Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 48

Læknablaðið - 15.06.2010, Side 48
U M R Æ Ð A U N G U R V í O G FRÉTTIR SINDAMAÐUR Rannsakar afleiðingar áfalla Hávar Sigurjónsson Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur var útnefnd Ungur vísindamaður ársins á árlegri vísindamessu Landspítalans Vísindi á vordögum nú í byrjun maí. Berglind stundaði doktorsnám í klínískri sálfræði við ríkisháskólann í Buffalo í New York og starfar á geðsviði Landspítala. Doktorsverkefni hennar snerist um tengsl varnarviðbragða og áfallastreituröskunar en rannsóknir hennar hér heima hafa beinst í svipaða átt; hún framkvæmdi stóra rannsókn á afleiðingum jarðskjálftans á Suðurlandi 29. maí 2008. Það er einmitt fyrir rannsóknir sínar á áföllum og afleiðingum þeirra sem henni hlotnaðist heiðurinn á dögunum. „Við erum óneitanlega komin mun styttra á rannsóknum á þessu efni hér heima á Islandi. Frá því ég kom heim hefur talsverður tími farið í að þýða og staðfæra mælitæki sem nauðsynleg eru við rannsóknirnar. Það skiptir miklu að hafa vandaðar þýðingar á spurningalistum í upphafi en þetta er auðvitað vinna sem nýtist síðan áfram við rannsóknir síðar/' segir Berglind. Hún segir að með jarðskjálftanum í maí 2008 hafi skapast einstakt tækifæri til að fylgjast með fólki og langtímaáhrifum skjálftans. „Eg var kölluð til að hanna og vinna þessa rannsókn af landlækni og samráðshópi um áfallahjálp. Mitt svið er í rauninni afleiðingar áfalla og bataferlið; hér eru fáar rannsóknir til enn sem komið er og mörgum grunnspurningum er því ósvarað. Eru afleiðingar áfalla þær sömu hér og annars staðar? Er tíðnin svipuð eða skerum við okkur úr öðrum þjóðum að einhverju leyti? Við erum að vinna okkur fram til þess að standa jafnfætis öðrum í þekkingu en jafnframt bæta við þekkingu á þessu sviði sem nýtist erlendis." Hún segir enn of snemmt að svara þessum spurningum en fyrstu niðurstöður rannsóknar á afleiðingum skjálftans 2008 bendi til þess að stærri hluti þeirra sem upplifa vandamál eftir skjálftann nái sér eins og gert var ráð fyrir miðað við erlendar rarmsóknir. „Við þurfum að skoða betur áhrif bankahrunsins haustið 2008 á þá sem upplifa áfallastreitueinkenni en hugsanlegt er að það setji nokkurt strik í reikninginn og raski hefðbundnu bataferli." Þekkingunni fleygir fram Berglind segist mjög bjartsýn fyrir hönd sérgreinar sinnar og segir mikinn skilning á mikilvægi sérhæfðrar úrvinnslu í kjölfar áfalla og hamfara. „Það er mikilvægt að muna að flestir ná sér af Heimilislæknaþingið 2010 Stykkishólmi 8.-9. október Heimilislæknaþing Félags íslenskra heimilislækna verður að þessu sinni haldið á Hótel Stykkishólmi dagana 8.-9. október 2010. Eins og á fyrri þingum verða kynntar rannsóknir, rannsóknaráætlanir og þróunarverkefni í formi erinda og veggspjalda. Þeir sem vilja kynna slík verkefni eru beðnir að senda ágrip til Jóhanns Ág. Sigurðssonar í rafrænu formi á netfangið: iohsig@hi.is. Ágrip skal skrifa á eitt A4 blað með sama sniði og á fyrri þingum félagsins, en þar er miðað við Times New Ftoman letur, stærð 14, um 300 orð eða sem svarar 2000 slögum. Þar skal koma fram tilgangur verkefnis og þar sem það á við, efniviður, aðferðir, niðurstöður og ályktanir. Skiiafrestur ágripa er til 25. ágúst næstkomandi. Ágripin verða birt í sérstöku riti þingsins. Á þinginu verður jafnframt umfjöllun um gæðaþróunarmál bæði í formi fyrirlestra og í vinnuhópum. Nánari dagskrá og upplýsingar um skráningu verður auglýst síðar. Fh. undirbúningsnefndar Anna K. Jóhannsdóttir formaður fræðslunefndar FÍH 436 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.