Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN íslenska skurðlækna erlendis, enda óvissuþættir þar margir og misjafnir eftir löndum. Líkt og fyrir aðrar sérgreinar er sennilegt að áfram muni hluti skurðlækna ekki geta snúið beint til starfa hér á landi eftir að sérnámi lýkur, kjósi þeir það. Þetta á ekki síst við um minni sérgreinar þar sem framboð á sérfræðingsstöðum er lítið. í samnorrænu skýrslunum er bent á að „offramboð" á vinnumarkaði lækna á íslandi hafi iðulega verið leyst með því að læknar héldu fyrr í sérnám eða seinkuðu heimkomu sinni. „Offramboði" getur fylgt spekileki (brain drain) sem verður að teljast óæskilegur í þjóðfélagslegu samhengi. Því verður að velta fyrir sér hvort verið sé að mennta hæfilegan fjölda skurðlækna á íslandi. Síðustu ár hafa í kringum 22 stöður deildarlækna (allar undirsérgreinar taldar með) verið í boði á Landspítala og Sjúkrahúsi Akureyrar. í flestum tilfellum er um að ræða tveggja ára stöður og því teknir inn 11 einstaklingar í skurðlækningar árlega. Niðurstöður okkar benda til að þessi fjöldi sé hæfilegur, sé tekið mið af vinnumarkaði skurðlækna hér á landi. Rétt er að taka fram að í þessum útreikningum er aðeins litið á skurðlækningar í heild sinni en ekki mönn- un innan hinna ýmsu undirsérgreina. Þessar undirsérgreinar eru sumar fámennar, sérhæfing mikil og fáar stöður í boði. Sveiflur á „æskilegu" framboði geta því verið miklar og erfitt að ráða í þróun vinnumarkaðarins. Þannig virðist margt benda til þess að innan fárra ára verði skortur á læknum innan sumra undirsérgreina, til dæmis brjóstholsskurðlækninga. í nýlegri sænskri skýrslu er komist að sömu niðurstöðu og spáð skorti á sérfræðingum innan flestra sérgreina, ekki síst þar sem sérhæfing er mikil.14 Hugsanleg stytting vinnutíma lækna í sérnámi gæti einnig dregið úr framboði. Þá yrði minni tími til verklegrar kennslu, sem gæti leitt til þess að sérnámið verði lengt,8-10',5'19 og það gæti síðan tafið hugsanlega heimför. Auk þess bendir margt til þess að ungir læknar í dag séu reiðubúnari en eldri kollegar þeirra að setjast að erlendis til frambúðar. Þannig nefndi þriðjungur unglækna í nýlegri könnun Læknafélags íslands að þeir myndu alvarlega íhuga slíkan valkost.4 Þetta er hærra hlutfall en í eldri könnunum en hingað til hefur yfirgnæfandi hluti lækna stefnt aftur heim til íslands að loknu sérnámi. Þannig hefur verið talið að yfir 80% skurðlækna hafi skilað sér aftur heim til íslands að loknu sérnámi.11 Hvað varðar eftirspurn eru óvissuþættir fjölmargir. Á næstu árum er ekki ólíklegt að eftirspurn eftir skurðlæknum eigi eftir að aukast. Ljóst er að eldra fólki mun fjölga verulega og um leið þörf fyrir þjónustu skurðlækna.3 Talið er að fólki yfir sextugt muni fjölga um allt að 60% fram til ársins 2025, en rannsóknir sýna að þessi aldurshópur þarf allt að fjórum sinnum meiri heilbrigðisþjónustu en yngra fólk. Auk þess gæti tilkoma einkarekinna sjúkrahúsa sem sennilega munu sérhæfa sig í bæklunar- og offituaðgerðum, aukið eftirspurn eftir skurðlæknum. Aðrir þættir gætu einnig haft áhrif, til dæmis ef vinnutími sérfræðinga verður styttur og sérnámið lengt. Fjölgun kvenna í skurðlækningum gæti einnig haft áhrif, en reynslan sýnir að konur eru oftar í hlutastöðum en karlar.8 Fram til þessa hefur umræða um styttingu vinnutíma aðallega beinst að unglæknum. Löggjöf um takmörkun vinnutíma nær þó ekki síður til sérfræðinga, en líkt og í nágrannalöndum okkar hefur henni ekki verið fylgt sérlega eftir af yfirvöldum.9'19'20 Stytting vinnutíma skurðlækna gæti verið skammt undan. Sérnámið er krefjandi og vaktaálag mikið. Sums staðar erlendis hefur því orðið vart dvínandi ásóknar í sémámið. Þetta er þróun sem einnig hefur sést í öðrum sérgreinum þar sem vaktaálag er mikið, en kröfur yngri lækna um aukinn frítíma eru taldar vega þungt í þessu sambandi.10 Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að íslenskir skurðlæknar eru vel menntaðir en næstum fimmtungur þeirra er með doktorspróf. Rúm 80% skurðlækna hafa stundað sérnám á Norðurlöndunum og 31% eru búsettir erlendis. Samanborið við nágrannalöndin er hlutfall kvenna lægra, en fer hækkandi. Á næsta áratug munu margir skurðlæknar á íslandi fara á eftirlaun og því fyrirsjáanleg töluverð endumýjun. Fram til ársins 2025 bendir flest til þess að jafnvægi verði á vinnumarkaði skurðlækna hér á landi. Þakkir Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri á skurð- deild Landspítala fær sérstakar þakkir fyrir öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Einnig fá Engilbert Sigurðsson læknir og Ásgeir Alexandersson læknanemi þakkir fyrir yfirlestur handrits og ábendingar. Heimildir 1. Gjöröabók Skurðlæknafélags íslands. Skurðlæknafélag Islands, Reykjavík 2007. 2 www.lis.is mars 2009. 3. Den framtida Lákararbetsmarknaden i de nordiska lándema. Samnordisk Arbetsgrupp för Prognos och Specialistutbildningsfrágor (SNAPS). Stokkhólmi 2008. 4. Könnun á viðhorfi unglækna um framtíðarstörf. www.lis.is 5. Reglugerð nr. 305/1997 um veitingu lækningaleyfa og sérfræðileyfa með áorðnum breytingum skv. reglugerð nr. 340/1999,435/2005 og 546/2007. www.heilbrigdisraduneyti. is mars2010. 6. www.landlaeknir.is desember 2009. 7. www.hagstofa.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Framreikningur- mannfjoldans mars 2010. 608 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.