Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 39
Sigríður Óiína Haraldsdóttir sigrohar@landspitali. is Höfundur er lyf- og lungnalæknir starfandi á Landspítala Fossvogi. Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Þórarinn Guðnason, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, rítari Kristján G. Guðmundsson Ragnar Victor Gunnarsson Valentínus Þór Valdimarsson Valgerður Rúnarsdóttir í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. ú R _____UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Hugleiðingar um heilbrigðismál Ég er nýkomin af árlegu þingi evrópsku lungnasamtakanna en það sækja um 20.000 manns sem tengjast greininni og bar margt á góma. Á fundi þar var farið yfir nýjungar í greiningu og meðferð lungnasjúkdóma. Fyrirlesarinn sem tók fyrir greiningu lungnakrabbameins fór þá leið að bera saman aðferðir og tækni árin 1990 og 2010. Mig rak í rogastans því hér á landi höfum við allt sem þótti sjálfsagt árið 1990 en aðeins eitt af fjórum tækjum sem nú þykja nauðsynleg fyrir örugga greiningu lungnakrabbameins. Hvað veldur? Hvað hefur stýrt uppbyggingu heilbrigðiskerfisins undanfarna tvo áratugi? Hugurinn leitaði til ofanverðs 9. áratugar síðustu aldar þegar ég vann sumarlangt í Blóðbankanum. Hefð var fyrir blóðsöfnunarferðum út á land og ég fór í nokkrar slíkar og eina þeirra ber hæst. Heimamenn sýndu okkur stoltir stórt, tiltölulega nýtt sjúkrahús. Ég gleymi ekki fæðingarstofunum og sængurkvennadeildinni sem búnar voru skínandi nýjum tækjum og tólum. Gallinn var bara sá að engin var sængurkonan eða nýfæddur hvítvoðungurinn. Mörgum árum síðar fór stjóm Læknafélagsins út á land og kynnti sér starfsemi sjúkrahúss. Þegar við lögðum af stað úr höfuðstaðnum var fínasta vorveður, sól og stillur. Þegar við nálguðumst sjúkrahúsið kvað við annan tón, það var blindhríð og höfuðborgarstúlkan kveið því að þurfa að fara út úr rútunni á háhæluðu stígvélunum og ýta henni upp úr skurði. En við komumst heilu og höldnu á áfangastað og var vel tekið á móti okkur. Við fengum kynningu á tölvusneiðmyndatæki sem nýkomið var í byggðarlagið. Ég frétti síðar að ekki hefði tekist að manna stöðu geislafræðings og lá tækið lengi vel ónotað. Ég fór að hugsa um þessar ferðir í haust þegar vinnuhópur Læknafélags íslands ræddi stefnu félagsins um framtíð sjúkrahúsa á íslandi. Við höfum kynnt okkur skýrslur sem unnar hafa verið í heilbrigðisráðuneytinu á undanförnum árum. Þar er margt gott, enda yfirleitt fagfólk sem lagt hefur ófáar vinnustundir í að vinna þær. Ég veit ekki hvaða áhrif niðurstöður þessara skýrslna hafa haft. Það er ótal margt sem hefur áhrif á gang mála og sjaldan hægt að beita köldu faglegu mati. Stjórnmálamenn hugsa um atkvæði í heimakjördæmi, oft er sjúkrahús á landsbyggðinni einn stærsti vinnustaðurinn og ekki fýsilegt að gera breytingar þannig að fólk hrekist burt. En kannski eru komnir aðrir tímar. Fólk gerir þær kröfur að það fái „hátækni"þjónustu og hana er ekki hægt að veita á mörgum stöðum á landinu. Landspítali á fullt í fangi með að fylgja hraðri þróun í tækjabúnaði og greiningu og meðferð sjúkdóma. En það nægir ekki að kaupa nýjustu tæki ef enginn notar þau eða túlkar niðurstöður þeirra. Sérfræðingar hafa margir flust aftur út og við sem vinnum á Landspítala höfum orðið áþreifanlega vör við það. Það munar um hvern og einn sem fer. Læknisfræðin verður sérhæfðari á sífellt þrengri sviðum og ef fer fram sem horfir getum við ekki sinnt allri slíkri starfsemi hér, kunnáttan verður ekki til staðar. Tóbaksvarnir Ég þreytist ekki á að tala um tóbaksvarnir. Við berjum okkur á brjóst og hreykjum okkur af því að tóbaksnotkun hafi minnkað hér á landi ár frá ári. Þetta er rétt. Það sem veldur áhyggjum er að fimmtungur allra á aldrinum 20-29 ára reykja daglega. Þetta er markhópur sem þarf að ná betur til. Á nýlegum fundi tóbaksvarnarráðs voru sýndar tölur um munntóbaksnotkun. Tuttugu af hundraði unglingsdrengja nota munntóbak daglega, flestir þessara búa úti á landi. Það þarf að greina hópinn betur og finna leiðir til að koma fræðslu áleiðis til þeirra um skaðsemi munntóbaks. Stærstur hluti munntóbaks er framleiddur undir merkjum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Á fundi tóbaksvarnarráðs kom fram að einhver hefði hug á því að byrja að selja skro hér á landi. Skro! Ég hélt að ég væri stödd í gamalli sögu og sá fyrir mér hrákadallana úti í horni. Mér varð hugsað til þess að líklega vanhagaði þjóðina síst um nýjan vímugjafa! Hingað til hefur fé til tóbaksvarna verið fengið með því að 0,9% af gróða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vegna tóbaks rennur til Lýðheilsustöðvar og er eyrnamerkt tóbaksvömum. Það er mjög mikilvægt að þetta haldist, minna má það ekki vera, enda mjög dýrt fyrir ríkið að meðhöndla tóbakstengda sjúkdóma. Utan úr heimi berast fregnir um frekari takmarkanir á tóbaksnotkun, fólk sættir sig ekki lengur við að ganga í gegnum reyk á leið inn í byggingar eða að sitja í reykjarsvælu á útikaffihúsum. Mörg lönd og fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Ástralíu setja nú skorður við reykingum á almannafæri. En við sem vinnum á Landspítala göngum í gegnum tóbaksstybbu og reykjarsvælu inn á vinnustað okkar á hverjum morgni! Við höfum enn mikið verk að vinna. LÆKNAblaðið 2010/96 631
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.