Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 59
U M R Æ Ð A Ö L D U O N G G F R É T T I R A D E I L D L í Ferðalangar í Miklabæjarkirkju ásamt séra Döllu Þórðardóttur, sóknarpresti og prófasti. Ljósm. Páll Ásmundsson Jldungadeild ^ Læknafélags íslands Umsjón síðu: Páll Ásmundsson Stjórn Öldungadeildar: Sigurður E. Þorvaldsson formaður Jón Hilmar Alfreðsson ritari Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri Guðmundur Oddson Óli Björn Hannesson Öldungaráð: Hörður Þorleifsson Höskuldur Baldursson Kristín Guttormsson Leifur Jónsson Páll Ásmundsson Vigfús Magnússon Vefsíða Öldungadeildar finnst meðal annarra vefsíðna sérfélaga á síðu LÍ. Af för Öldunga í ríki Ásbirninga Það voru alls 40 félagar og makar þeirra sem þátt tóku í þessari ferð, undir leiðsögn Magnúsar Jónssonar sagnfræðings, 12. til 14. september síðastliðinn. Veðrið var ekki til að lasta, enda ferðast Öldungar í anda heilags Þorláks, sem aldrei bölvaði veðrinu. Þó er ekki ofsagt að við komumst í hann krappan á göngu í Haugsnesi, lentum þar í norðan þræsings hraglanda, einmitt þar sem mannskæðust hefur orðið orusta á íslandi. Mánudagurinn 13. var hins vegar blíður og heiður og frá honum stafa bjartar minningar, til dæmis úr Glaumbæ, Hofsósi og Hólum. Við gistum á Hótel Varmahlíð og snæddum þar í tvígang kvöldverð. Hlaut sá viðurgjörningur allur einróma lof. Hvílíkt hótel í sveit á íslandi. Sagan var snar þáttur í ferðinni. Drangey minnti á Gretti og fjölmörg örnefni í Skagafirði á Sturlungu. Þessi fomrit voru víða reifuð af Magnúsi leiðsögumanni. Og það voru fleiri sem miðluðu fróðleik. Þórður Harðarson útskýrði dulin tákn sem finnast í frásögnum af landnámum Ingimundar gamla og Helga magra og Jón Þorsteinsson sagði frá hryssunni Flugu sem týndist í Flugumýri. Það var samkvæmt hefð að gjaldkerinn, Tryggvi Ásmundsson, hafði meðferðis einn ágætan veiðimeistara og þegar líða tók á dag og sól varð höll á himni skenkti hann mönnum í bikara. Var almennt gerður að þessu góður rómur. Hitt er svo, að gjaldkerinn átti það líka til - og alveg utan dagskrár - að fara í hátalara og segja lítt sannar spésögur af nærstöddum félögum. Páll Ásmundsson gerði og það til gaman að kveða um Gretti, sem synti í land eftir „spólu", undir hlimrekskum hætti. Þetta og ýmislegt fleira í þeim dúr var til þess fallið að gera ferðina skemmtilega, en ef til vill er það þó samveran sjálf sem er best, og svo það að allir komu heilir heim. Jón Hilmar Alfreðsson Skagafjörður Skagafjörðurinn skín oft við sólu. Skáldið Hjálmar þar lifði í Bólu. Þar Geirmundur rokkar og graðhestur brokkar og Grettir synti í land til að ná sér í spólu. P.Á. LÆKNAblaðið 2010/96 651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.