Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Helga Bjarnadóttir1 sameindalíffræðingur Björn Rúnar Lúðvíksson1’2 lyflæknir og ónæmisfræöingur Lykilorð: ósértæka ónæmiskerfið, mannan-bindilektín, fíkólín, lektínferill (LF), komplímentvirkjun. ’Rannsóknarsviði ónæmisfræðideildar Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík, 2læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Björn Rúnar Lúðvíksson bjornlud@landspitali Arfgengur skortur í ræsisameindum lektínferils komplímentvirkj unar Ágrip Komplímentkerfið er mikilvæg ónæmisvörn. Virkjun þess leiðir til áthúðunar og himnurofs sýkla. Þrír ferlar virkja komplímentkerfið, klassíski, styttri og lektín. Lektínferillinn er ýmist ræstur af lektínunum mannanbindilektín (MBL), fíkólín-1, fíkólín-2 eða fíkólín-3 gegnum serínpróteasa (MASP-2). Lektínin hafa svipaða byggingu og bindast sykrumynstrum á yfirborði sýkla. Erfðabreytileiki í MBL2 geninu sem veldur skorti er frekar algengur. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að skortur er áhættuþáttur fyrir ífarandi og endurteknar sýkingar, sérstaklega þar sem aðrar ónæmisvarnir eru óþroskaðar, bældar eða gallaðar. Rannsóknir á fíkólínum eru á styttra veg komnar, en á síðasta ári var fíkólín-3-skorti lýst. I þessu yfirliti verður fjallað um þessa ónæmisgalla sem WHO hefur nýlega skilgreint. Inngangur Það eru 20 ár síðan skortur á mannanbindilektíni (MBL) var fyrst tengdur við þekktan galla sermis til að miðla áthúðunarmiðluðu drápi örvera.1 Fyrstu vísbendingar um að slíkur galli væri til staðar í mannasermi komu fram árið 1968 í vísindagrein sem lýsti stúlku sem hafði þjáðst af endurteknum alvarlegum sýkingum í efri öndunarvegi fyrstu tvö ár æviskeiðs síns.2 Sjúklingurinn virtist ekki hafa neina aðra ónæmisgalla, en sermi hans var ófært um að áthúða Saccharomyces cerevisiae (bakarager). Gallinn í serminu var viðsnúanlegur þegar sermi úr öðrum einstaklingum var bætt út í. Eitthvað skorti því í sermi sjúklingsins sem aðrir virtust hafa.Tíðni áthúðunargallans meðal hvítra einstaklinga reyndist há, eða um 5-8%.3 MBL-próteinið var fyrst einangrað úr mannasermi og því lýst árið 19834 og síðar var hlutverki þess í ræsingu lektínferils komplímentkerfisins lýst.5- 6 Framfarir á sviði erfðatækninnar hafa nú leitt í ljós að MBL-skortur er arfgengur og auðvelt er að greina þá sem eru arfhreinir um genasamsætur sem leiða til skorts. I dag hefur fjöldi rannsókna sýnt að arfgengur MBL-skortur er algengur og áhættuþáttur fyrir ýmsar sýkingar og sjálfsofnæmi. En meirihluti fólks með MBL-skort er hins vegar heilbrigður. Það er því ekki óhugsandi að mismunandi erfðabreytileikar stjórni mikilvægi og þar af leiðandi sjúkdómsmynd MBL-skorts. A allra síðustu árum hefur verið sýnt fram á að fíkólínfjölskyldan notast við sama serínpróteasa og MBL til að ræsa komplímentkerfið. í þessu yfirliti verður leitast við að kynna nýjustu niðurstöður í rannsóknum á þessari mikilvægu fyrstu stigs vörn mannsins gegn sýklum. Hlutverk MBL-próteinsins MBL þekkir og binst ákveðnum mynstrum af sykrum á yfirborði baktería, sveppa, veira og sníkjulífisfrumdýra.7 í fyrstu var talið að hlutverk MBL væri einungis til að eyða utanaðkomandi sýklum með ræsingu komplímentkerfisins (mynd 1) en á undanförnum árum hefur komið í ljós að hlutverk MBL er mun viðameira, sérstaklega með tilliti til eyðingar á eigin frumum. MBL m Cla*afc4pa«i<aay b Lmdmptrnmmt Mynd 1. Þrír ferlar komplímentvirkjunar út frá snertingu við bakteríur. a. Klassískiferillinn er ræstur afCl flókanum sem samanstendur af Clq (sama byggingarform og MBL ogfikólín) og ensímunum Clr og Cls. Ciq binst Fc-hluta mótefnis sem er bundið mótefnavaka á yfirborði sýkils. Það leiðir til virkjunar serínpróteasans Clr sem klýfur og virkjar Cls sem klýfur svo C4 og C2 til að mynda C4bC2a ensímflókann sem er konvertasi og klýfur C3. Við pað myndast C3b afurðir (opsónín) sem merkja örveru til eyðingar af átfrumu. Lokaafurðin erMAC (membrane attack complex) (ekki sýndur á myndinni) sem rýfurfrumuhimnu örveru. b. Lektínferillinn er óháður myndun mótefna. MBL eðafíkólín (1-3) bindast sykrumynstri á yfirborði örveru og við pað virkjast MASP-2 ensímið sem klýfur C4 og C2 og sem leiðir til myndunar C3 konvertasa eins og hjá klassíska ferlinum. c. Styttri ferillinn felur í sér sjálfkrafa vatnsrof á C3. Endurprentun meö leyfi © Nature Publishing Group 2002.56 LÆKNAblaðið 2010/96 61 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.