Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 44
UMRÆÐUR O G FRÉTTI HEILSUGÆSLAN R taki og hugmyndafræði heimilislækninga annars vegar og fyrirhuguðum breytingum á stærð og starfsemi heilsugæslustöðvanna. „Talað er um að til þess að auka áhuga unglækna á sérnámi í heimilislækningum þurfi að gera námið eftirsóknarvert. Það er hárrétt og satt að segja er námið sífellt að verða betra og betra. Við erum að mennta mjög góða heimilislækna. En þarf ekki að gera starfið og starfsumhverfið eftirsóknarvert líka? Hugmyndir um aðeins eitt rekstrarform og stækkun og fækkun heilsugæslustöðva stefnir í allt aðra átt en hugmyndafræði heimilislækninga gerir. Við höfum líka bent á að með auknum fjölda námsstaða aukist kennsluálag og því þurfi að mæta með einhverjum hætti." í athugasemdum stjórnar FÍH kemur ennfremur fram að vegna þess hversu lítið má útaf bregða vegna skorts á heimilislæknum sé nauðsynlegt að semja hið fyrsta við sjálfstætt starfandi heimilislækna en samingur við þá rennur út 31. desember næstkomandi. „Skjólstæðingar þeirra eru yfir 20.000 á höfuðborgarsvæðinu og alveg ljóst að mál þess fólks verða í miklu uppnámi ef ekki verður samið við sjálfstætt starfandi heimilislækna." Tilvísanakerfi ekki raunhæft Ekki kemur á óvart að ein af tillögum nefndarinnar kveður á um að innleiða „sveigjanlega tilvísana- skyldu innan þriggja ára." í röksemdum nefndarinnar segir: „tilvísana- skylda er ein þeirra aðferða sem beitt er til þess að stuðla að skilvirkri verkaskiptingu í Loftfélagið auglýsir eftir styrkumsóknum Loftfélagið auglýsir eftir styrkumsóknum um vísinda- eða gæðarannsóknir á lungnasjúkdómum, greiningu þeirra og meðferð í heilsugæslu. Styrkirnir eru ætlaðir heilsugæslulæknum og samstarfsaðilum þeirra. Um er að ræða styrki að upphæð 200.000 kr. hver. Óskað er eftir einnar blaðsíðu greinargerð um áætlaða rannsókn, kostnaðaráætlun og umsækjendur. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Stefnt er að úthlutun í nóvember 2010. Umsóknir skal senda til: Loftfélagið hjá GlaxoSmithKline, Þverholti 14, 105 Reykjavík eða rafrænt á hadda.b.gisladottir@gsk.com _______________________________________________________ heilbrigðiskerfinu. Sýnt hefur verið fram á að heimilislæknar grípi síður til kostnaðarsamra aðgerða en sá sérgreinalæknir sem fær sjúkling til sín í fyrsta sinn milliliðalaust. Ráðist verði í að koma á sveigjanlegri tilvísanaskyldu á næstu þrem árum. Tilvísunarskyldan verði til að byrja með bundin við tilvísun til gigtarlækna, hjarta- lækna, lungnalækna, efnaskiptalækna og blóð- meinafræðinga. Fljótlega myndu síðan barna- læknar, háls,- nef,- og eyrnalæknar og ef til vill fleiri sérgreinar falla undir tilvísanaskyldu. Skipaður verði vinnuhópur til þess að vinna með heilbrigðisyfirvöldum að því að koma tilvísanakerfinu á og þróa það." í athugasemdum stjórnar FÍH segir um þessa tillögu: „framantaldur skortur á heimilislæknum gerir það að verkum að innleiðing tilvísunarskyldu er ekki raunhæf eins og staðan er í dag." Þessu til nánari skýringar segir Halldór að ef allir þeir sjúklingar sem leita beint til sérfræðinga í dag ættu að koma fyrst til heimilislæknis þurfi að fjölga læknunum til muna ef þeir ættu að ráða við þetta. „Það þarf einnig að skipuleggja, þróa og bæta boðskipti milli heimilislækna og sérfræðilækna; gera átak í því að koma á fullkominni rafrænni sjúkraskrá svo allar upplýsingar um meðferð og lyfjagjöf séu aðgengilegar. Meðan svo er ekki verður tilvísanakerfið í skötulíki og eykur til muna álagið á heilsugæsluna og líkur á mistökum og misskilningi munu aukast. Hugmyndin er góð en til að hún nýtist þarf að gera ákveðna hluti fyrst. Við í stjórn FÍH teljum afar mikilvægt að ekki sé flanað að neinu og vel staðið að tilvísanakerfi með hagsmuni almennings og skjólstæðinga í huga og fagleg sjónarmið höfð að leiðarljósi. Stjórnin styður tillögu nefndarinnar um skipan vinnuhóps til að vinna með heilbrigðisyfirvöldum að því að koma á einhvers konar slíku sveigjanlegu tilvísanakerfi og þróa það á næstu árum. Þar teljum við að sú framkvæmdaáætlun sem lýst er í skýrslunni geti verið fullhröð, þar sem um flókið mál er að ræða. Félagið lýsir yfir fullum vilja til að taka þátt í slíkum vinnuhópi." Halldór kveðst vilja leggja áherslu á vilja stjórnar FÍH til að starfa með heilbrigðisyfirvöldum að eflingu heilsugæslunnar í landinu. „Við höfum ítrekað boðið heilbrigðisráðuneyti og ráðherra fram krafta okkar, reynslu og þekkingu til að vinna að eflingu heilsugæslunnar. Við bindum miklar vonir við að nýr ráðherra taki boði okkar um samstarf og samvinnu." 636 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.