetalóli en fara skal varlega ef grunur er um vökvaskort.15 I okkar tilfelli var sjúklingnum gefið labetalól með góðum árangri. Framkvæma ætti blásturspróf og fylgjast með öndunarrýmd til snemmgreiningar á mænukylfulömun. Komi fram öndunarslæving ætti að flytja sjúkling á hágæslueiningu þar sem versnun getur orðið hröð. Fylgjast þarf vel með einkennum frá taugakerfi, sérstaklega nærlægum vöðvastyrk, og vera á varðbergi gagnvart garnalömun, þani á þvagblöðru og geðeinkennum. Fylgikvillar Aukin hætta er á háþrýstingi og afleiddri langvinnri nýmabilun meðal porfýríusjúklinga og ætti því að viðhafa árlegt eftirlit með blóðþrýstingi og nýrnastarfsemi.16 Sjúklingar með bráða porfýríu eru í aukinni hættu á skorpulifur og lifrarfrumukrabbameini og mæla sumir með árlegum mælingum á a-fetopróteini í sermi og ómskoðun á lifur meðal sjúklinga eldri en 50 ára.17 Þunglyndi er algengara meðal sjúklinga með tíð köst eða krónísk einkenni.9 Komi taugaeinkenni fram geta þau gengið að fullu til baka með meðferð en það getur einnig tekið marga mánuði fyrir alvarlega taugakvilla að ganga til baka þó að framþróun þeirra stöðvist við meðferð. Horfnr Fyrir 1970 var dánartíðni í bráðu porfýríukasti há. Með tilkomu betri greiningar og meðferðar ásamt greiningu arfbera og notkun forvarna hafa horfur batnað.9-18 í rannsókn meðal finnskra og rússneskra sjúklinga kom fram að tekist hefur að minnka hlutfall sjúklinga með einkenni úr 49% í 17%. Enn fremur skilaði góð fræðsla til sjúklinga því að frekari köst voru fyrirbyggð meðal 60% sjúklinga með einkenni og 95% sjúklinga án einkenna.19 Niðurstöður sænskra rannsókna eru á sama veg.20 Forvarnir Mikilvægt er að fræða sjúklinga. Til að fyrirbyggja kast ætti að varast föstu eða mikla skerðingu á neyslu hitaeininga og forðast þau lyf og efni sem vitað er að geti kallað fram porfýríu. Forðast ætti áfengi og reykingar.2-21 Fyrirbyggjandi gjöf hemíns á eins til tveggja vikna fresti hefur stundum verið notuð ef um endurtekin köst er að ræða.22 Rannsóknir á gagnsemi eru þó takmarkaðar og hætta er á ofhleðslu járns. Hjá sumum konum framkallast kast í gulbúsfasa tíðahringsins og getur þá gjöf hliðstæðu gónadótrópín leysihormóns komið að gagni.23 Mælt er með erfðaráðgjöf og rannsókn hjá fyrstu gráðu ættingjum sjúklinga með porfýríu. Þannig má finna einkennalausa arfbera og fyrirbyggja bráð köst með fræðslu og forvörnum.2 Lokaorð Slitrótt bráðaporfýría er efnaskiptasjúkdómur sem getur valdið bráðum og jafnvel hratt versnandi og lífshættulegum veikindum. Sjúkdómurinn er ekki algengur hérlendis og einkenni eru oft ósértæk og er því mikilvægt að hafa aðrar mismunagreiningar í huga ef sjúklingar eru af erlendu bergi brotnir. Sjúklingurinn sem um ræðir vissi greininguna en vegna tungumálaörðugleika kom það ekki fram við sögutöku og konan var í tvígang send heim án fullnægjandi rannsókna sem leitt hefðu til greiningar. Það er von okkar að þessi grein verði LÆKNAblaðið 2010/96 41 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.