Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 42
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEILSUGÆSLAN Skakkar áherslur og skrýtin forgangsröð Ráðherraskipuð nefnd um eflingu heilsugæslunnar skilaði áfangaskýrslu í byrjun september og var hún í kjölfarið birt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins og óskað eftir athugasemdum frá almenningi og öðrum sem málið varðar. Félag íslenskra heimilislækna er ótvírætt einn þeirra aðila sem málið varðar og hefur sent nýskipuðum ráðherra heilbrigðismála, Guðbjarti Hannessyni, erindi þess efnis, auk þess að gera ítarlegar athugasemdir og ábendingar við skýrsluna sjálfa til ráðuneytisins. Halldór Jónsson formaður Félags íslenskra heimilislækna segir að fyrsta athugasemd stjórnar félagsins hafi beinst að skipan nefndarmanna þar sem ekki hafi verið leitað eftir tilnefningu frá félaginu og því enginn fulltrúi þess í nefndinni. „A fundi með þáverandi heilbrigðisráðherra, Alfheiði Ingadóttur, kom fram að ráðherra hefði kosið að skipa sjálf alla nefndarmenn, því annars hefðu svo margir hagsmunaaðilar átt tilkall til að tilnefna fulltrúa. Tilviljun réði því að einn nefndarmanna er í stjórn FÍH. Nefndin tók til starfa í byrjun maí og í lok þess sama mánaðar, eftir tvo fundi, lágu fyrir ítarleg drög að skýrslu sem formaðurinn hafði samið upp á eigin spýtur. Þá lá við að nefndin leystist upp en áfram var haldið og nú í lok sumars liggur þessi áfangaskýrsla fyrir sem er þó vandlega merkt sem vinnuplagg, væntanlega til að undirstrika að ekki beri að taka allt bókstaflega sem í henni stendur." í bréfi sem stjórn FÍH sendi Guðbjarti Hannes- syni ráðherra þann 6. september síðastliðinn segir svo um störf nefndarinnar: „Nú er nefnd að störfum um framtíð heilsugæslunnar og hefur hún ekki enn lokið störfum. Teljum við sérkennilega að því staðið að fara í þessa vegferð áður en samkomulag og umræða hefur átt sér stað nema ef hlutverk nefndarinnar hafi í raun verið að blessa fyrirfram ákveðnar hugmyndir ráðuneytisins. Sé svo er hætt við að verr sé afstaðfarið en heima setið." Halldór segir að skipunarbréf nefndarmanna taki af tvímæli um að nefndinni hafi verið Hávar ætlað að finna rök og forsendur fyrir ákveðnum Sigurjónsson breytingum á heilsugæslunni sem þáverandi 634 LÆKNAblaðið 2010/96 ráðherra talaði hvað mest fyrir. „Þetta eru sérkennileg vinnubrögð." Lítum þá nánar á skýrsluna sjálfa og tillögurnar sem þar eru lagðar fram. Þar segir Halldór að sé að finna bæði ágætar hugmyndir og aðrar alveg arfaslæmar. Sumar stangist hver á við aðra þannig að ekki sé hægt að sjá hvernig hvorutveggja verði hrint í framkvæmd samtímis eða í þeirri forgangsröð sem lögð er til. Gegn hugmyndafræði heimilislækninga „Við fögnum því sérstaklega að í 9. tillögu er viðurkenndur réttur fólks til að hafa sinn heimilislækni. Persónuleg, heildstæð, samfelld og auðvitað fagleg þjónusta heimilislæknis sem þekkir skjólstæðing sinn og aðstæður hans eru homsteinar í hugmyndafræði heimilislækninga og heimilislæknar hafa einmitt þetta að leiðar- ljósi í sínu daglega starfi. Á hinn bóginn er lagt til í 2. tillögu að heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu verði fækkað og þær stækkaðar að sama skapi. Þessu hefur reyndar þegar verið hrint í framkvæmd með sameiningu heilsugæslustöðvanna í Mjódd og Efra-Breiðholti og sameining Hvamms og Hamraborgar í Kópavogi er hafin. Hvorttveggja var gert án samráðs við starfsfólk stöðvanna og án þess að leitað væri faglegra raka fyrir breytingunni. Hér virðast óljósar hugmyndir um sparnað og hagkvæmni hafa ráðið ferðinni, því engin svör hafa fengist um raunverulegan sparnað þegar eftir hefur verið leitað," segir Halldór og vísar síðan í formlegar athugasemdir stjórnar FÍH varðandi fækkun og stækkun stöðvanna. „Eins og fram hefur komið er stefnt að því að fjölga heimilislæknum og námslæknum. Til að svo megi verða þurfa að vera valmöguleikar á rekstrarformum í heilsugæslu eins og FIH hefur ítrekað bent á. Það þarf að efla starfsemi þeirra stöðva sem þegar eru starfandi og fjölga stöðvum í fjölmennum hverfum sem standa höllum fæti varðandi nærþjónustu. Aukin miðstýring sem og stækkun og lokun heilsugæslustöðva samrýmist illa því markmiði. Grunnur heilbrigðisþjónustunnar, heilsugæslan,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.