Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 41
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
LÆKNASKORTUR
„Erfitt verður aðfylla
petta stóra skarð efefna-
hagskreppan hangir yfir
okkur næstu ár," segir
Þorbjörn Jónsson formaður
læknaráðs LSH.
hærri. Undirmönnununglækna á Landspítalanum
gerir ástandið enn verra. Það þarf ákveðinn fjölda
handa til að vinna verkin og manna vinnupósta
allan sólarhringinn. í þessu samhengi má hafa í
huga að fyrirhugaður niðurskurður á framlögum
til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna mun auka
álagið á spítalann og gera ástandið enn verra."
I framhaldi af þessum orðum Þorbjamar er
eðlilegt að spyrja hvað það sé eiginlega sem haldi
íslenskum læknum á landinu yfirhöfuð.
„Það er von að spurt sé. Það sem blasir við
læknum sem hyggjast flytjast heim til íslands í dag
er eftirfarandi: Launin eru verulega lægri en í ná-
grannalöndunum. Vinnutíminn og vinnuálagið er
mun meira hér. Islenskir læknar eru iðulega starf-
andi við góð háskólasjúkrahús erlendis sem eru
vel mönnuð og vaktabyrðin því hófleg. Ungt fólk
með börn hefur þetta í huga þegar það veltir því
fyrir sér að flytjast heim. Þá má líka setja spurn-
ingamerki við atvinnuöryggi, því niðurskurður
á Landspítalanum hefur verið árviss viðburður
mörg undanfarin ár. Hann var byrjaður þar löngu
fyrir kreppu. Á fyrri hluta þessa árs fækkaði til
„Fjöreggið liggur ekki í tíu verklitlum sjúkrahús-
um, heldur íþvíaðgeta átt a.m.k. einnfullkominn,
þróaðan spítala, þar sem við getum fengið nýjustu
þekkingu og notið kunnáttu í læknavísindum. Nú
erum við að glutra því niður og missa afar hæfa
læktta til útlanda."
Þröstur Ólafsson: Glötum ekki fjöregginu. Fréttablaðið 15.
september 2010
að mynda stöðugildum lækna á Landspítalanum
um meira en 20 og eflaust verður haldið áfram á
sömu braut næstu ár. Það er því eðlilegt að fólk
velti fyrir sér atvinnuöryggi þegar hugsað er til
þess að flytjast heim. Er ekki líklegt að sá sem kom
síðastur til starfa verði látinn fara fyrstur? Læknar
vilja ekki leggja slíka óvissu á fjölskyldur sínar, ef
þeir búa nú þegar við góð kjör, spennandi virtnu-
stað og öruggar aðstæður."
Höfðað til þjóðerniskenndar
Það sem hingað til hefur dregið lækna heim er
hin ramma taug íslendingsins og ráðamenn í
heilbrigðismálum hafa í raun ekki haft nein önnur
rök í málinu en að höfða til þjóðerniskenndar og
þegnskyldu íslenskra lækna þegar biðlað er til
þeirra að koma heim eða fara ekki utan. Aðrar
lausnir virðast hreinlega ekki vera í boði af hálfu
stjórnvalda.
„Oftast eru það fjölskyldan, foreldrar, maki og
börn sem sækja á um að flytjast heim. Það er fátt
annað við núverandi aðstæður sem dregur lækna
til landsins."
Þorbjörn bendir að lokum á að undirmönn-
un og lítil viðbrögð við auglýstum stöðum sé
ekki einskorðað við Landspítalann. „í sumar
voru auglýstar sex stöður heilsugæslulækna á
Vesturlandi en aðeins einn læknir mun hafa sótt
um. Ástandið mun einungis versna ef yfirvöld
heilbrigðismála, samtök lækna og Landspítalinn
ná ekki að snúa þessari óheillaþróun við."
LÆKNAblaðið 2010/96 633