Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Starfsvettvangur 273 íslenskra skurðlækna þann 1. september2008. Ekkieru taldir með unglæknar ísérnámi á íslandi. Gefinn er upp fjöldi, meðaltöl og prósentur. Fjöldi(%) Meðalaldur Karlar Konur Hlutfall kvenna (%) I starfi á (slandi 138 (50,5) 52 127 11 8,0 [ starfi erlendis 63 (23,1) 44 52 11 17,5 Á eftirlaunum á l’slandi 29 (10,6) 77 28 1 3,4 Á eftirlaunum erlendis 7 (2,6) 76 7 0 0 í sérnámi erlendis 36 (13,2) 34 29 7 19,4 Samtals 273 (100) 243 30 Efniviður og aðferðir Á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst 2008 var öllum íslenskum skurðlæknum sem útskrifuðust úr læknadeild Háskóla íslands sendur tölvupóstur þar sem beðið var um upplýsingar um núverandi búsetu, starf, aðalsérgrein og undirsérgrein. Farið var eftir spurningalista sem útbúinn var af einum höfunda (TG) í samvinnu við Skurðlæknafélag íslands. Einnig var spurt í hvaða landi sérfræði- menntun fór fram og hvort sérfræðiprófi, meistaraprófi eða doktorsprófi hefði verið lokið í viðkomandi landi. Nöfn skurðlækna voru fundin í gegnum ítarlega og uppfærða skrá SKÍ. Jafnframt var leitað í Lækiwtnli og nöfn borin saman við skrá SKÍ. Þrjátíu skurðlæknum sem ekki svöruðu tölvupósti var sent bréf eða hringt í þá. Þannig fengust upplýsingar frá öllum skurðlæknum á skrá (100% svörun) búsettum á íslandi og erlendis. Einnig voru fengnar upplýsingar um Islendinga sem stunda sérnám í skurðlækningum erlendis, meðal annars frá Félagi almennra lækna (FAL) og félögum íslenskra lækna erlendis. Loks var haft samband við íslenska skurðlækna erlendis og þeir spurðir út í einstaklinga sem hófu nám í skurðlækningum eftir að komið var út. Þessum Tafla II. Aldursskipting 237 starfandi íslenskra skurðlækna þann 1. sept. 2008, bæði þeirra sem störfuðu á Islandi og erlendis. Teknir eru með læknar i sérnámi erlendis en ekki skurðiæknar sem komnir eru á eftirlaun. Aldursbil Starfandi á Islandi Starfandi erlendis I sérnámi erlendis Alls % 25-29 0 0 1 1 0,4 30-34 0 0 19 19 8,0 35-39 14 23 15 52 21,9 40-44 16 17 1 34 14,3 45-49 18 4 0 22 9,3 50-54 27 12 0 39 16,5 55-59 39 7 0 46 19,4 60-64 17 0 0 17 7,2 65-69 7 0 0 7 3,0 >70 0 0 0 0 0,0 Samtals 138 63 36 237 100 Meðalaldur 52 44 34 47 læknum voru síðan sendir spurningalistar í pósti eða haft samband við þá símleiðis. Rannsóknin náði því til allra skurðlækna innan allra undirsérgreina skurðlækninga sem taldar eru upp í reglugerð nr 305/1978 um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa, auk háls-, nef- og eyrnalækninga sem eru sérstök sérgrein samkvæmt reglugerðinni.5 Augnlæknar, fæðinga- og kvensjúkdómalæknar voru undanskildir, einnig unglæknar sem nýlega höfðu hafið sérnám í skurðlækningum á Landspítala (n=16) eða á Sjúkrahúsinu á Akureyri (n=2). Ekki voru heldur teknir með erlendir læknar sem fengið höfðu sérfræðiviðurkenningu í skurðlækningum á íslandi en höfðu aldrei starfað hér. Við skiptingu í undirsérgreinar var aðeins talin ein undirsérgrein. Var miðað við þá undirsérgrein sem viðkomandi skurðlæknir starfaði aðallega við þegar rannsóknin fór fram (ágúst 2008). Til almennra skurðlækna töldust skurðlæknar sem fást við kviðarholsaðgerðir, auk aðgerða á innkirtlum og brjóstum vegna brjóstakrabbameins. Fjórir handarskurðlæknar voru taldir með bæklunarskurðlæknum. Starfs- vettvangur miðaðist við aðalstarf, til dæmis Landspítala ef unnið var þar í rúmlega hálfu starfi, óháð því hvort sami einstaklingur ræki einkastofu samhliða störfum á sjúkrahúsi. Ef sérfræðinám var stundað í fleiri en einu landi var miðað við það land þar sem sérnám hafði verið stundað lengst. Við mat á vinnumarkaði skurðlækna var beitt nokkrum nálgunum, svipuðum þeim sem notast var við í áðurnefndum skýrslum um vinnumarkað lækna á Norðurlöndunum.3 Framboð var skilgreint sem fjöldi skurðlækna sem lokið höfðu sérnámi, að frátöldum þeim sem komnir voru á eftirlaun. Einnig voru taldir með íslendingar í sémámi erlendis. Gert var ráð fyrir að skurðlæknar starfi til 70 ára aldurs en að einn hætti störfum á hverju ári vegna sjúkdóma eða slysa eða snúi aftur til starfa erlendis. Miðað var við að sérnám í skurðlækningum taki að meðaltali 10 ár með undirsérgrein, þar af tvö ár á íslandi og 8 ár við sjúkrahús erlendis. Árlega var miðað við að 10 skurðlæknar fengju sérfræðiréttindi í þeim undirsérgreinum skurðlækninga sem rannsóknin nær til. Talan er reiknuð út frá meðalfjölda sérfræðileyfa til íslendinga sem gefin voru út hjá landlæknisembættinu á tímabilinu 1997-2008.6 Við útreikninga á eftirspurn var miðað við óbreytta þjónustu skurðlækna á íslandi á hvern íbúa fram til ársins 2025. Samkvæmt þessari nálgun mun íbúafjöldi á skurðlækni haldast óbreyttur, en í lok árs 2008 voru 2271 íbúar á hvern skurðlækni hér á landi. Hins vegar var tekið tillit til þróunar mannfjölda og var reiknað með 604 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.