Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 50
UMRÆÐUR O G FRÉTTI ERFÐARÁÐGJÖF R Erfðaráðgjöfin svarar spurningum um arfgenga sjúkdóma Erfðaráðgjöf er ekki ýkja fjölmenn starfs- grein innan heilbrigðiskerfisins enn sem komið er. Reyndar er aðeins ein manneskja hér á landi, Vigdís Stefánsdóttir, sem hefur starfstitilinn erfðaráðgjafi og því forvitnilegt að vita í hverju starfið er fólgið. Vigdís starfar á erfðaráðgjafaeiningu erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala. Erfðaráðgjafateymið samanstendur af henni, Jóni Jóhannesi Jónssyni yfirlækni, Reyni Arngrímsyni sérfræðingi í erfðasjúkdómum, Óskari Þór Jóhannssyni krabbameinslækni, Jóhanni Heiðar Jóhannssyni umsjónarlækni litningarannsókna og skrifstofustjóranum Auði Dagnýju Jónsdóttur. Vigdís segir sitt starf fólgið í því að veita viðtöl þeim einstaklingum sem leita til deildarinnar, finna til upplýsingar til undirbúnings viðtölum og búa til fræðsluefni um erfðir og erfðavandamál tengd ýmsum sjúkdómum. Vigdís starfaði áður við blaðamennsku og útgáfu en segir að áhugi hennar á erfðafræði og hvatning Jóns Jóhannesar yfirlæknis hafi orðið til þess að hún lagði stund á tveggja ára meistaranám í erfðaráðgjöf við háskólann í Cardiff í Wales. Að náminu loknu hóf hún störf á erfðasameindalæknisfræðideild Landspítala. „Þetta var mjög vel skipulagt og yfirgripsmikið bóklegt og starfstengt nám sem opnaði augu mín fyrir mikilvægi erfðaráðgjafans í því ferli sem fólk gengur í gegnum þegar það leitar sér upplýsinga um erfðasjúkdóma og hvernig bregðast skuli við," segir Vigdís. Hlutverk erfðaráðgjafans Þau Vigdís og Jón Jóhannes sitja fyrir svörum um hlutverk erfðaráðgjafans og þá þjónustu sem í boði er á erfða- og sameindalæknisfræðideildinni. „Hingað leita einstaklingar, verðandi foreldrar og fjölskyldur sem hafa ástæðu til að ætla að arfgengur sjúkdómur sé í ætt þeirra eða líkur á erfðasjúkdómi. í mörgum tilfellum eru það læknar og hjúkrunarfræðingar sem vísa fólki hingað til okkar en einnig leitar fólk beint til okkar Hávar eftir upplýsingum," segir Jón Jóhannes. Sigurjónsson Vigdís segir að verulegur hluti starfs hennar sé fólginn í fræðslu gegnum símann. „Hingað hringir töluverður fjöldi fólks á hverjum degi með ýmsar spurningar. Stundum er hægt að leysa úr vandanum með símtalinu en stundum leiðir það af sér að fólk pantar viðtal. Við Reynir, Óskar og Jón tökum að jafnaði nokkra tugi viðtala á stofu á mánuði. Vinna mín er að miklu leyti fólgin í viðtölunum og öflun upplýsinga um sjúkdómasögu viðkomandi og fjölskyldu hans til að geta dregið upp mynd af erfðum sjúkdóma." Jón Jóhannes segir þessa vinnu erfðaráðgjafans undirstöðu alls þess sem fylgir í kjölfarið. „Erfðaráðgjafi fær í upphafi leyfi hjá viðkomandi til að afla upplýsinganna og teiknar síðan upp ættartré þar sem fram koma upplýsingar um einkenni og sjúkdóma sem máli skipta varðandi erfðaráðgjöfina. Svo metum við hver okkar hittir viðkomandi einstakling eða fjölskyldu. Það getur ýmist verið erfðaráðgjafinn einn, erfðaráðgjafi með lækni eða erfðalæknir einn eftir atvikum. Oft erum við saman í viðtölum, erfða- eða krabbameinslæknir og erfðaráðgjafi." Þeir sem leita eftir erfðaráðgjöf hafa annað hvort grun um arfgengan sjúkdóm eða hefur verið vísað í erfðaráðgjöf af lækni sem telur líkur á arfgengum sjúkdómi. „Spurningarnar eru margvíslegar og allar eðlilegar en sem erfðaráðgjafi verð ég alltaf að hafa í huga að einstaklingur eða foreldrar eru oft áhyggjufullir, kvíðnir eða jafnvel haldnir sektarkennd yfir að vera með arfgengan sjúkdóm sem bömin þeirra geta hugsanlega fengið eða eru með. Þetta eru mjög eðlilegar tilfinningar við þessar aðstæður en reynsla mín er sú að vegna þess hvað tilfinningamar eru sterkar þá á fólk oft erfitt með að taka við upplýsingum og því þarf að veita þær af nærgætni og endurtaka þær svo öruggt sé að fólk hafi meðtekið þær. Við hittum fólk oft nokkrum sinnum og endurtökum þá gjarnan það sem við höfum sagt áður." Upplýsingar til almennings Vigdís hefur ásamt erfðalæknunum tveim þýtt og staðfært fjölmarga upplýsingabæklinga sem Eurogentest, stofnun á vegum Evrópu- sambandsins, hefur gefið út á fjölda tungumála. Bæklingamir sem eru í pdf-formi á vef deildarinnar, eru ellefu talsins enn sem komið er og heita: Algengar spurningar um erfðarannsóknir, Litningagallar, Algeng orð og hugtök í erfðafræði, 642 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.